Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
47. fundur
16. desember 2024 kl. 13:00 - 14:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir -
Starfsmenn
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Þóra Margrét Júlíusdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir - Verkefnastjóri
Dagskrá
1. Hjarðarholt - Umsókn um stofnun lóða
2412053
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Vörðuholt úr landi Hjarðarholts (lnr. 134874) í Borgarbyggð. Engin mannvirki fylgja lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 5,94 ha að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 5,94 ha lóð, Vörðuholt, úr upprunalandinu Hjarðarholt (lnr. 134874) í Borgarbyggð þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn landbúnaðarland.
2. Grjóteyrartunga 1 - Umsókn um stofnun lóða
2412052
Lögð er fram ósk um stækkun lóðarinnar Grjóteyrartunga (lnr. 133840) í Borgarbyggð. Verður 4368,4 fm stækkun tekin úr upprunalandinu Grjóteyrartunga 1 (lnr. 219849). Lóðin er skráð 2500 fm að stærð (mæld 2531,6fm) og verður 6900 fm eftir stækkunina. Mannvirki á lóðinni eru 46,6 fm sumarbústaður frá árinu 1980 og 28,4fm geymsluhús frá árinu 1993. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin hefur notkunina sumarbústaðaland og er skilgreind á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin Grjóteyrartunga (lnr. 133840) verði stækkuð upp í 6900 fm þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Teknir verða 2368,4 fm úr upprunalandinu Grjóteyrartunga 1 (lnr. 219849) og lóðin verður áfram með notkunarflokkinn sumarbústaðaland.
3. Umsókn um stofnun lóða - Deildartunga 2
2411172
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Deildartunga 2 spilda úr landi Deildartunga 2 lnr. 134400 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu (sjá merkjalýsingu). Lóðin er 21450 m2 að stærð og skilgreind sem landbúnaðarland og verslun og þjónusta í aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi vísar afgreiðslu máls til skipulags- og byggingarnefndar.
4. Munaðarnes Efra Umsókn um stofnun lóða
2412063
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Munaðarnes Efra úr landi Munðarness lnr.134915 í Borgarbyggð. Innan lóðar eru 79 sumarhúsalóðir skv. fylgiskjali. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 177 ha að stærð að frádregnum sumarhúsalóðum er 132,3 ha og er skilgreind sem frístundabyggð í Munaðarnesi (F62) í aðalskipulagi.
Máli frestað.
Fundi slitið - kl. 14:00