Velferðarnefnd Borgarbyggðar

155. fundur

9. desember 2024 kl. 13:00 - 14:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður

Starfsmenn

Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri

Dagskrá

1. Gjaldskrár fjölskyldusviðs 2025
2411036

Vinna við fjárhagsáætlanagerð liggur fyrir.

Farið er yfir gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu.

Velferðarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá. Lagt er til að gjaldskráin verði rýnd að sex mánuðum liðnum vegna breytinga á akstursþjónustu. Samþykkt samhljóða.



2. Reglur á fjölskyldusviði
2405290

KPMG hefur unnið að breytingum á regluverki í velferðarþjónustu Borgarbyggðar. Lagðar eru fram reglur um fjárhagsaðstoð, reglur um sérstakan húsnæðisstuðningi og reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Einnig eru lagðar fram nýjar reglur er snúa að akstursþjónustu fyrir bæði aldraða og fatlaða.

KPMG hefur unnið að breytingum á regluverki í velferðarþjónustu Borgarbyggðar. Lagðar eru fram reglur um fjárhagsaðstoð, reglur um sérstakan húsnæðisstuðningi og reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Einnig eru lagðar fram nýjar reglur er snúa að akstursþjónustu fyrir bæði aldraða og fatlaða. Velferðarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja uppfærðar reglur. Samþykkt samhljóða.



3. Trúnaðarbók 2024
2401105

Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.



4. Umsækjendur um alþjóðlega vernd
2401036

Samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, er ljúka átti 31. desember 2024 hefur verið sagt upp. Því kemur ekki til frekari þjónustu við þann hóp af hálfu sveitarfélagsins. Allir umsækjendurnir um alþjóðlega vernd eru nú fluttir af Bifröst.

Lagt fram til kynningar.



5. Velferðarþjónusta á Vesturlandi
2311316

Fyrr á þessu ári var lagt fyrir Velferðarnefnd að áhugi væri á því stofna hóp stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi, í þeim tilgangi að koma upp öflugu teymi sem samræmir umfjöllun mála og viðbrögð við hinum ýmsu erindum, auk þess að skapa vogarafl í velferðarþjónustu á Vesturlandi. Lagt var til að hópurinn yrði undir hatti samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Velferðarnefnd er hér með upplýst um búið er að koma á slíkum samráðshópi og fyrstu fundur var haldinn 20. nóvember síðastliðinn.

Lagt fram til kynningar.



6. Ósk um fjárstuðning til Stígamóta 2025
2410279

Stígamót hafa sent sveitarfélaginu beiðni um styrk. Stígamót veitir brotaþolum og aðstandendum þeirra viðtalsþjónustu að kostnaðarlausu. Sjá meðfylgjandi beiðni.

Velferðarnefnd leggur til við Byggðarráð að Stígamót fái styrk með svipuðum hætti og hefur verið undanfarin ár.



7. Erindi frá Heilsu Hofi
1907035

Þann 30.11.24 barst erindi frá Heilsu hof um styrk til kaupa á hjartastuðtækis. Fram kemur að þar er tekið þátt í Janus Heilsueflingu og eru tæplega 40 einstaklingar sem taka þátt. Þar að auki eru í boði leikfimitímar, íþróttaskóli fyrir minnstu börnin og styrktarþjálfun með lóðum.

Velferðarnefnd telur mikilvægt að gætt sé að öryggisatriðum en tekur ekki afstöðu til umsóknarinnar. Erindinu er vísað til afgreiðslu í Byggðarráði.



8. Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga
2201148

Viðauki við samning um barnaverndarþjónustu fór til rýningar hjá innviðaráðuneyti. Búið er að bregðast við þeim athugasemdum sem þar komu. Lagt er til að barnaverndarþjónusta Vesturlands fari í aðra umræðu hjá sveitastjórn.

Velferðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti með viðauka við samning Hvalfjarðarsveitar um rekstur sameiginlegrar barnaverndarþjónustu með áorðnum breytingum og vísar til seinni umræðu í sveitastjórn. Með viðauka þessum bætast sveitarfélögin Snæfellsbær, Grundafjörður, Stykkishólmur og svo Eyja- og Miklaholtshreppur, undir forystu Borgarbyggðar sem leiðandi sveitarfélag. Með þessari sameiningu næst að uppfylla skilyrði um lágmarks íbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu, auk þess sem fagþekking innan hópsins eykst.







Fundi slitið - kl. 14:30