Umhverfis- og landbúnaðarnefnd
71. fundur
5. desember 2024 kl. 13:00 - 15:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson boðaði forföll og Davíð Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Logi Sigurðsson - áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2025 - umhverfis- og landbúnaðardeild
2409299
Umhverfis- og landbúnaðardeild fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs.
Umræða um þá liði fjárhagsáætlunar sem snúa sérstaklega að umhverfis- og landbúnaðarmálum. Nefndin leggur til að sundurliðun á götulýsingu í fjárhagsáætlun verði þannig að gert verði ráð fyrir kostnaðarlið við uppsetningu á nýjum staurum í dreifbýli.
Nefndin leggur til við byggðarráð að lagt verði mat á kostnað og ábata af því að aukinn kraftur verði settur í led-væðingu í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að ef ákveðið verður að ráðast í átak þá verði það sérstaklega sundurliðað á fjárhagsáætlun.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd telur mikilvægt að auka framlag til refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða.
2. Gjaldskrár 2024 Umhverfis-og landbúnaðarnefnd
2411244
Framlagðar tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2024; Gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, móttöku og flokkun sorps, gjaldskrá fyrir áhaldahúsið og gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá fyrir söfnun, dýraleifa, móttöku og flokkun sorps hækki um 3,9%.
Umhverfis-og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá hunda og katta ásamt gjaldskrá fyrir geymslusvæði gáma haldist óbreytt.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að gjaldskrá fyrir vatnsveitur hækki um 3,9% og gerð verði gjaldskrá fyrir vatnsveituna á Varmalandi.
Um þjónustugjöld er að ræða sem skulu standa undir kostnaði við þjónustuna.
Tillögum að ofangreindum gjaldskrám er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
3. Ljósastaurar í dreifbýli
2401047
Lögð fram drög að samþykkt um lýsingu á lögbýlum í Borgarbyggð.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að fullvinna reglur um uppsetningu ljósastaura í dreifbýli í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
4. Snjómokstur í dreifbýli- Útboð 2025
2401233
Snjómokstur í dreifbýli, síðasti vetur samnings framundan.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að vinna að útboðsgögnum.
Samþykkt samhljóða.
5. Verðfyrirspurn v. tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmlandi
2411093
Núverandi samningur runninn út um rekstur tjaldsvæða Borgarnesi og Varmalandi. Lagt fyrir umhverfis- og landbúnaðarnefnd til að taka ákvörðun um fyrirkomulag.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd felur starfsmanni nefndar að vinna að verðfyrirspurnargögnum.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 15:30