Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
259. fundur
12. desember 2024 kl. 16:00 - 18:10
Hjálmakletti
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Kostnaður við framkvæmdir við húsnæði leikskólans á Varmalandi er hækkaður um 40 millj kr en kostnaður við framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi lækkaður um sömu fjárhæð.
Nettóáhrifum breytinganna er mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt með 5 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT og BÞ) sitja hjá 4 (TDH, BB, REJ, SG)
Ragnhildur Eva Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar: Minnihlutinn lýsir áhyggjum yfir því að meirihlutinn og kerfið ráði ekki við stjórnun framkvæmdaverkefna og kostnaðar þeirra. Um er að ræða mikið áhyggjuefni þar sem fjárfestingaráform meirihlutans eru gríðarleg og mörg verkefni opin nú þegar. Þá kemur ekki skýrt fram hvaða kostnaði viðaukanum er ætlað að taka á og hversu mikil framúrkeyrsla hefur orðið á framkvæmdum við Hraunborg, Varmalandi. Miðað við núverandi upplýsingar nemur framúrkeyrslan 40 milljónum eða um 50%.
Til máls tóku: TDH, DS, TDH, REJ og SBG
3. Gjaldskrár 2025
Framlagðar til umræðu í byggðarráði gjaldskrár vegna fasteignaskatta og lóðarleigu, um meðhöndlun úrgangs, tæmingu rotþróa, söfnun og eyðingu dýraleifa, hunda- og kattahald í þéttbýli, ljósleiðara, gjaldskrár leikskóla, gjaldskrár vatnsveitna Hraunhrepps og Álftaneshrepps, tónlistarskóla, slökkvitækjaþjónustu, Slökkviliðs Borgarbyggðar, safnahúss, gjaldskrá fyrir ljósritun, frístundastarf í Borgarbyggð, gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2025 og gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs. Gjaldskrár samþykktar með áorðnum breytingum og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða."
Lögð var fram tillaga um að álagning fasteignaskatts í Borgarbyggð á árinu 2025 verði:
0,35% af fasteignamati skv a-lið 3. gr laga um tekjustofna sveitarfélaga
1,32% af fasteignamati skv b-lið 3. gr laga um tekjustofna sveitarfélaga
1,39% af fasteignamati skv c-lið 3. gr laga um tekjustofna sveitarfélaga
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Lögð var fram tillaga um að lóðaleiga í Borgarbyggð árið 2025 verði 1,5% af fasteignamati íbúðarhúsalóða og 2,00% af fasteignamati annarra lóða.
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um tæmingu rotþróa
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um söfnun og eyðingu dýraleifa
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda byggingarfulltrúa
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Hraunhrepps
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Álftaneshrepps
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá leikskóla
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá frístundastarfs
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Safnahúss
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir ljósritun
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá ljósleiðara
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Lagðar voru fram tvær tillögur að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli,
Lagt til að gjaldskrá fyrir hunda og kattahald í þéttbýli verði hækkuð um 3,9%
felld með öllum greiddum atkvæðum
Lagt til að gjaldskrá fyrir hunda og kattahald í þéttbýli verði óbreytt frá fyrra ári
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Lögð fram tillaga um 3,9% hækkun á gjaldskrá og reglum fyrir gámasvæði,
felld með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Lögð fram tillaga að gjaldskrá og reglur fyrir gámasvæði verði óbreyttar frá fyrra ári.
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH, BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
4. Fjárhagsáætlun 2025
Helstu niðurstöður tillögunnar fyrir árið 2025 eru:
Rekstrartekjur A-hluta eru 6.749 m.kr en rekstrartekjur A B hluta eru 7.642 m.kr.
Rekstrargjöld A-hluta eru 6.258 m.kr en rekstrargjöld A B hluta eru 6.951 m.kr
Afskriftir, fjármagnsliðir og óreglulegir liðir A-hluta eru 337 m.kr og 540 m.kr fyrir A B hluta.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er 154 m.kr en 151 m.kr fyrir A B hluta.
Framkvæmdir og fjárfestingar A B hluta eru áætlaðar 2.592 m.kr.
Helstu niðurstöðutölur tilögunnar fyrir A B hluta árin 2026-2028 eru.
Rekstrartekjur eru áætlaðar 8.110 m.kr á árinu 2026, 8.679 m.kr á árinu 2027 og 9.025 m.kr á árinu 2028.
Rekstrarafgangur er áætlaður 23 m.kr á árinu 2026, en rekstrartap 25 m.kr á árinu 2027 og 8 m.kr á árinu 2028.
Til framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 2.094 m.kr á árinu 2026, 406 m.kr á árinu 2027 og 608 m.kr á árinu 2028.
Samþykkt með 5 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT og BÞ) sitja hjá 4 (TDH, BB, REJ og SG)
Sigrún Ólafsdóttir leggur fram tillögu að hækka fjárliðinn vegna refa og minkaeyðingar um 2.000.000 kr. með tilheyrandi breytingum á fjárhagáætun.
Samþykkt samhljóða
Davíð Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar: Fulltrúar Framsóknar leggja hér fram þróttmikla fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun og fjárhagsramma fyrir árin 2025-2028.
Áætlun sem endurspeglar þörf og ríkan vilja til áframhaldandi uppbyggingar í sveitarfélaginu.
