Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

71. fundur

6. desember 2024 kl. 09:30 - 11:50

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Logi Sigurðsson - aðalmaður
Orri Jónsson - aðalmaður
Friðrik Aspelund - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Þóra Júlíusdóttir - verkefnisstjóri
Drífa Gústafsdóttir - skipulagsfulltrúi
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir - Verkefnastjóri

Dagskrá

1. Hraunsás III - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - 204514
2404320

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsás 3 í Hálsasveit. Tilgangur breytingar er að breyta landnotkun úr frístundabyggð (F134) í verslun- og þjónustusvæði (S13). Svæðið sem breytingin tekur til er um 19ha að stærð austur af bújörðinni Hraunsás og er óbyggt, vaxið birkiskógi að hluta og nær að bökkum Hvítár um 1km ofan við Barnafoss. Fyrirhugað er að reisa allt að 25 gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar var auglýst skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24.10. til 8.11.2024. Uppdráttur og greinargerð er lögð fram þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna sem bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja til auglýsingar framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


2. Hraunsás - umsókn um deiliskipulag - 204514
2411033

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Hraunsás 3 í Hálsasveit. Deiliskipulag þetta tekur til 19ha svæðis austur af bújörðinni upp við Hvítá, ofan við Barnafoss. Fyrirhugað er að reisa 25 gistihús á 4 lóðum auk 200fm þjónustuhúss á sér lóð. Uppbygging eigi að vera í sátt við náttúru og landslag og stuðli að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu landsins sem er verðmætt vegna náttúruverndar. Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi til auglýsingar með þeim fyrivara að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytingu sem liggur deiliskipulaginu til grundvallar til auglýsingar. Lagður var fram uppdráttur og skýringaruppdráttur dags. 15.10.2024 ásamt drögum að eldvarnar- og rýmingarkorti. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málsaðili leggi fram tillögu að áfangaskiptingu framkvæmda í greinagerð deiliskipulagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


3. Mýrar - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134435
2411055

Lagt er fram bréf frá landeiganda og lóðarhafa Mýra (lnr. 134435) á Kleppjárnsreykjum dags. 09.09.2024 þar sem óskað er eftir því að breyta landnotkun úr landbúnaðarlandi í viðskipta- og þjónustulóð. Meðfylgjandi er yfirlýsing landeiganda, fylgibréf fh. Drop inn ehf. dags. 12.11.2024, greinagerð og skissa varðandi fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Mýrar er skráð sem óuppmæld jörð, nýbýli í byggð en afmörkun á kortasjá tilgreinir 7309fm lóð. Á lóðinni er 146fm einbýlishús frá árinu 1964. Í aðalskipulagi er lóðin á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Kleppjárnsreykir er skilgreint sem þéttbýli í núverandi aðalskiplagi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við málsaðila að leggja fram frekari rökstuðning og áætlun um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu í heild sinni sem fellur undir núverandi og áætlaða starfsemi Drop inn ehf. áður en afstaða verður tekin til fyrirspurnarinnar.

Samþykkt samhljóða.



4. Varmilækur (lnr. 133917)_Umsókn um skógrækt
2411061

Lögð er fram umsókn fh. landeiganda, Heartwood Afforested Land efh., dags. 14.11.2024 um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 178ha svæði innan jarðarinnar Varmilækur (lnr. 133917) í Borgarbyggð. Markmiðið er að rækta sjálfbæran síþekjuskóg til bindingar á kolefni og skapa viðanytjar ásamt fleiri gæðum skógarvistkerfis eins og sveppi. Svæðið sem um ræði séu aflögð tún, malakambar sem hafa verið græddir upp og grónar fjallshlíðar. Á uppdrætti þekja reitir 1, 2, og 3 um 187 ha svæði og áætlað er að gróðursettar verði tæplega 410.000 plöntur í heildina í þessa reiti.

Framlögð er framkvæmdaleyfisumsókn fh. landeiganda. Fyrirhugað svæði er skv. aðalskipulagi á landbúnaðarlandi. Aflögðu túnin eru rétt undir 100ha og flokkast sem mjög gott ræktanlegt land (flokkur 1). Á slíku landi er m.a. ekki heimilt að rjúfa samfellu með mannvirkjagerð, sjá töflu 2. Skilmálar fyrir landbúnaðarland í nýjum landbúnaðarkafla Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar framkominni framkvæmdarleyfisumsókn á grundvelli þess að 104 ha séu á mjög góðu og samfelldu ræktanlegu landi sem haldið skal til haga til matvæla- og fóðurframleiðslu skv. aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Nefndin sér ekkert athugavert við að landeigandi sæki um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins fyrir skógrækt á reit 2 og 3 sbr. framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


