Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
48. fundur
23. desember 2024 kl. 10:00 - 11:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir -
Starfsmenn
Þóra Margrét Júlíusdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir - Verkefnastjóri
Dagskrá
1. Bjargsland II (L135399)_Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna gatnagerðar
2412086
Lögð fram umsókn fh. framkvæmdaaðila Verkís dags. 17.12.2024 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og veituframkvæmda við Sóleyjarklett í samræmi við samning við Borgarbyggð.
Framkvæmdir eru gerðar á grundvelli deiliskipulagsbreytingar frá árinu 2022 þar sem nýjar götur eru skilgreindar á deiliskipulagi Bjargslands, Borgarnesi. Breyting var gerð á skipulagi Bjargslands árið 2018 þar sem skipulagið var endurskoðað í heild sinni, grunnsamgöngukerfi svæðisins m.a. breytt.
Lagðar eru fram teikningar af lagnaleiðum gatna Bjargslands II, fyrir Sóleyjarklett, Birkiklett og ónefndar götur A og B.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna gatnagerðar og veituframkvæmda við Sóleyjarklett með vísan til framlagðra gagna. Framkvæmdaleyfið tekur til gatnagerðar, vinnu við gangstéttir, göngustíga og allra veituframkvæmda á svæðinu. Öllu raski skal haldið í lágmarki á framkvæmdatíma og gæta skal öryggis vegfarenda. Ef þörf er á meiriháttar raski eins og vegna fleigunar á klettum eða sprengingum þarf að tilkynna það til sveitarfélagsins. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu um þá þætti framkvæmda sem mögulega valda tímabundnu ónæði í nærumhverfi þeirra. Framkvæmdaleyfi þetta verður ekki grenndarkynnt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012 þar sem það er í samræmi við staðfest deiliskipulag sem fengið hefur þá málsmeðferð sem lög og reglur segja til um.
Fundi slitið - kl. 11:00