Áætlun fyrir 2025 gerir ráð fyrir 154 m.kr. afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu á varfærnum væntingum um tekjuaukningu.
Áætlunin felur í sér að tekjur sveitarfélagsins aukist 3,8% milli ára og verði um 6,7 ma.kr. en að rekstrarkostnaður án afskrifta hækki um 5,9%. Miðað er við óbreytt hlutfall útsvars og fasteignaskatta og að hækkun gjaldskráa verði í flestum tilfellum 3,9%.
Hækkun útgjalda skýrist að stærstum hluta af hreinum útgjöldum til félagsþjónustu sem hækka um liðlega 20% annað árið í röð. Stuðningsnet sveitarfélagsins hefur verið styrkt og greitt inn á uppsafnaða innviðaskuld í málaflokknum til margra ára.
Áætlunin speglar jafnframt tilfinningu okkar gagnvart vilja íbúa m.a. með auknum útgjöldum til íþrótta- og æskulýðsmála og aukinna framlaga til umhirðu opinna svæða og leiksvæða. Árið 2025 verður lögð sérstök áhersla á uppbyggingu og viðhald mannvirkja til íþrótta, leikja og útivistar í sveitarfélaginu.
Eitt af meginmarkmiðum okkar í Framsókn á þessu kjörtímabili hefur verið að stórefla framboð á íbúða- og atvinnulóðum. Snemma á árinu 2025 er ráðgert að auglýsa fjölda nýrra lóða fyrir íbúðabyggð með u.þ.b. 95 íbúðum til úthlutunar við Kveldúlfshöfða. Það bætist við gott framboð lóða á Hvanneyri og fjölda lóða fyrir atvinnustarfsemi á Vallarási þar sem gatnagerð er nú þegar hafin.
Áætlun gerir ráð fyrir að 2025 og 2026 verði ár stórframkvæmda, en áætlað er að fjárfesta fyrir um 2,5 ma.kr. á næsta ári og um 2 ma.kr. árið 2026. Stærstu framkvæmdir 2025 eru verklok við endurnýjun á stórum hluta húsnæðis GBF á Kleppjárnsreykjum, hafin bygging á knatthúsi í Borgarnesi, áframhaldandi endurnýjun á íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi ásamt áframhaldandi undirbúningi fyrir byggingu parkethúss, uppbygging stíga, niðurrif húsnæðis í Brákarey, lýsing á leið að fólkvanginum í Einkunnum, gatnagerð við Kveldúlfshöfða, Sæunnargötu og Bröttugötu og stækkun leikskólans Uglukletts. Forgangsröðun helstu framkvæmda hefur ekki tekið breytingum milli ára.
Á árinu 2024 er áætlað að handbært fé frá rekstri Borgarbyggðar verði 625 m.kr. og 510 m.kr. á árinu 2025. Hrein lántaka A-hluta Borgarbyggðar verði því um 2,1 ma.kr. á árinu 2025.
Rík áhersla verður lögð á eftirfylgni með kostnaðaráætlunum í tengslum við framkvæmdir. Þá er mikilvægt að sveitarfélagið bregðist við og sé reiðubúið að endurskoða áætlanir ef breytingar verða á fjárhagslegum forsendum, kostnaði, vaxtastigi eða öðrum utanaðkomandi þáttum.
Rekstur Borgarbyggðar á yfirstandandi ári og áætlun fyrir árið 2025 endurspeglar að lögð er rík áhersla á að þétta félagslegt net sveitarfélagsins. Þá hefur verulega verið bætt í viðhald húsnæðis og gatna. Fjárfestingaáætlun endurspeglar sterkan vilja til uppbyggingar íþróttamannvirkja og skóla ásamt tækifærum til fjölgunar íbúa með nýjum hverfum.
Fulltrúar Framsóknar þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu og gott samstarf í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun.
Sigurður Guðmundsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins: Niðurstaða þeirra fjárhagsáætlun 2025 sem hér er til seinni umræðu verður að teljast vonbrigði og lýsir því í raun að meirihlutinn hefur engin tök á rekstri sveitarfélagsins. Þar kemur fram að á milli ára hækka tekjur um 3,8% en gjöld um 6,5%.
Að gjöld aukist hraðar en tekjur hefur verið viðvarandi síðan meirihluti Framsóknarflokksins tók við stjórn sveitarfélagsins. Staðan væri hinsvegar mun verri ef fasteignaskattar í sveitarfélaginu hefðu hækkað í takt við verðlagsforsendur sem eru 3,9% fyrir árið 2025 en ekki 9,2% sem er hækkun hækkun fasteingamats í sveitarfélaginu.
Reikningur fyrir slaka frammistöðu meirihlutans í rekstri sveitarfélagsins það sem liðið er af þessu kjörtímabili hefur, að hluta til, þegar verið sendur íbúum sveitarfélagsins þar sem stofn til fasteignaskatts hefur hækkað umfram verðlag öll árin en álagningarhlutfalli hefur verið haldið óbreyttu frá 2022. Á næsta ári nema aukanar alögur umfram verðlag sem meirihlutinn leggur á íbúa Borgarbyggðar 41 milljón króna.
