Byggðarráð Borgarbyggðar

691. fundur

5. desember 2024 kl. 08:15 - 12:00

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir - varaformaður
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Eiríkur Ólafsson -
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2025
2407054

Umræða um fjárhagsáætlun 2025 og undirbúningur vegna seinni umræðu sem fram fer í sveitarstjórn 12. desember n.k. Farið yfir helstu breytingar á fjárhagsætlun í samræmi við umræðu í byggðarráði, á vinnufundum sveitarstjórnar og aðra þróun.

Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 og fjárfestingarramma 2025-2028 til seinni umræðu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.



2. Gjaldskrár 2025
2412008

Lagðar fram gjaldskrár vegna starfsemi Borgarbyggðar 2025. Hlöðver Ingi Gunnarsson, Erla Björg Kristjánsdóttir og Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir gjaldskrár fjölskyldusviðs.

Framlagðar til umræðu í byggðarráði gjaldskrár vegna fasteignaskatta og lóðarleigu, um meðhöndlun úrgangs, tæmingu rotþróa, söfnun og eyðingu dýraleifa, hunda- og kattahald í þéttbýli, ljósleiðara, gjaldskrár leikskóla, gjaldskrár vatnsveitna Hraunhrepps og Álftaneshrepps, tónlistarskóla, slökkvitækjaþjónustu, Slökkviliðs Borgarbyggðar, safnahúss, gjaldskrá fyrir ljósritun, frístundastarf í Borgarbyggð, gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2025 og gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs. Gjaldskrár samþykktar með áorðnum breytingum og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.



3. Tillaga um endurbætur á reiðhöllinni - anddyri
2411003

Afgreiðsla frá 688. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í erindinu að bygging anddyris er til þess fallin að bæta verulega aðgengi og þar með nýtingu hússins fyrir hestamenn og aðra. Hestamennska er bæði mikilvæg afþreying og ekki síður atvinnugrein í Borgarbyggð og framundan fjórðungsmót vestlenskra hestamanna í júlí 2025. Byggðarráð tekur því vel í það erindi að Borgarbyggð taki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Sveitarstjóra falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um að gera ráð fyrir þátttöku sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða."

Lögð fram eftirfarandi tillaga sveitarstjóra: Borgarbyggð á 57,95% eignarhlut í félaginu Reiðhöllin Vindási ehf. en tilgangur þess er eignarhald og rekstur reiðhallar í Borgarnesi. Fyrir liggur teikning og kostnaðaráætlun.

Byggðarráð tók á fundi sínum nr. 688 vel í það erindi að Borgarbyggð tæki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Lagt til við sveitarstjórn að Borgarbyggð greiði framlag til Reiðhallarinnar í samræmi við eignarhlut og að greiðsluflæði verði í takti við framgang verksins með fyrirvara um samsvarandi þátttöku annarra eigenda. Gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2024.



Samþykkt samhljóða.



4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
2401306

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Framlagður viðauki VII við fjárhagsáætlun 2024. Í honum felst tilfærsla á kostnaði vegna viðhalds þar sem 10 m.kr. færast yfir á skólahúsnæði en á móti lækkar viðhaldskostnaður á öðru húsnæði um sömu fjárhæð. Þá hækkar liðurinn styrkir til íþróttamála um 6 m.kr. vegna framlags til viðbyggingar við Reiðhöllina. Samanlögð áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins neikvæð um 6 m.kr. Framkvæmdaáætlun vegna framkvæmda við GBF á Varmalandi hækkuð um 40 m.kr. vegna hækkunar á kostnaði við endurnýjunar á pípulögnum og magntölubreytingar ofl. en lækkun framlags til endurnýjunar í Grunnskólanum í Borgarnesi um samsvarandi fjárhæð.



Samþykkt samhljóða.









5. Verklagsreglur vegna viðauka fjárhagsáætlunar
2412003

Framlagðar verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlun.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að verklagsreglum um viðauka við fjárhagsáætlun, felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi og vísar til sveitarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.



Samþykkt samhljóða.



6. Hitaveita Varmalands
2112004

Framlagður samningur um jarðhitaréttindi milli Borgarbyggðar og Laugalands hf. en hann fjallar um kaup og sölu á heitu vatni og úrlausnarfarveg ágreinings um jarðhitaréttindi úr borholu í landi Laugalands.

Byggðarráð tekur vel í framlögð drög að samningi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna í samræmi við umræðu á fundi vísa til sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.



7. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
2406016

Í samræmi við afgreiðslu frá fundi byggðarráðs nr. 690 hefur vinnu verið fram haldið við samþykktir fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignarstofnun um Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar. Uppfærð drög lögð fyrir byggðarráð.

