Byggðarráð Borgarbyggðar

693. fundur

2. janúar 2025 kl. 08:15 - 09:15

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Umsókn um lóð - Vallarás 14 A.
2412224

Framlögð umsókn um lóðina Vallarás 14 A í Borgarnesi.

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Vallarási 14 A til Sindri sjálfur slf. í samræmi við umsókn. Þess í stað er móttekin lóðin Vallarás 14 sem áður hafði verið úthlutað til Sindri sjálfur slf. og verður hún auglýst laus til úthlutunar í framhaldinu.



Samþykkt samhljóða.



2. Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
2411044

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025.

Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna áfram og leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.



3. Samskipti við fasteignaeigendur í Brákarey vegna lóða við Vallarás
2401329

Framlögð tillaga að fyrirkomulagi samkomulags við eigendur fasteigna og atvinnurekendur í Brákarey vegna greiðslu gatnagerðargjalda við Vallarás.

Framlagt og byggðarráð samþykkir að þau sjónarmið sem þarna koma fram verði grunnur að samkomulagi við þá fasteignaeigendur og atvinnurekendur í Brákarey sem óskað hafa eftir að fá úthlutaða atvinnulóð í nýju hverfi við Vallarás.



Samþykkt samhljóða.



4. Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 2025
2412240

Framlögð dagskrá og fundargögn vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur.

Framlagt og hefur sveitarstjóra verið falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða.



5. Ársreikningur Menningarsjóðs Borgarbyggðar 2023
2412092

Framlagður ársreikningur Menningarsjóðs Borgarbyggðar 2023.

Framlagt.



6. Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins
2412231

Framlagt erindi frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu vegna gerðar stöðuskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.

Framlagt.



7. Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 15. janúar 2025
2412110

Framlagt fundarboð á ársfund Brákar íbúðafélags hses sem fram fer 15. janúar 2025.

Framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða.



8. Fundagerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
2403092

framlögð fundagerð 193.fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands þann 16.desember 2024.

Framlagt.



9. Fundargerðir stjórnar SSV 2024.
2403003

Framlögð fundargerð stjórnar SSV nr. 185 dags. 27.11.2024

Framlagt.



Fundi slitið - kl. 09:15