Þá hafa áformaðar fjárfestingar meirihlutans ekki farið eins hratt af stað og áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir í byrjun kjörtímabilsins. En nú stefnir meirihlutinn á að hefjast handa við stór verkefni sem kalla á miklar fjárfestingar, trúlega þær mestu síðan Borgarbyggð varð til sem sveitarfélag. Fjarfestingaráform meirihlutans á næstu tveimur árum eru 4,6 milljarðar. Þessar framkvæmdir verða að nánast öllu leiti teknar að láni, lántökur eru áætlaðar um 4,2 milljarða sem er aukning skulda um 108% eða rúmlega tvöföldun á skuldum Borgarbyggðar.
Þessar fjárfestingar munu einnig reyna verulega á meirihlutann og hæfni þeirra til að halda verkefnunum innan þeirra áætlana sem lagt er af stað með, því ekki er mikið svigrúm uppá að hlaupa ef horft er á niðurstöðu 3 ára fjárhagsáætlunarinnar sem er í mínus seinustu tvö árin. Framúrkeyrsla meirihlutans í verklegum framkvæmdum hafa verið að raungerast núna á seinustu dögum sem vekja upp spurningar um hæfni meirihlutans og stjórnkerfisins til að takast á við stór og flókin uppbygginarverkefni.
Við vinnslu þessara fjarhagsáætlunar eins og undanfarin ár kemur berlega í ljós að fulltrúar Framsókanrflokksins hafa algjörlega gleymt þeim málflutningi sem þeir héldu á lofti á seinasta kjörtímabili sem rammast best inn þegar bókanir Framsókarflokksins á seinasta kjörtímabili eru skoðuð m.a. er þar að finna eftirfarandi bókun þáverandi minnihluta Framsóknarflokksins sem á mjög vel við í dag um verk núverndi meirihluta framsóknarflokksins. Bókunin hljóðar svona: „Forsenda árangurs er að rekstur sveitarfélagsins standi undir fjárfestingum og að fjárfestingar séu ekki fjármagnaðar með lántöku til framtíðar. Fulltrúar Framsóknarflokksins leggja mikla áherslu á að hugað verði að því að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar, að ákvarðanataka sveitarfélagsins sé vel rökstudd og byggi á traustum greiningum, gögnum og langtímasjónarmiðum.“
Þessi bókun Framsóknarflokksins á seinasta kjörtímabili er mjög góð og rammar vel inn góða stefnu í fjármálum sveitarfélaga. En miðað við fyrirliggjandi fjárhags- og fjárfestingaráætlun þá hefur Framsóknarflokkurinn margbrotið þau heilræði sem hann boðaði á seinasta kjörtímabili . Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mun því ekki samþykkja fyrirlyggjandi fjárhagsáætlun því að okkar mati er hún engan veginn ásættanleg fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð og íbúa þess.
Til máls tóku: DS, SG, DS, TDH, DS, TDH, DS og SÓ,
5. Ugluklettur - Stækkun
"Verðfyrirspurnar gögn voru send út vegna fyrirspurnar um eftirlit og verkefnastjórnun með hönnun viðbyggingar við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Tvö tilboð bárust í verkið frá Eflu og Verkís.
Val tilboða grundvallast af verði og hæfni sem getið var í verðfyrirspurnargögnum, ákveðið var að taka tilboði Eflu í verkefnastjórnun og eftirlit með hönnun."
Byggðarráð samþykkir ákvörðun byggingarnefndar viðbyggingar við leikskólann Ugluklett um að taka tilboði Eflu í verkefnastjórnun og eftirlit með hönnun. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG)."
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH og BB) sitja hjá 2 (SG og REJ)
Til máls tóku: REJ og GLE
6. Fjölnota íþróttahús - Knatthús
Framlagt opnunaryfirlit og áætlun um greiðsluflæði. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. á grundvelli tilboðsins með fyrirvara um að allir skilmálar séu uppfylltir og kærufrestur liðinn.
Áætlun um greiðsluflæði vísað til vinnu við fjárfestingarramma sveitarfélagsins 2025-2028.
Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG)."
Samþykkt með 7 atkvæðum (GLE, SÓ, DS, EÓT, BÞ, TDH og BB) Sitja hjá 2 (SG og REJ)
Til máls tóku: SG, DS, SG, TDH og GLE
7. Sorpútboð 2024
Byggðarráð samþykkir að gildandi samningur við Íslenska gámafélagið verði framlengdur til 1. maí næst komandi.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
8. Tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar
Samþykkt samhljóða
9. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga
Samþykkt samhljóða
10. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
Drög að samþykktum framlögð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða."
Skipa þarf 5 fulltrúa í fulltrúaráð Nemendagarða MB hses. Lagt er til að fulltrúar Borgarbyggðar verði Guðveig L. Eyglóardóttir, Eðvar Ólafur Traustason, Sigrún Ólafdóttir, Sigurður Guðmundsson og Bjarney Bjarnadóttir.
Sveitarstjórn skipar í fulltrúarráð húsnæðissjálfseignastofnunar aðalmenn: Guðveigu Lind Eyglóardóttur, Eðvar Ólaf Traustason, Sigrúnu Ólafsdóttur, Sigurð Guðmundsson og Bjarneyju L. Bjarnadóttur.