5. Túngata - umsókn um framkvæmdarleyfi - Svæði við enda götunnar
2411022

Á 44. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 4.11.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd á uppsetningu biðskýlis á Hvanneyri. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og öðrum hagsmunaaðilum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 8. nóvember til og með 7. desember. Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum á kynningartíma og ábending frá Veitum. Allir hagsmunaaðilar hafa skilað inn umsögn fyrir lok kynningartíma og er grenndarkynningartími styttur sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 og málið lagt fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin felur skipulagsdeild að finna aðra staðsetningu fyrir skýlið með vísan í athugasemd sem barst á grenndarkynningartíma. Skipulagsfulltrúa er falið að svara framkominni athugasemd.

Samþykkt samhljóða.



6. Árbær L135917 - Fyrirspurn um skipulagsmál -
2411146

Lögð er fram fyrirspurn um uppskiptingu á jörðinni Árbær (lnr. 135917) á Mýrum fh. landeigenda. Stofnaðar yrðu 6-7 lóðir á jörðinni. Árbær er syðri hluti jarðar sem var lengi skráð sem Árbær/Hvítsstaðir sem liggur milli Langár og Urriðaár á Mýrum. Jörðinni hefur nú verið skipt í tvennt, annarsvegar í Árbæ og hinsvegar Hvítsstaði. Í hinu nýja Árbæjarlandi eru þó bæði gömlu bæjarstæði Árbæjar og Hvítsstaða. Lagður er fram uppdráttur dags. 28.10.2024.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar landeiganda uppskiptingu jarðarinnar Árbær (lnr. 135917) með vísan til framlagðra gagna þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðirnar í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


7. Fjóluklettur 12 L215395 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2408207

Lögð er fram fyrirspurn fh. lóðarhafa á Fjólukletti 12 (lnr. 215395) í Borgarnesi. Lóðin er 560fm íbúðarhúsalóð á deiliskipulögðu svæði með leyfilegu nýtingarhlutfalli 0,25-0,8, í íbúðarbyggð Í12 skv. aðalskipulagi. Í deiliskipulagi er leyfilegt nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,35 á 1-2 hæðum. Fyrirhugað hús nær út fyrir byggingarreit lóðarinnar 1,1m beggja vegna. Það væru þá 1.9m að lóðamörkum en þegar er byggt timburhús á lóð nr. 10 og væru þá 4,9m á milli húsanna. Lóð nr. 14 hefur verið úthlutað.

Álit byggingarfulltrúa fylgir með erindinu.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, synjar beiðni lóðarhafa um breytingu á byggingarreit með vísan í kafla 9.7 Varnir gegn útbreiðslu elds milli bygginga í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Samþykkt samhljóða.



8. Árdalur L133819 Umsókn um aðalskipulagsbreytingu
2411261

Lögð er fram fyrirspurn fh. landeiganda Árdals (lnr. 133819) um aðalskipulagsbreytingu. Breytingin tekur til stækkunar á frístundasvæði Árdals (F46) úr <5ha í 14,6ha og eru þá 2,8ha af þeim eldri tún sem flokkast sem mjög gott ræktanlegt land skv. flokkun landbúnaðarlands. Á landi sem flokkast sem Mjög gott ræktanlegt land er ekki heimilt að rjúfa samfellu með mannvirkjagerð, sjá töflu 2. Skilmálar fyrir landbúnaðarland í nýjum landbúnaðarkafla Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022. Einnig er á stækkuðu frístundasvæði samningsbundin skógrækt. Meðfylgjandi er beiðni landeiganda og rökstuðningur dags. 28.11.2024 og uppdráttur sem sýnir stækkað frístundasvæði dags. 12.11.2024.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að skila þurfi inn áliti landbúnaðarráðunautar um gæði landbúnaðarlandsins og umsögn frá skógræktarráðunauti Lands og skógar vegna samningsbundinnar skógræktar sem er innan afmörkunar fyrirhugaðrar stækkunar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


9. Gangbraut yfir Borgarbraut - undirskriftalisti
2402022

Lögð er fram ósk Húsfélags Borgarbrautar 57 eftir að gerð verði gangstétt og gangbraut yfir Borgarbraut sunnar en skilgreind er í núverandi deiliskipulagi. Meðfylgjandi er nýjasta breyting á deiliskiplaginu dags. 9.1.2023 og skilmálar úr upprunalegu deiliskipulagi er varðar gangbraut yfir Borgarbrautina (frá árinu 2007).

