Dagskrá
1. Verkfallslistar 2025
2412011
Lögð fram skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem sveitarfélagið telur að falli undir 5.-8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Framlögð skrá yfir störf hjá Borgarbyggð sem undanþegin eru verkfallsheimild. Sveitarstjóra falið að láta birta hana með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
2. Skjalastefna Borgarbyggðar
2412050
Framlögð ný skjalastefna fyrir Borgarbyggð og minnisblað er varðar málið. Til fundarins koma undir þessum dagskrárlið Þórunn Unnur Birgisdóttir og Kristján Gíslason.
Byggðarráð samþykkir framlagða skjalastefnu og leggur fyrir sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu. Byggðarráð fagnar þessu mikilvæga skrefi í átt að rafrænum skilum en Borgarbyggð er meðal fyrstu sveitarfélaga sem skilar rafrænum gögnum til Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna stjórnsýslu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Fylgiskjöl
3. Tillaga að nýjum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna
2406143
Framlögð drög að uppfærðum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna að afloknum fundi eigenda félagsins.
Framlagt. Borgarbyggð á 4,14% hlut í Faxaflóahöfnum en félagið starfrækir hafnir í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi. Eignir Faxaflóahafna voru í árslok 2023 bókfærðar á tæplega 19 ma.kr. og var félagið skuldlaust en átti 4 ma.kr. í handbært fé. Verðmætustu eignir Faxaflóahafna eru lóðir sem voru um áramót 2024 að fasteignamati 45 ma.kr. og heildareignir því að fasteignamati 52 ma.kr. Hagnaður Faxaflóahafna 2023 var 1,5 ma.kr. og handbært fé frá rekstri 2,0 ma.kr. Arðgreiðslur til eigenda voru 84 m.kr. og þar af 3,5 m.kr. til Borgarbyggðar en arðgreiðslur voru í samræmi við arðgreiðslustefnu. Að mati byggðarráðs Borgarbyggðar er full ástæða til að skoða með hvaða hætti gera megi breytingar á rekstri, fjármagnsskipan og þar með skuldum og eignum Faxaflóahafna þannig að beinn ávinningur eigenda verði meiri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða nánar hvort og þá hvaða tillögur megi gera á drögum að sameignarfélagssamningnum þannig að það markmið náist.
Samþykkt samhljóða.
4. Vinnuhópur um eigendastefnu, sameignarsamning og lög um Orkuveituna
2409001
Framlagt fundarboð á eigendafund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer 3. janúar 2025. Jafnframt lögð fram fyrstu drög að erindisbréfi fyrir eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur.
Fundarboð framlagt og sveitarstjóra falið að mæta á eigendafundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
5. Beiðni um umsögn - Beiðni um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
2404256
Framlagt erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um nýja beiðni Landsnets um skipan í raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Byggðarráð Borgarbyggðar tók á fundi nr. 669 dags. 2. maí 2024 fyrir fyrir sams konar beiðni Landsnets. Afstaða byggðarráðs hefur ekki breyst og er því lögð til eftirfarandi nær óbreytt afgreiðsla á beiðninni: Fyrirhuguð Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja um fjögur sveitarfélög. Enginn ágreiningur er uppi um þjóðhagslegt mikilvægi línunnar og mikilvægi hennar til að auka raforkuöryggi í landinu. Fyrir samfélagið í heild er því til mikils að vinna ef hægt er að auka skilvirkni skipulagsferlisins án þess að það bitni á gæðum skipulagsvinnunnar.
Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.
Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda. Það er von byggðarráðs að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins.
Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets. Skipan raflínunefndar mun að mati byggðarráðs í framkvæmd hvorki rýra frekar né endurheimta það skipulagsvald sem frá sveitarfélögum hefur verið tekið með áorðnum breytingum á skipulagslögum.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
6. Staða á framkvæmdum í Borgarbyggð
2408149
Farið yfir stöðu framkvæmda á endurbyggingu húsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og endurbótum á miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi. Til fundarins koma í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum dagskrárlið Orri Jónsson og Fannar Þór Þorfinnsson frá Eflu sem sinna verkeftirliti fyrir hönd Borgarbyggðar.