Er sveitarstjóra falið að mæta á stofnfund fyrir hönd Borgarbyggðar.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: REJ og GLE
11. Ljósastaurar í dreifbýli
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða
12. Tillaga um endurbætur á reiðhöllinni - anddyri
Byggðarráð tók á fundi sínum nr. 688 vel í það erindi að Borgarbyggð tæki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Lagt til við sveitarstjórn að Borgarbyggð greiði framlag til Reiðhallarinnar í samræmi við eignarhlut og að greiðsluflæði verði í takti við framgang verksins með fyrirvara um samsvarandi þátttöku annarra eigenda. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samljóða
13. Samstarfssamningur á sviði endurhæfingar
Á velferðarnefndarfundi þann 05.11.24 var samstarfið kynnt og var bókun eftirfarandi: "Velferðarnefnd fagnar að búið sé að formfesta samstarf á milli ofangreindra þjónustuveitenda. Með því er stuðlað að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu. Samningur verður lagður fram til kynningar hjá Byggðarráði."
Samningur framlagður og byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri feli félagsmálastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
14. Samræmd móttaka flóttafólks
Með viðauka þessum er gildistími samningsins framlengdur um ár og rennur samningurinn því út í árslok 2025. Þá heimilar viðaukinn greiðslur fyrir þjónustu fyrir þann fjölda notenda sem vísað hafði verið til Borgarbyggðar fyrir 18. nóvember sem er umfram skilgreindan hámarksfjölda notenda sem er í samningi við Borgarbyggð. Með þessu er brugðist við gagnrýni aðildarsveitarfélaga en þó aðeins að hluta og ljóst að sveitarfélögin búa við áframhaldandi óvissu sem gæti þurft að bregðast við. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
15. Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
Lægsta tilboð er frá VBT ehf. og er um að ræða frávikstilboð sem felur í sér plægingu á raflögn. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka frávikstilboði lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
16. Reglur um tölvupóst og netnotkun starfsfólks
Samþykkt samhljóða "
Samþykkt samhljóða
17. Verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að verklagsreglum um viðauka við fjárhagsáætlun, felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
18. Grenihlíð 3 Varmalandi - stækkun lóðar - fyrirspurn
Framlagt og byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
19. Rammasamningar 2024
Rammasamningar um kaup á hreinlætisvörum (RK09) og skrifstofuvörur og prentun (RK02) eru komnir til endurnýjunar. Byggðarráð samþykkir að Borgarbyggð haldi áfram að vera aðili að samningunum. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
20. Hraunsás III - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - 204514
Samþykkt samhljóða."
Samþykkt samhljóða
21. Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga
Afgreiðsla velferðarnefndar frá fundi nr. 155: "Viðauki við samning um barnaverndarþjónustu fór til rýningar hjá innviðaráðuneyti. Búið er að bregðast við þeim athugasemdum sem þar komu. Lagt er til að barnaverndarþjónusta Vesturlands fari í aðra umræðu hjá sveitastjórn.
Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti með viðauka við samning Hvalfjarðarsveitar um rekstur sameiginlegrar barnaverndarþjónustu með áorðnum breytingum og vísar til seinni umræðu í sveitastjórn. Með viðauka þessum bætast sveitarfélögin Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Með þessari sameiningu næst að uppfylla skilyrði um lágmarks íbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu, auk þess sem fagþekking innan hópsins eykst."
Samþykkt samhljóða
22. Byggðarráð Borgarbyggðar - 689
22.1
Samningur framlagður og byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri feli félagsmálastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.
22.2
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Þrastarflöt 8 á Hvanneyri til Gísla Þórs Ásbjörnssonar og Helenar Óskar Gísladóttur.Samþykkt samhljóða.
22.3
Endurskoðun á þjóðlendukröfum hefur borið þann árangur að talsvert hefur fækkað þeim eyjum og skerjum sem nú falla undir kröfur ríkisins. Landeigendur og ábúendur víða í sveitarfélaginu eru eigi að síður nú að skoða stöðu sína gagnvart kröfum ríkisins. Borgarbyggð felur sveitarstjóra að kanna áhrif krafnanna á sveitarfélagið og efna til samtals við landeigendur sem kröfur ríkisins hafa áhrif á. Samþykkt samhljóða.
22.4
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Melabraut 2a á Hvanneyri til Arnars Hólmarssonar f.h. Arnars rafvirkja ehf.Samþykkt samhljóða.
22.5
Framlagt.
22.6
Framlagt.
22.7
Framlagt.
22.8
Framlagt.
22.9
Byggðarráð tekur vel í erindi Björgunarsveitarinnar Brákar og tekur undir að tímabært er að ljúka við gatnagerð við Fitjar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kostnaðarmeta og í framhaldinu verður skoðað svigrúm innan fjárfestingaráætlunar 2025-2028.Samþykkt samhljóða.
22.10
Opnunarskýrsla framlögð og sveitarstjóra falið að yfirfara tilboð og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.
22.11
Drög að svari framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og senda formanni stjórnar foreldrafélagsins.Samþykkt samhljóða.
22.12
Farið yfir gjaldskrár sveitarfélagsins en við fyrri umræðu var miðað við nokkuð almenna 3,9% hækkun gjaldskrár. Það kann að taka breytingum og verður vinnu við gjaldskrár haldið áfram. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri í málefnum flóttamanna komu á fundinn undir þessum lið og og ræddu hvernig bregðast mætti við því ríkið væri hætt að greiða akstursþjónustu fyrir flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd milli Borgarness og Bifrastar. Byggðarráð samþykkir að þeirri vinnu verði haldið áfram.Samþykkt samhljóða.
