Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

72. fundur

10. desember 2024 kl. 08:00 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson boðaði forföll og Davíð Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Logi Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála

Dagskrá

1. Refa- og minkaeyðing 2024
2406035

Fundur með refa- og minkaskyttum.

Til fundarins mættu Snorri Jóhannesson, Gunnar Magnússon, Einar Ólafsson, Birgir Hauksson og Guðmundur Símonarson.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vill þakka gestum fundarins fyrir góðar umræður. Eftir yfirlegu á skýrslu og samtal við veiðimenn er ljóst að svigrúm er til að fjölga þeim dýrum sem greitt er fyrir.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hækka fjárhagsliðinn vegna refa- og minkaeyðingar um 2 milljónir.



Nefndin felur starfsmanni að fullvinna drög að samningum við veiðimenn og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.



Samþykkt samhljóða.



2. Umóknir um bæjarskilti 2024
2412022

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd tekur fyrir umsókn um bæjarskilti.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir umsókn um bæjarskilti.



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 10:30