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Húsfélagi Borgarbrautar 57 fyrir erindið og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir að sett verði gangbraut yfir Borgarbraut skv. gildandi deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


10. Lundarreykjadalur_Fyrirspurn um framkvæmdir vegna skógræktar
2411271

Lögð er fram fyrirspurn fh. Kolviðar - sjóðs dags. 22.11.2024 þar sem óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um fyrirhugaða skógrækt á þremur jörðum í Lundarreykjadal. Jarðirnar eru Reynibrekka, Ingunnarstaðir og England. Hjálögð eru drög að framkvæmdaleyfi og áætlun jarðanna þriggja. Fyrir Iðunnarstaðir væri skógræktarsvæðið 185,5ha, England 168,2ha og Reynibrekku 80,19ha.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna áður en afstaða er tekin til fyrirspurnarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


11. Fauskás 3 - umsókn um deiliskipulag - F2334325
2407181

Lögð er fram ósk eiganda frístundalóðar Fauskás 3 (lnr. 205405) um að vikið verði frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi. Í skipulagi er tiltekin mænistefna á húsum en fyrirhugað sé að breyta mænistefnu frístundahúss á lóðinni.

Lagt er fram bréf lóðareiganda ódags., drög af uppdrætti dags. 12.7.2024 og aðaluppdrættir dags. 1.12.2023.

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, synjar ósk málsaðila um að falla frá grenndarkynningu og óskar eftir að viðeigandi gögn verði send sveitarfélaginu til grenndarkynningar.

Samþykkt samhljóða.



12. Gjaldskrár 2025
2412008

Lagðar eru fram gjaldskrár skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og gatnagerðargjalda til umræðu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta gjaldskrárnar með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.



13. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44
2411005F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrú nr. 44 þann 4.11.2024

13.1
2405001
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Lambhús
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.2
2408189
Mávaklettur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.3
2201140
Draumaland L231301 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.4
2407069
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Svöluklettur 3
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.5
2409332
Birkilundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir landeigendum frístundasvæðis og sumarbústaðaeigendum Birkilundar 5, 6, 7, 9, 18 og 20.

13.6
2410096
Birkilundur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir landeiganda frístundasvæðis og sumarbústaðaeigendum Birkilundar 1, 3, 4, 22 og 24.

13.7
2410287
Baula Borgarlandi (lnr. 134873)_Fyrirspurn um skipulagsmál
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið og leyfir endurnýjun á þeim stöðvum sem þegar voru til staðar án framkvæmdaleyfis. Ef að fara á í frekari uppbyggingu á svæðinu þarf að deiliskipuleggja svæðið áður.

13.8
2411022
Túngata - umsókn um framkvæmdarleyfi - Svæði við enda götunnar ( sjá mynd)
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 44

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á biðskýli á Hvanneyri að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum í gegnum skipulagsgátt fyrir fasteignaeigendum Túngötu 15 og 16.



14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45
2411017F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrú nr. 45 þann 20.11.2024

14.1
2410249
Svignaskarð Daníelslundur - umsókn um framkvæmdarleyfi -
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, telur að fyrirhuguð framkvæmd sem á við um lagfæringu eldri stíga sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.

14.2
2407099
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Mávaklettur 10
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir fasteignaeigendum Mávakletts 9, 11 og 12 og Súlukletti 6.Skipulagsfulltrúi bendir á að nýtingarhlutfall svæðis Í9 verður endurskoðað í nýju aðalskipulagi þar sem nýtingarhlutfall mun endurspegla betur þær byggingarheimildir sem þegar hafa verið gefnar á svæðinu.

14.3
2411051
Varmalækur - umsókn um stofnun lóða - 133917
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45

Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 66.383 fm lóð, Hásnagi, úr upprunalandinu Varmalækur lnr. 133917 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunina sumarhúsalóð. Skipulagsfulltrúi bendir á að athuga þurfi hvort austari vegtenging inn á lóðina samræmist reglum Vegagerðarinnar.



15. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235
2411018F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 235 þann 21.11.2024

15.1
2309058
Hæll L134412 - Umsókn um stöðuleyfi_Vindmælir
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235

Samþykkt

15.2
2411024
Iðunnarstaðir 134341 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235

Gera þarf betur grein fyrir brunavörnum milli húsa.Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

15.3
2411023
Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Brúartorg 8
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

15.4
2411045
Birkilundur 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235

Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynnaByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.

15.5
2411090
Umsókn um stöðuleyfi_Lækjarvegur 11
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 235

Samþykkt



Fundi slitið - kl. 11:50