Fundargerð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar
72. fundur
10. janúar 2025 kl. 08:30 - 09:45
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Vindorkugarður á Hælsheiði_Kynning matsáætlunar
Framkvæmdaaðili er Zephyr Iceland ehf., dótturfyrirtæki norska vindorkufyrirtækisins Zephyr AS. Hreyfiafl ehf. er hluthafi. Zephyr AS hefur mikla reynslu á sviði vindorku, er með 800 MW af vindafli í rekstir í Noregi og eru nú að virkja 200 MW til viðbótar í Noregi og Svíþjóð í samstarfi við sænska ríkisorkurfyrirtækið Vattenfall. Fyrirhuguð framkvæmd á Hælsheiði gæti gefið allt að 150 MW af orku og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Engin mannvirki eru nú á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Í vefsjá endurskoðunar er landnotkunin annras vegar Landbúnaðarsvæði L9 (Skorradalsháls, Hælsheiði og Augastaðafjall) og hins vegar Óbyggð svæði ÓB4 (Ok, Kaldidalur og Uxahryggir). Landbúnaðarlandið er í flokki 3-4 sem er sæmilegt og lélegt ræktunarland.
Lögð er fram matsáætlun dags. desember 2024 unnin af Cowi.
Samþykkt samhljóða.
2. Seleyrarland - Fyrirspurn um skipulagsmál
Meðfylgjandi er riss af mögulegu útliti frístundabyggðar, staðsetningu og aðkomu.
Lóðin er með notkunina Annað land og er skráð 17,7 ha að stærð. Í núgildandi aðalskipulagi er landnotkun svæðis landbúnaðarland í flokki 3-4, sæmilegt til lélegt ræktunarland. Ekkert deiliskipulag er af svæðinu.
Innan 4 km fjarlægðar eru 2 óuppbyggð frístundasvæði í Borgarbyggð í landi Grjóteyrar og Árdals. Í innan við 1 km fjarlægðar er frístundasvæði í Hvalfjarðarsveit í landi Hafnar 2. Svæðið sem um ræðir stendur í yfir 5m hæð yfir sjávarmáli og innan þess er náttúrulegur birkiskógur.
Samþykkt samhljóða.
3. Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 54,4fm stækkun á þegar byggðum sumarbústað á lóðinni Birkilundur 3 (lnr. 134547). Sumarbústaður er nú 51,4fm að stærð og verður því 105,8fm eftir stækkun. Deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu. Lóðin er skilgreind sumarbústaðalóð í Frístundabyggð Húsafells 2 og 3 (F127).
Samþykkt samhljóða.
4. Umsókn um stofnun lóða - Deildartunga 2
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Deildartunga 2 spilda úr landi Deildartunga 2 lnr. 134400 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu (sjá merkjalýsingu). Lóðin er 21450 fm að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland og verslun og þjónusta í aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
5. Álfabrekka 11, sameinaðar landeignir
Uppdráttur dags. 17.12.2024
Málsmeðferð verður skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
6. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 46
6.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.2
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.3
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.4
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjórum rafhleðslustöðvum og á töfluhúsi á lóð Baulu, Borgarlandi. Ef farið verður í frekari uppbyggingu þarf að deiliskipuleggja lóðina.
6.5
Skipulagsfulltrúi vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd.
6.6
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010.
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 47
7.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 5,94 ha lóð, Vörðuholt, úr upprunalandinu Hjarðarholt (lnr. 134874) í Borgarbyggð þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn landbúnaðarland.
7.2
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Grjóteyrartunga (lnr. 133840) verði stækkuð upp í 6900 fm þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Teknir verða 2368,4 fm úr upprunalandinu Grjóteyrartunga 1 (lnr. 219849) og lóðin verður áfram með notkunarflokkinn sumarbústaðaland.
7.3
Skipulagsfulltrúi vísar afgreiðslu máls til skipulags- og byggingarnefndar.
7.4
Máli frestað.
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 48
8.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar og veituframkvæmda við Sóleyjarklett með vísan til framlagðra gagna. Framkvæmdaleyfið tekur til gatnagerðar, vinnu við gangstéttir, göngustíga og allra veituframkvæmda á svæðinu. Öllu raski skal haldið í lágmarki á framkvæmdatíma og gæta skal öryggis vegfarenda. Ef þörf er á meiriháttar raski eins og vegna fleigunar á klettum eða sprengingum þarf að tilkynna það til sveitarfélagsins. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu um þá þætti framkvæmda sem mögulega valda tímabundnu ónæði í nærumhverfi þeirra. Framkvæmdaleyfi þetta verður ekki grenndarkynnt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012 þar sem það er í samræmi við staðfest deiliskipulag sem fengið hefur þá málsmeðferð sem lög og reglur segja til um.
9. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 236
9.1
Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum
9.2
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynna fyrir eigendum aðliggjandi lóða.Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
9.3
Erindið var tekið fyrir á 42. afgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa og samþykkt að grenndarkynna málið fyrir hagsmunaaðilum.Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.