Byggðarráð samþykkir framlögð uppfærð drög að samþykktum fyrir óstofnað félag Nemendagarða MB hses. Samkvæmt 6. gr. samþykkta og 7. gr. laga um almennar íbúðiðr þá tilnefnir Borgarbyggð fimm fulltrúa í fulltrúaráð félagsins. Vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar en á næsta fundi sveitarstjórnar verður jafnframt gerð tillaga um fulltrúa sveitarfélagsins.



Samþykkt samhljóða.





8. Fjölnota íþróttahús - Knatthús
2303105

Lögð fram áætlun um greiðsluflæði vegna byggingar á fjölnota íþróttahúsi, knatthúsi. Einnig lögð fram tilkynning um val á tilboði.

Framlagt opnunaryfirlit og áætlun um greiðsluflæði. Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Ístak hf. á grundvelli tilboðsins með fyrirvara um að allir skilmálar séu uppfylltir og kærufrestur liðinn.



Áætlun um greiðsluflæði vísað til vinnu við fjárfestingarramma sveitarfélagsins 2025-2028.



Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS, GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG).



9. Grenihlíð 3 Varmalandi - stækkun lóðar - fyrirspurn
2302057

Framlagður samningur um sölu á landspildu til stækkunar á lóðinni Grenihlíð 3 á Varmalandi. Jafnframt lagt fram lóðablað og verðmat fasteignasala.

Framlagt og byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.



10. Ugluklettur - Stækkun
2212062

Framlögð bókun byggingarnefndar vegna viðbyggingar við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi.

"Verðfyrirspurnar gögn voru send út vegna fyrirspurnar um eftirlit og verkefnastjórnun með hönnun viðbyggingar við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi. Tvö tilboð bárust í verkið frá Eflu og Verkís.

Val tilboða grundvallast af verði og hæfni sem getið var í verðfyrirspurnargögnum, ákveðið var að taka tilboði Eflu í verkefnastjórnun og eftirlit með hönnun."

Byggðarráð samþykkir ákvörðun byggingarnefndar viðbyggingar við leikskólann Ugluklett um að taka tilboði Eflu í verkefnastjórnun og eftirlit með hönnun. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



Samþykkt með tveimur atkvæðum (DS og GLE) en einn fulltrúi sat hjá (SG).



11. Sorpútboð 2024
2406059

Nú stendur yfir útboð á úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð. Samningur við Íslenska gámafélagið rennur út um áramót en ráðgert er að samið verði við aðila á grundvelli niðurstöðu útboðs þann 1. maí 2025. Óskað eftir staðfestingu byggðarráðs á framlengingu núverandi samkomulags við Íslenska gámafélagið til 1. maí 2025.

Byggðarráð samþykkir að gildandi samningur við Íslenska gámafélagið verði framlengdur til 1. maí næst komandi.



Samþykkt samhljóða.



12. Rammasamningar 2024
2401006

Farið yfir þá rammasamninga sem komnir eru til endurnýjunar. Þorunn Unnur Birgisdóttir verkefnastjóri á fjármála- og stjórnsýslusviði sat fundinn undir þessum lið.

Rammasamningar um kaup á hreinlætisvörum (RK09) og skrifstofuvörur og prentun (RK02) eru komnir til endurnýjunar. Byggðarráð samþykkir að Borgarbyggð haldi áfram að vera aðili að samningunum. Vísað til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.









13. Jarðhitaleit Veitna
2412009

Umræða um þann kraft sem settur hefur verið í jarðhitaleit af hálfu Veitna. Náðst hefur góður árangur svo sem í leit á Kjalarnesi og Geldinganesi. Veitur hafa einnig framkvæmt rannsóknaboranir í nágrenni Borgar og í Borgarnesi.

Veitur, dótturfélag Orkuveitunnar, reka hitaveitu í Borgarbyggð sem þjónustar bróðurpart heimila og atvinnulífs í sveitarfélaginu. Borgarbyggð á 0,93% hlut í Orkuveitunni. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið eiga mikið undir því að starfsemi Veitna gangi vel og að félagið sé í stakk búið til að sinna þörfum vaxandi samfélags. Byggðarráð styður eindregið þá stefnu Veitna að setja kraft í rannsóknir, stækkun forða og uppbyggingu veitukerfis. Fyrr á þessu ári fóru fram rannsóknaboranir í landi Borgar á Mýrum og í Borgarnesi. Það er ánægjulegt að þeim verði fylgt eftir með frekari borunum. Byggðarráð leyfir sér að binda hóflegar væntingar við að sú vinna skili jákvæðum niðurstöðum en mikilvægt er að niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og kostur er. Á teikniborðinu er veruleg uppbygging í Borgarbyggð og hafa þær fyrirætlanir verið kynntar fyrir Veitum.



Fylgiskjöl


14. Þinghamar fundargerð 17.10.2024
2411006

Framlögð fundargerð Húsnefndar Þinghamars frá 17.10.2024.

Fundargerð framlögð.



Fundi slitið - kl. 12:00