22.13
Farið yfir fyrirkomulag rammasamninga og þau lög, reglur og samþykktir sem um þau gilda og lagt fram minnisblað um málið. Jafnframt rætt um beinan og óbeinan ávinning af kaupum á vörum og þjónustu í gegnum rammasamning. Ennfremur rætt um mikilvægi þess ávinningur og kostnaður sé metinn með breiðum hætti og tekið tillit til fyrirhafnar, tímaramma, þjónustu og annarra óbeinna áhrifa. Öll endurnýjun rammasamninga verður hér eftir sem áður tekin til umræðu og ákveðin af byggðarráði.Samþykkt samhljóða.
22.14
Ályktun framlögð. Byggðarráð þakkar kennurum í Borgarbyggð fyrir góðan og upplýsandi fund dags. 13. nóvember síðast liðinn en áréttar að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fer með umboð frá sveitarfélaginu til samninga við félaga í Kennarasambandi Íslands. Það er von byggðarráðs að farsæl lausn finnist sem fyrst í deilunni.
22.15
Kynnt vinna sem nú er hafin við húsnæðisáætlun 2025 og sveitarstjóra falið að halda henni áfram í samræmi við umræðu á fundi.Samþykkt samhljóða.
22.16
Byggðarráð þakkar fyrir gott samtal um stöðu golfklúbbsins. Starf klúbbsins og völlurinn að Hamri eru til fyrirmyndar og hafa mikil og góð áhrif á samfélag og gesti í Borgarbyggð. Á árinu 2024 veitti Borgarbyggð golfklúbbnum 6,0 m.kr. rekstrarstyrk vegna aðstæðna. Byggðarráð mun taka beiðni klúbbsins til skoðunar og felur sveitarstjóra að vinna áfram. Samþykkt samhljóða.
22.17
Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi er orðinn mikilvægur partur af jólaundirbúningi íbúa í sveitarfélaginu. Líkt og undanfarin ár samþykkir byggðarráð styrkbeiðnina, að þessu sinni að fjárhæð kr. 350.000,- en hún rúmast innan fjárheimilda ársins.Samþykkt samhljóða.
22.18
Byggðarráð hefur verulegar áhyggjur af því að kostnaðaraðhald í vetrarþjónustu af hálfu Vegagerðarinnar bitni á þjónustu í sveitarfélaginu og víðar á Vesturlandi. Öryggi, mannlíf og atvinna getur oltið á því að starfsfólk Vegagerðarinnar á svæðinu hafi sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum. Byggðarráð er sannfært um að samfélagslegur og þjóðhagslegur ávinningur af vetrarþjónustu, sem leyfir að brugðist sé við mismunandi aðstæðum, er verulega umfram þann kostnað sem kemur fram í bókhaldi Vegagerðarinnar.Thelma Dögg Harðardóttir fór af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
22.19
Byggðarráð samþykkir að úthluta Óskari Sigvaldasyni fyrir hönd félagsins Bröyt ehf. lóðunum Vallarás 16, 16a, 16b og 16c í Borgarnesi.Samþykkt samhljóða.
23. Byggðarráð Borgarbyggðar - 690
23.1
Á árunum 2008-2013 stóð yfir tímabundið átaksverkefni um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Borgarbyggð og voru samþykktar viðmiðunarreglur vegna þess. Eftir að átakið rann sitt skeið hefur sveitarfélagið eigi að síður samþykkt að greiða fyrir uppsetningu á lýsingu á einstaka lögbýlum á grundvelli reglnanna rúmist það innan fjárheimilda yfirstandandi árs. Nú er unnið að setningu nýrra reglna á vettvangi umhverfis- og landbúnaðarnefndar og í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun er ráðgert að ákvarða sérstaklega fjárheimildir vegna verkefnisins. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að það samræmist þeim viðmiðum sem farið hefur verið eftir og fjárheimildum ársins 2025.Samþykkt samhljóða.
23.2
Framlagt.
23.3
Framlagt.
23.4
Framlagt.
23.5
Framlagt.
23.6
Erindi framlagt og sveitarstjóra falið að eiga samtal við Golfklúbb Borgarness um erindið.Samþykkt samhljóða.EÓT vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
23.7
Framlagt og byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni Þróunarfélagsins og gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025.Samþykkt samhljóða.
23.8
Drög að samþykktum framlögð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.
23.9
Framlagt.
23.10
Framlagt.
23.11
Með viðauka þessum er gildistími samningsins framlengdur um ár og rennur samningurinn því út í árslok 2025. Þá heimilar viðaukinn greiðslur fyrir þjónustu fyrir þann fjölda notenda sem vísað hafði verið til Borgarbyggðar fyrir 18. nóvember sem er umfram skilgreindan hámarksfjölda notenda sem er í samningi við Borgarbyggð. Með þessu er brugðist við gagnrýni aðildarsveitarfélaga en þó aðeins að hluta og ljóst að sveitarfélögin búa við áframhaldandi óvissu sem gæti þurft að bregðast við. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
23.12
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2025. Samþykkt að vísa gjaldskrá fyrir safnahús til næsta fundar byggðarráðs. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri fóru yfir hugmyndir um akstursþjónustu við Bifröst sbr. afgreiðslu fundar byggðaráðs nr. 689. Byggðarráð tekur vel í hugmyndirnar og óskar eftir því að þær verði unnar áfram.Samþykkt samhljóða.HIG og EBK fóru af fundi.
