Byggðarráð Borgarbyggðar

690. fundur

28. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:40

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Davíð Sigurðsson - formaður
Guðveig Eyglóardóttir boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason - varamaður sat fundinn í hans stað
Thelma Dögg Harðardóttir - áheyrnarfulltrúi
Sigurður Guðmundsson boðaði forföll og Ragnhildur Eva Jónsdóttir - varamaður sat fundinn í hans stað
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - áheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri

Dagskrá

1. Háafell í Hvítársíðu - umsókn um ljósastaur
2411073

Framlögð beiðni Guðmundar Freys Kristbergssonar um að settur verði upp ljósastaur við býlið Háafell á árinu 2025.

Á árunum 2008-2013 stóð yfir tímabundið átaksverkefni um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Borgarbyggð og voru samþykktar viðmiðunarreglur vegna þess. Eftir að átakið rann sitt skeið hefur sveitarfélagið eigi að síður samþykkt að greiða fyrir uppsetningu á lýsingu á einstaka lögbýlum á grundvelli reglnanna rúmist það innan fjárheimilda yfirstandandi árs. Nú er unnið að setningu nýrra reglna á vettvangi umhverfis- og landbúnaðarnefndar og í yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun er ráðgert að ákvarða sérstaklega fjárheimildir vegna verkefnisins. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að það samræmist þeim viðmiðum sem farið hefur verið eftir og fjárheimildum ársins 2025.



Samþykkt samhljóða.



2. Samræmd móttaka flóttafólks
2303023

Framlagður viðauki við þjónustusamning milli Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og Borgarbyggðar um samræmda móttöku flóttafólks. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri koma til fundarins.

Með viðauka þessum er gildistími samningsins framlengdur um ár og rennur samningurinn því út í árslok 2025. Þá heimilar viðaukinn greiðslur fyrir þjónustu fyrir þann fjölda notenda sem vísað hafði verið til Borgarbyggðar fyrir 18. nóvember sem er umfram skilgreindan hámarksfjölda notenda sem er í samningi við Borgarbyggð. Með þessu er brugðist við gagnrýni aðildarsveitarfélaga en þó aðeins að hluta og ljóst að sveitarfélögin búa við áframhaldandi óvissu sem gæti þurft að bregðast við. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


3. Fjárhagsáætlun 2025
2407054

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2025 sem nú stendur yfir. Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir Safnahús Borgarfjarðar. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri og Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari koma til fundarins.

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2025. Samþykkt að vísa gjaldskrá fyrir safnahús til næsta fundar byggðarráðs. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri fóru yfir hugmyndir um akstursþjónustu við Bifröst sbr. afgreiðslu fundar byggðaráðs nr. 689. Byggðarráð tekur vel í hugmyndirnar og óskar eftir því að þær verði unnar áfram.



Samþykkt samhljóða.



HIG og EBK fóru af fundi.

Fylgiskjöl


4. Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
2401059

Yfirferð um rekstur og fjárfestingar Borgarbyggðar í október 2024. Eiríkur Ólafsson fjármálstjóri og Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari mæta til fundarins.

Farið yfir rekstur Borgarbyggðar í október og fyrstu tíu mánuði ársins ásamt yfirferð um framkvæmdir.



5. Leikskólinn Hraunborg - Varmaland - Flutningur
2312078

Farið yfir flutning á starfsemi leikskólans Hraunborgar frá Bifröst í Varmalandsskóla. Stöðu kostnaðar og þau verk sem eftir á að vinna. Lögð fram greinargerð yfir þau aukaverk sem unnin hafa verið á framkvæmdatíma.

Leikskólinn Hraunborg hefur flutt starfsemi sína frá Bifröst í nýuppgert húsnæði í Varmalandsskóla. Á fundinum var farið yfir stöðu og þróun framkvæmdahluta verkefnisins. Farið yfir fyrirsjáanleg og ófyrirsjáanleg aukaverk sem upp komu á framkvæmdatíma. Byggðarráð vísar til þess að gerður verði viðauki við framkvæmdaáætlun til samræmis við þróun kostnaðar.



Samþykkt samhljóða.



KLL og EÓ fóru af fundi.





6. Þinghamar - aðgengismál
2303019

Framlögð kostnaðaráætlun og teikningar af lyftu og salernisaðstöðu fyrir fatlaða í félagsheimilinu Þinghamri.

