Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

46. fundur

10. desember 2024 kl. 13:00 - 12:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Drífa Gústafsdóttir -

Starfsmenn

Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Þóra Margrét Júlíusdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Hrossastapar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2406207

Á 42. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.10.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 43,7fm bogaskemmur á landi Hrossastapa 2 lnr. 219666. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 21. október til og með 19. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



2. Klettaháls 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2408200

Á 41. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 1.10.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 129,7fm sumarhúsi á einni hæð á Klettahálsi 1 (lnr. 220995) í landi Ánabrekku. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 8. október til og með 20. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



3. Borgarbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2406241

Á 42. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.10.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á 10fm skála á svölum 2h Borgarbyggðar 14 (lnr. 135463). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 21. október til og með 19. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



4. Borgaland 134873 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
2411041

Lögð er fram umsókn fh. Orkunnar IS ehf. dags. 11.11.2024 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu á fjórum rafhleðslustöðvum Orkunnar á lóð Baulu, Borgarlandi (lnr. 134873). Áður voru tvær rafhleðslustöðvar á lóðinni frá Orku náttúrunnar (ON) en þær hafa verið fjarlægðar. Einnig er sett upp 14,9fm töfluhús við hlið spennistöðvar RARIKS.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjórum rafhleðslustöðvum og á töfluhúsi á lóð Baulu, Borgarlandi. Ef farið verður í frekari uppbyggingu þarf að deiliskipuleggja lóðina.



5. Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2411045

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 54,4fm stækkun á þegar byggðum sumarbústað á lóðinni Birkilundur 3 (lnr. 134547). Sumarbústaður er nú 51,4fm að stærð og verður því 105,8fm eftir stækkun. Ekkert deiliskipulag er af svæðinu. Lóðin er skilgreind sumarbústaðalóð í Frístundabyggð Húsafells 2 og 3 (F127).

Skipulagsfulltrúi vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd.



6. Borgarbraut 55_Breyting á deiliskipulagi
2408235

Breyting á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59 er á við um Borgarbraut 55 hefur verið auglýst samkvæmt 41. gr. skiplagslaga 123/2010. Kynningartími var frá 16.10.2024-27.11.2024 og óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum á kynningartíma.

Lagður er fram uppdráttur og greinargerð dags. 28.8.2024 br. 2.12.2024.

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 42. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 12:00