23.13
Farið yfir rekstur Borgarbyggðar í október og fyrstu tíu mánuði ársins ásamt yfirferð um framkvæmdir.
23.14
Leikskólinn Hraunborg hefur flutt starfsemi sína frá Bifröst í nýuppgert húsnæði í Varmalandsskóla. Á fundinum var farið yfir stöðu og þróun framkvæmdahluta verkefnisins. Farið yfir fyrirsjáanleg og ófyrirsjáanleg aukaverk sem upp komu á framkvæmdatíma. Byggðarráð vísar til þess að gerður verði viðauki við framkvæmdaáætlun til samræmis við þróun kostnaðar.Samþykkt samhljóða.KLL og EÓ fóru af fundi.
23.15
Kostnaðaráætlun og greinargerð lögð fram. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram. Ljóst er að miklu gæti munað í kostnaði hvaða útfærsla verður fyrir valinu.Samþykkt samhljóða.
23.16
Í erindi blakdeildar Hvannar og Njóla er óskað eftir því að teknar verði til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu tillögur annars vegar um að bæta lýsingu í íþróttasalnum á Varmalandi og hins vegar um úrbætur á gólfi íþróttahússins að Kleppjárnsreykjum.Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til áætlunar um viðhald á íþróttamannvirkjum sem fellur undir eignasjóð og forgangsröðunar sem þar fer fram.Samþykkt samhljóða.
23.17
Lægsta tilboð er frá VBT ehf. og er um að ræða frávikstilboð sem felur í sér plægingu á raflögn. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka frávikstilboði lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.Samþykkt samhljóða.LBÁ fór af fundi.Hlé gert á fundi kl. 10.50 þar sem fundarfólk fylgdist í gegnum fjarfundarbúnað með opnun tilboða í alútboði fyrir fjölnota knatthús.
23.18
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Fjóluklettur 14 í Borgarnesi til Tekta ehf. í samræmi við framlagða umsókn.Samþykkt samhljóða.
24. Byggðarráð Borgarbyggðar - 691
24.1
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og fjárfestingarramma 2025-2028 til seinni umræðu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.
24.2
Byggðarráð samþykkir ákvörðun byggingarnefndar viðbyggingar við leikskólann Ugluklett um að taka tilboði Eflu í verkefnastjórnun og eftirlit með hönnun. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG).
24.3
Byggðarráð samþykkir að gildandi samningur við Íslenska gámafélagið verði framlengdur til 1. maí næst komandi.Samþykkt samhljóða.
24.4
Rammasamningar um kaup á hreinlætisvörum (RK09) og skrifstofuvörur og prentun (RK02) eru komnir til endurnýjunar. Byggðarráð samþykkir að Borgarbyggð haldi áfram að vera aðili að samningunum. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.
24.5
Veitur, dótturfélag Orkuveitunnar, reka hitaveitu í Borgarbyggð sem þjónustar bróðurpart heimila og atvinnulífs í sveitarfélaginu. Borgarbyggð á 0,93% hlut í Orkuveitunni. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið eiga mikið undir því að starfsemi Veitna gangi vel og að félagið sé í stakk búið til að sinna þörfum vaxandi samfélags. Byggðarráð styður eindregið þá stefnu Veitna að setja kraft í rannsóknir, stækkun forða og uppbyggingu veitukerfis. Fyrr á þessu ári fóru fram rannsóknaboranir í landi Borgar á Mýrum og í Borgarnesi. Það er ánægjulegt að þeim verði fylgt eftir með frekari borunum. Byggðarráð leyfir sér að binda hóflegar væntingar við að sú vinna skili jákvæðum niðurstöðum en mikilvægt er að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og kostur er. Á teikniborðinu er veruleg uppbygging í Borgarbyggð og hafa þær fyrirætlanir verið kynntar fyrir Veitum.
24.6
Fundargerð framlögð.
24.7
Framlagðar til umræðu í byggðarráði gjaldskrár vegna fasteignaskatta og lóðarleigu, um meðhöndlun úrgangs, tæmingu rotþróa, söfnun og eyðingu dýraleifa, hunda- og kattahald í þéttbýli, ljósleiðara, gjaldskrár leikskóla, gjaldskrár vatnsveitna Hraunhrepps og Álftaneshrepps, tónlistarskóla, slökkvitækjaþjónustu, Slökkviliðs Borgarbyggðar, safnahúss, gjaldskrá fyrir ljósritun, frístundastarf í Borgarbyggð, gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2025 og gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs. Gjaldskrár samþykktar með áorðnum breytingum og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.
24.8
Lögð fram eftirfarandi tillaga sveitarstjóra: Borgarbyggð á 57,95% eignarhlut í félaginu Reiðhöllin Vindási ehf. en tilgangur þess er eignarhald og rekstur reiðhallar í Borgarnesi. Fyrir liggur teikning og kostnaðaráætlun. Byggðarráð tók á fundi sínum nr. 688 vel í það erindi að Borgarbyggð tæki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Lagt til við sveitarstjórn að Borgarbyggð greiði framlag til Reiðhallarinnar í samræmi við eignarhlut og að greiðsluflæði verði í takti við framgang verksins með fyrirvara um samsvarandi þátttöku annarra eigenda. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024.Samþykkt samhljóða.
