Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa
45. fundur
20. nóvember 2024 kl. 11:00 - 11:30
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Drífa Gústafsdóttir boðaði forföll og Ásgerður H Hafsteinsdóttir - verkefnisstjóri sat fundinn í hans stað
Starfsmenn
Elín Davíðsdóttir - verkefnisstjóri
Þóra Margrét Júlíusdóttir - verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir - Verkefnastjóri
Dagskrá
1. Svignaskarð Daníelslundur - umsókn um framkvæmdarleyfi -
2410249
Lögð fram umsókn fh. Skógræktarfélags Borgarfjarðar, dags. 29.10.2024 um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á vinnu- og göngustíg í neðri hluta skógarsvæðis í Daníelslundi, Svignaskarðslandi, Skógrækt (lnr. 200881) í Borgarbyggð. Lögð er fram verkefnalýsing ódags. og afrit af leigusamningi við landeigendur Svignaskarðs dags. 23. apríl 1987.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, telur að fyrirhuguð framkvæmd sem á við um lagfæringu eldri stíga sé ekki framkvæmdaleyfisskyld.
2. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Mávaklettur 10
2407099
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Mávakletti 10 (lnr. 232652). Þegar er til staðar 178fm íbúðarhús en viðbyggingin er bílskýli sem staðsett er á milli húsa 10 og 12. Bílskýlið er 2,5m að lengd og eykst nýtingarhlutfallið upp í 0,24.
Ekkert deiliskipulag er á svæðinu og lóðin skilgreind íbúðarhúsalóð. Í aðalskipulagi er lóðin á íbúðarsvæði Í9 í Borgarnesi en nýtingarhlutfall svæðisins 0,15-0,20.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir fasteignaeigendum Mávakletts 9, 11 og 12 og Súlukletti 6.
Skipulagsfulltrúi bendir á að nýtingarhlutfall svæðis Í9 verður endurskoðað í nýju aðalskipulagi þar sem nýtingarhlutfall mun endurspegla betur þær byggingarheimildir sem þegar hafa verið gefnar á svæðinu.
3. Varmalækur - umsókn um stofnun lóða - 133917
2411051
Lögð er fram ósk um stofnun nýrrar lóðar Hásnagi úr landi Varmalæks lnr. 133917 í Borgarbyggð. Engin mannvirki eru á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu. Lóðin er 66.383 fm að stærð og skilgreind sem frístundasvæði í aðalskipulagi (frístundabyggð Varmalækur (F142)).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 66.383 fm lóð, Hásnagi, úr upprunalandinu Varmalækur lnr. 133917 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunina sumarhúsalóð. Skipulagsfulltrúi bendir á að athuga þurfi hvort austari vegtenging inn á lóðina samræmist reglum Vegagerðarinnar.
Fundi slitið - kl. 11:30