Farið yfir stöðu framkvæmda með verkeftirlitsmönnum.
7. Ósk um fjárstuðning til Stígamóta 2025
2410279
Þann 09.12.24 var lagt fyrir Velferðarnefnd ósk Stígamóta um fjárhagsstuðning. Meðfylgjandi er bókun nefndarinnar; Velferðarnefnd leggur til við Byggðarráð að Stígamót fái styrk með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir að fjárstuðningur Borgarbyggðar til Stígamóta verði kr. 100.000 og þannig með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Samþykkt samhljóða.
8. Erindi frá Heilsu Hofi
1907035
Þann 09.12.24 var lagt fyrir Velferðarnefnd erindi frá Heilsu Hof um styrk til kaupa á hjartastuðtækis. Bókun nefndarinnar var með eftirfarandi hætti: Velferðarnefnd telur mikilvægt að gætt sé að öryggisatriðum en tekur ekki afstöðu til umsóknarinnar. Erindinu er vísað til afgreiðsu í Byggðarráði.
Sveitarfélagið tekur ekki þátt í kostnaði einkaaðila vegna nauðsynlegs tækjabúnaðar vegna starfsemi. Erindinu er því hafnað.
Samþykkt samhljóða.
9. Tilboð í landskika að Búrfelli
2203134
Um er að ræða framlagt tilboð frá Sölva Má Hjaltasyni í 50% hlut Borgarbyggðar í landið Búrfell Fjallendi í Hálsasveit en landið er í óskiptri sameign. Á fundi sveitarstjórnar nr. 226 var málinu vísað til byggðarráðs til frekari umræðu.
Lagt er fyrir byggðarráð að taka afstöðu til tilboðs sem barst sveitarfélaginu vorið 2022. Það er óheppilegt að það hafi ekki verið fullafgreitt þá þegar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá þeirri fyrirætlan að selja 50% hlut Borgarbyggðar í landinu Búrfelli. Að mati byggðarráðs mæla ýmis formsatriði gegn sölu að svo komnu máli, svo sem fyrirkomulag eignarhalds, endurnýja þyrfti verðmat og uppmælingu. Framundan er að leggja heildstætt mat á eignir Borgarbyggðar m.a. til þess að móta afstöðu um hvaða eignir megi setja á sölu.
Samþykkt samhljóða.
10. Umsókn um lóð - Vallarás 4a og 6
2412054
Framlögð umsókn um lóðir við Vallarás 4A og 6 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum við Vallarás 4a og 6 til Geirs Geirssonar og Brákarpolls.
Samþykkt samhljóða.
11. Vallarás - hönnun og framkvæmdir
2311091
Framlagt erindi um að ráðast í hönnun og framkvæmdir á vegtengingu milli Vallaráss og Vindáss.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða í samhengi við þá vinnu sem nú stendur yfir við gatnagerð við Vallarás. Það liggur þó nær ljóst fyrir að þeirri gatnagerð verður ekki lokið fyrir Fjórðungsmót Vesturlands 2025 eins og ávarpað er í erindinu.
Samþykkt samhljóða.
12. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
2406016
Framlagt boð á stofnfund Nemendagarða MB hses sem fer föstudaginn 20. desember 2024. Jafnframt lagðar fram samþykktir félagsins.
Framlagt og er sveitarstjóra falið að mæta á stofnfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
13. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
2401059
Yfirferð um rekstur og stöðu framkvæmda í nóvember 2024.
Farið yfir rekstur og stöðu framkvæmda Borgarbyggðar m.v. nóvember 2024. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
14. Sorpútboð 2024
2406059
Framlögð opnunarskýrsla vegna útboðs fyrir úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð en opnunarfundur fór fram 18. desember 2024.
Framlögð opnunarskýrsla og sveitarstjóra falið að láta fara fram mat á tilboðum í samstarfi við ráðgjafa.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
15. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226
Framlögð fundargerð 959. fundar stjórnar Sambandsins frá 29. nóvember 2024.
Fylgiskjöl