24.9
Framlagður viðauki VII við fjárhagsáætlun 2024. Í honum felst tilfærsla á kostnaði vegna viðhalds þar sem 10 m.kr. færast yfir á skólahúsnæði en á móti lækkar viðhaldskostnaður á öðru húsnæði um sömu fjárhæð. Þá hækkar liðurinn styrkir til íþróttamála um 6 m.kr. vegna framlags til viðbyggingar við Reiðhöllina. Samanlögð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins neikvæð um 6 m.kr. Framkvæmdaáætlun vegna framkvæmda við GBF á Varmalandi hækkuð um 40 m.kr. vegna hækkunar á kostnaði við endurnýjunar á pípulögnum og magntölubreytingar ofl. en lækkun framlags til endurnýjunar í Grunnskólanum í Borgarnesi um samsvarandi fjárhæð.Samþykkt samhljóða.
24.10
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að verklagsreglum um viðauka við fjárhagsáætlun, felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.Samþykkt samhljóða.
24.11
Byggðarráð tekur vel í framlögð drög að samningi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi vísa til sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.
24.12
Byggðarráð samþykkir framlögð uppfærð drög að samþykktum fyrir óstofnað félag Nemendagarða MB hses. Samkvæmt 6. gr. samþykkta og 7. gr. laga um almennar íbúðiðr þá tilnefnir Borgarbyggð fimm fulltrúa í fulltrúaráð félagsins. Vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar en á næsta fundi sveitarstjórnar verður jafnframt gerð tillaga um fulltrúa sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
24.13
Framlagt opnunaryfirlit og áætlun um greiðsluflæði. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. á grundvelli tilboðsins með fyrirvara um að allir skilmálar séu uppfylltir og kærufrestur liðinn.Áætlun um greiðsluflæði vísað til vinnu við fjárfestingarramma sveitarfélagsins 2025-2028.Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG).
24.14
Framlagt og byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
25. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 71
25.1
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.Samþykkt samhljóða.
25.2
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna áður en afstaða er tekin til fyrirspurnarinnar.Samþykkt samhljóða.
25.3
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, synjar ósk málsaðila um að falla frá grenndarkynningu og óskar eftir að viðeigandi gögn verði send sveitarfélaginu til grenndarkynningar.Samþykkt samhljóða.
25.4
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta gjaldskrárnar með áorðnum breytingum.Samþykkt samhljóða.
25.5
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrú nr. 44 þann 4.11.2024
25.6
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrú nr. 45 þann 20.11.2024
25.7
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 235 þann 21.11.2024
25.8
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar með þeim fyrivara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu sem liggur deiliskipulaginu til grundvallar til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15.10.2024 ásamt drögum að eldvarnar- og rýmingarkorti. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málsaðili leggi fram tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda í greinagerð deiliskipulagsins.Samþykkt samhljóða.
25.9
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við málsaðila að leggja fram frekari rökstuðning og áætlun um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu í heild sinni sem fellur undir núverandi og áætlaða starfsemi Drop inn ehf. áður en afstaða verður tekin til fyrirspurnarinnar.Samþykkt samhljóða.
25.10
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkominni framkvæmdarleyfisumsókn á grundvelli þess að 104 ha séu á mjög góðu og samfelldu ræktanlegu landi sem haldið skal til haga til matvæla- og fóðurframleiðslu skv. aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Nefndin sér ekkert athugavert við að landeigandi sæki um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins fyrir skógrækt á reit 2 og 3 sbr. framlögð gögn.Samþykkt samhljóða.
25.11
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin felur skipulagsdeild að finna aðra staðsetningu fyrir skýlið með vísan í athugasemd sem barst á grenndarkynningartíma. Skipulagsfulltrúa er falið að svara framkominni athugasemd.Samþykkt samhljóða.
25.12
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar landeiganda uppskiptingu jarðarinnar Árbær (lnr. 135917) með vísan til framlagðra gagna þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðirnar í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
25.13
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, synjar beiðni lóðarhafa um breytingu á byggingarreit með vísan í kafla 9.7 Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga í byggingarreglugerð nr. 112/2012.Samþykkt samhljóða.
25.14
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að skila þurfi inn áliti landbúnaðarráðunautar um gæði landbúnaðarlandsins og umsögn frá skógræktarráðunauti Lands og skógar vegna samningsbundinnar skógræktar sem er innan afmörkunar fyrirhugaðrar stækkunar.Samþykkt samhljóða.
25.15
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Húsfélagi Borgarbrautar 57 fyrir erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir að sett verði gangbraut yfir Borgarbraut skv. gildandi deiliskipulagi.Samþykkt samhljóða.
26. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 155
26.1
Velferðarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá. Lagt er til að gjaldskráin verði rýnd að sex mánuðum liðnum vegna breytinga á akstursþjónustu. Samþykkt samhljóða.
26.2
Lagt fram til kynningar.
26.3
Velferðarnefnd leggur til við Byggðarráð að Stígamót fái styrk með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár.
26.4
Velferðarnefnd telur mikilvægt að gætt sé að öryggisatriðum en tekur ekki afstöðu til umsóknarinnar. Erindinu er vísað til afgreiðslu í Byggðarráði.