Kostnaðaráætlun og greinargerð lögð fram. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram. Ljóst er að miklu gæti munað í kostnaði hvaða útfærsla verður fyrir valinu.



Samþykkt samhljóða.



7. Um viðhald á íþróttahúsum á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum
2411100

Framlagt erindi sem lagt er fram fyrir hönd blakdeildar Hvanna og Njóla í Borgarbyggð um þörf á viðhaldi í íþróttahúsum á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum.

Í erindi blakdeildar Hvannar og Njóla er óskað eftir því að teknar verði til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu tillögur annars vegar um að bæta lýsingu í íþróttasalnum á Varmalandi og hins vegar um úrbætur á gólfi íþróttahússins að Kleppjárnsreykjum.

Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til áætlunar um viðhald á íþróttamannvirkjum sem fellur undir eignasjóð og forgangsröðunar sem þar fer fram.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


8. Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
2311308

Í samræmi við bókun fundar byggðarráðs nr. 690 hafa tilboð verið yfirfarin.

Lægsta tilboð er frá VBT ehf. og er um að ræða frávikstilboð sem felur í sér plægingu á raflögn. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka frávikstilboði lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.



Samþykkt samhljóða.



LBÁ fór af fundi.



Hlé gert á fundi kl. 10.50 þar sem fundarfólk fylgdist í gegnum fjarfundarbúnað með opnun tilboða í alútboði fyrir fjölnota knatthús.

Fylgiskjöl


9. Umsókn um lóð Fjóluklettur 14.
2411230

Fundi framhaldið kl. 11.20. Framlögð umsókn um lóðina Fjóluklett 14 í Borgarnesi.

Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Fjóluklettur 14 í Borgarnesi til Tekta ehf. í samræmi við framlagða umsókn.



Samþykkt samhljóða.



10. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226

Framlagðar til upplýsingar fundargerðir 956. og 957. fundar stjórnar Sambandsins frá 20. og 22. nóvember 2024.

Framlagt.

Fylgiskjöl


11. Fundagerðir 2024 - Hafnasamband Íslands.
2401300

Framlögð fundargerð 467. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 11.11.2024

Framlagt.

Fylgiskjöl


12. Fundargerðir Faxaflóahafna sf. 2024
2401057

Framlögð er fundargerð Faxaflóahafna sf. frá 18. október 2024.

Framlagt.

Fylgiskjöl


13. Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2024
2402069

Framlögð fundargerð 357 Stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 28.10.2024

Framlagt.

Fylgiskjöl


14. Framtíð Hamarsbæjarins
2411241

Framlagt erindi frá Golfklúbbi Borgarness þar sem óskað eftir því að klúbburinn fái Hamarsbæinn til eignar. Jafnframt lögð fram samantekt um skiptingu kostnaðar við rekstur golfvallarins.

Erindi framlagt og sveitarstjóra falið að eiga samtal við Golfklúbb Borgarness um erindið.



Samþykkt samhljóða.



EÓT vék af fundi undir þessum dagskrárlið.



15. Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga 2025
2411245

Framlagt erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga ásamt kynningu á starfsemi félagsins. Óskað er eftir áframhaldandi stuðningi Faxaflóahafna og sveitarfélaga við félagið sem felur í sér að framlag Borgarbyggðar árið 2025 verði 5,0 m.kr.

Framlagt og byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni Þróunarfélagsins og gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025.



Samþykkt samhljóða.

Fylgiskjöl


16. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
2406016

Framlögð drög að samþykktum fyrir nýja húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofna þarf utan um uppbyggingu og rekstur nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar. Í þeim felst að Borgarbyggð verður stofnaðili ásamt Menntaskóla Borgarfjarðar í sömu eignarhlutföllum og nú eru í Nemendagörðum MB ehf. Einnig lagt fram bréf HMS til Nemendagarða þar fram koma þær forsendur sem liggja til grundvallar þátttöku HMS.

Drög að samþykktum framlögð. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða.





17. Fundargerðir stjórnar SSV 2024.
2403003

Framlagðar fundargerðir stjórnar SSV nr. 183 dags. 28. ágúst 2024 og nr. 184 dags. 15. október 2024.

Framlagt.

Fylgiskjöl


18. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226

Framlögð fundargerð 958. fundar stjórnar Sambandsins frá 24.nóvember 2024.

Framlagt.

Fylgiskjöl


Fundi slitið - kl. 11:40