26.5
Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti með viðauka við samning Hvalfjarðarsveitar um rekstur sameiginlegrar barnaverndarþjónustu með áorðnum breytingum og vísar til seinni umræðu í sveitastjórn. Með viðauka þessum bætast sveitarfélögin Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Með þessari sameiningu næst að uppfylla skilyrði um lágmarks íbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu, auk þess sem fagþekking innan hópsins eykst.
27. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 71
27.1
Umræða um þá liði fjárhagsáætlunar sem snúa sérstaklega að umhverfis- og landbúnaðarmálum. Nefndin leggur til að sundurliðun á götulýsingu í fjárhagsáætlun verði þannig að gert verði ráð fyrir kostnaðarlið við uppsetningu á nýjum staurum í dreifbýli.Nefndin leggur til við byggðarráð að lagt verði mat á kostnað og ábata af því að aukinn kraftur verði settur í led-væðingu í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að ef ákveðið verður að ráðast í átak þá verði það sérstaklega sundurliðað á fjárhagsáætlun.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að auka framlag til refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu.Samþykkt samhljóða.
27.2
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá fyrir söfnun, dýraleifa, móttöku og flokkun sorps hækki um 3,9%. Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá hunda og katta ásamt gjaldskrá fyrir geymslusvæði gáma haldist óbreytt.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá fyrir vatnsveitur hækki um 3,9% og gerð verði gjaldskrá fyrir vatnsveituna á Varmalandi.Um þjónustugjöld er að ræða sem skulu standa undir kostnaði við þjónustuna. Tillögum að ofangreindum gjaldskrám er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
27.3
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna reglur um uppsetningu ljósastaura í dreifbýli í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.Samþykkt samhljóða.
27.4
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að vinna að útboðsgögnum.Samþykkt samhljóða.
27.5
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að vinna að verðfyrirspurnargögnum. Samþykkt samhljóða.
28. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 72
28.1
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vill þakka gestum fundarins fyrir góðar umræður. Eftir yfirlegu á skýrslu og samtal við veiðimenn er ljóst að svigrúm er til að fjölga þeim dýrum sem greitt er fyrir.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hækka fjárhagsliðinn vegna refa- og minkaeyðingar um 2 milljónir. Nefndin felur starfsmanni að fullvinna drög að samningum við veiðimenn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.Samþykkt samhljóða.
28.2
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir umsókn um bæjarskilti.Samþykkt samhljóða.
29. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 237
29.1
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað. Lagt er til að sviðsstjóri fjölskyldusviðs komi á næsta fund með nokkrar sviðssmyndir fyrir breytingar á umgjörð leikskóla sem fræðslunefnd getur mátað sig við á næsta fundi fræðslunefndar.
29.2
Lagt fram til kynningar. Tillaga fyrir fyrstu umræðu í fjárhagsáætlun fyrir fræðslusvið og Æskulýðs- og íþróttamál er kynntar fyrir nefndinni.
29.3
Samþykktar eru breytingar á skóladagatali fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar.Samþykkt samhljóða.
29.4
Umræður um gjaldskrár. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að koma með hugmyndir að breytingum fyrir næsta fund fræðslunefndar.
29.5
Lagt fram til kynningar.
29.6
Sigfríður skólastjóri kemur til fundarins og kynnir starfsemi Listaskóla Borgarfjarðar. Nefndin þakkar fyrir góða kynningu og það glæsilega starf sem er búið að þróast í skólanum. Nefndinn gerir það að tillögu sinni að nafni skólans verði breytt hér eftir og verði skólinn nefndur Listaskóli Borgarfjarðar. Samþykkt samhljóða.
29.7
Fræðslunefnd þakkar fyrir bréfin. Fulltrúar úr fræðslunefnd munu funda með fulltrúum foreldra og fara yfir málið. Ljóst er að erfitt er fyrir sveitarfélagið að mæta þessum kröfum en vilji er til að hlusta og reyna að finna lausnir. Samþykkt samhljóða.
29.8
Lagt fram til kynningar.
29.9
30. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 238
30.1
Umræður um reglurnar. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúi yfirfara reglurnar og koma með tillögu fyrir næsta fund. Samþykkt samhljóða.
30.2
Gjaldskrár fyrir Listaskóla og Íþróttamiðstöðvar eru lagðar fram og vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.Samþykkt samhljóða.
30.3
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúi fara yfir minnisblað. Fræðslunefnd sér ekki fram á að auka við núverandi tómstundaakstur. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að hafa samband við forsvarsmenn erindanna og fara yfir sjónarmið fræðslunefndar.Samþykkt samhljóða.
31. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar - 35
31.1
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að starfsmaður nefndarinnar komi með tillögu að samræmingu álagningu fjallskila og framlagi úr Aðalsjóði.Hver fjallskilasjóður verður með sinn efnahagsreikning héðan í frá en fjallskilasjóðir verða áfram gerðir upp sem eitt B-hlutafélag.Samþykkt samhljóða.
31.2
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að hver og ein fjallskilanefnd taki saman uppfærða afréttaskrá og skili inn til starfsmanns nefndarinnar og í kjölfarið verður samræmt verklag varðandi innheimtu fjallskilagjalda.Samþykkt samhljóða.
31.3
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingartillögur.Samþykkt samhljóða.