Dagskrá
1. Samstarfssamningur á sviði endurhæfingar
2411004
Þann 31.10.24 var undirritaður samningur um samstarf á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs ses., Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva, sjá meðfylgjandi. Samningurinn tekur gildi 01.09.25 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkv. lögum sem öðlast gildi á sama tíma. Þannig munu samhæfingarteymi, sem gert er ráð fyrir að starfi á grundvelli samningsins, einungis vera vettvangur fyrir faglegt samstarf en ekki taka ákvarðanir um málefni þjónustunotenda hjá sveitarfélögunum.
Á velferðarnefndarfundi þann 05.11.24 var samstarfið kynnt og var bókun eftirfarandi: "Velferðarnefnd fagnar að búið sé að formfesta samstarf á milli ofangreindra þjónustuveitenda. Með því er stuðlað að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu. Samningur verður lagður fram til kynningar hjá Byggðarráði."
Samningur framlagður og byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri feli félagsmálastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar með fyrirvara um fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
2. Fjárhagsáætlun 2025
2407054
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2025 en áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 14. nóvember 2024 og vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Farið yfir gjaldskrár sveitarfélagsins en við fyrri umræðu var miðað við nokkuð almenna 3,9% hækkun gjaldskrár. Það kann að taka breytingum og verður vinnu við gjaldskrár haldið áfram. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Heiðrún Halldórsdóttir verkefnastjóri í málefnum flóttamanna komu á fundinn undir þessum lið og og ræddu hvernig bregðast mætti við því ríkið væri hætt að greiða akstursþjónustu fyrir flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd milli Borgarness og Bifrastar. Byggðarráð samþykkir að þeirri vinnu verði haldið áfram.
Samþykkt samhljóða.
3. Rammasamningar 2024
2401006
Framhald umræðu um fyrirkomulag sammasamninga Ríkiskaupa og aðild og ávinning sveitarfélagsins. Framlagt minnisblað sem fjallar um helstu sjónarmið er varðar aðild að rammasamningunum sbr. afgreiðslu af fundi byggðarráðs nr. 687. Til fundarins kemur undir þessum lið Þórunn Unnur Birgisdóttir verkefnastjóri á fjármála- og stjórnsýslusviði.
Farið yfir fyrirkomulag rammasamninga og þau lög, reglur og samþykktir sem um þau gilda og lagt fram minnisblað um málið. Jafnframt rætt um beinan og óbeinan ávinning af kaupum á vörum og þjónustu í gegnum rammasamning. Ennfremur rætt um mikilvægi þess ávinningur og kostnaður sé metinn með breiðum hætti og tekið tillit til fyrirhafnar, tímaramma, þjónustu og annarra óbeinna áhrifa. Öll endurnýjun rammasamninga verður hér eftir sem áður tekin til umræðu og ákveðin af byggðarráði.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
4. Kjaradeila Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins
2411072
Framlögð ályktun frá fundi félagsmanna í Kennarasambands Íslands í Borgarbyggð dags. 14. nóvember 2024 þar sem skorað er á sveitarstjórn að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins.
Ályktun framlögð. Byggðarráð þakkar kennurum í Borgarbyggð fyrir góðan og upplýsandi fund dags. 13. nóvember síðast liðinn en áréttar að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fer með umboð frá sveitarfélaginu til samninga við félaga í Kennarasambandi Íslands. Það er von byggðarráðs að farsæl lausn finnist sem fyrst í deilunni.
Fylgiskjöl
5. Húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025
2411044
Vinna við húsnæðisáætlun Borgarbyggðar 2025 er hafin. Áætlað er að leggja hana fram til fullnaðarafgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í janúar 2025.
Kynnt vinna sem nú er hafin við húsnæðisáætlun 2025 og sveitarstjóra falið að halda henni áfram í samræmi við umræðu á fundi.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
6. Beiðni frá Golfklúbbi Borgarness um stuðning
2309287
Framlagt erindi frá Golfklúbbi Borgarness þar sem farið er yfir stöðu og framtíðarsýn klúbbsins og óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins. Til fundarins koma undir þessum dagskrárlið Bjarki Pétursson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins og Margrét Guðnadóttir og Huginn Arnarson stjórnarfólk í klúbbnum. Bjarney L. Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð þakkar fyrir gott samtal um stöðu golfklúbbsins. Starf klúbbsins og völlurinn að Hamri eru til fyrirmyndar og hafa mikil og góð áhrif á samfélag og gesti í Borgarbyggð. Á árinu 2024 veitti Borgarbyggð golfklúbbnum 6,0 m.kr. rekstrarstyrk vegna aðstæðna. Byggðarráð mun taka beiðni klúbbsins til skoðunar og felur sveitarstjóra að vinna áfram.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
7. Beiðni um styrk - Jólaútvarp 2024
2411075
Framlögð beiðni Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi um styrk vegna jólaútvarps skólans. Beiðnin er tvíþætt, annars vegar beiðni um auglýsingu og hinsvegar um styrk vegna tæknimála.
Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi er orðinn mikilvægur partur af jólaundirbúningi íbúa í sveitarfélaginu. Líkt og undanfarin ár samþykkir byggðarráð styrkbeiðnina, að þessu sinni að fjárhæð kr. 350.000,- en hún rúmast innan fjárheimilda ársins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
8. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar 2024-2025
2411068
Umræða um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á Vesturlandi og í Borgarbyggð. Farið yfir samskipti framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi um málefnið og erindi þeirra til Vegagerðarinnar.
Byggðarráð hefur verulegar áhyggjur af því að kostnaðaraðhald í vetrarþjónustu af hálfu Vegagerðarinnar bitni á þjónustu í sveitarfélaginu og víðar á Vesturlandi. Öryggi, mannlíf og atvinna getur oltið á því að starfsfólk Vegagerðarinnar á svæðinu hafi sveigjanleika til að bregðast við aðstæðum. Byggðarráð er sannfært um að samfélagslegur og þjóðhagslegur ávinningur af vetrarþjónustu, sem leyfir að brugðist sé við mismunandi aðstæðum, er verulega umfram þann kostnað sem kemur fram í bókhaldi Vegagerðarinnar.
Thelma Dögg Harðardóttir fór af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.
9. Umsókn um lóðírnar Vallarás 16, 16a, 16b og 16c
2411080
Lagðar fram umsóknir um lóðirnar Vallarás 16, 16a, 16b og 16c.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Óskari Sigvaldasyni fyrir hönd félagsins Bröyt ehf. lóðunum Vallarás 16, 16a, 16b og 16c í Borgarnesi.
Samþykkt samhljóða.
10. Umsókn um lóð - Þrastarflöt 8
2410282
Framlögð umsókn um lóðina Þrastarflöt 8 á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Þrastarflöt 8 á Hvanneyri til Gísla Þórs Ásbjörnssonar og Helenar Óskar Gísladóttur.
Samþykkt samhljóða.
11. Þjóðlendumál eyjar og sker.
2402059
Framlögð tilkynning frá óbyggðanefnd um endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið.
Endurskoðun á þjóðlendukröfum hefur borið þann árangur að talsvert hefur fækkað þeim eyjum og skerjum sem nú falla undir kröfur ríkisins. Landeigendur og ábúendur víða í sveitarfélaginu eru eigi að síður nú að skoða stöðu sína gagnvart kröfum ríkisins. Borgarbyggð felur sveitarstjóra að kanna áhrif krafnanna á sveitarfélagið og efna til samtals við landeigendur sem kröfur ríkisins hafa áhrif á.
Samþykkt samhljóða.
12. Umsókn um lóð - Melabraut 2a
2411048
Framlögð umsókn um lóðina Melabraut 2a á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Melabraut 2a á Hvanneyri til Arnars Hólmarssonar f.h. Arnars rafvirkja ehf.
Samþykkt samhljóða.
13. Umsagnarmál frá Alþingi 2024.
2401025
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Framlagt.
14. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226
Framlögð fundargerð 955. fundar stjórnar Sambandsins frá 15. nóvember 2024.
Framlagt.
Fylgiskjöl
15. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226
Framlögð fundargerð 954. fundar stjórnar Sambandsins frá 4. nóvember 2024.
Framlagt.
Fylgiskjöl
16. Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2024
2402069
Framlagðar fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 353 dags. 27.05.2024, nr. 354 dags. 24.06.2024 og nr. 355 dags. 26.08.2024
Framlagt.
Fylgiskjöl
17. Gatnagerð við Fitjar - erindi frá Björgunarsveitinni Brák
2411095
Framlagt erindi frá Björgunarsveitinni Brák þar sem hvatt er til að gatan Fitjar verði kláruð en gatan liggur að nybyggingu björgunarsveitarinnar en Brák lauk nýverið frágangi lóðar sinnar.
Byggðarráð tekur vel í erindi Björgunarsveitarinnar Brákar og tekur undir að tímabært er að ljúka við gatnagerð við Fitjar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kostnaðarmeta og í framhaldinu verður skoðað svigrúm innan fjárfestingaráætlunar 2025-2028.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
18. Lýsing á leið milli hesthúsahverfis og Einkunna
2311308
Lögð fram opnunarskýrsla vegna útboðs á lýsingu á umhverfisstíg í Einkunnir.
Opnunarskýrsla framlögð og sveitarstjóra falið að yfirfara tilboð og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl
19. Fjölnota íþróttahús - Knatthús
2303105
Framlögð drög að svari byggðarráðs við bréfi stjórnar foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi vegna deiliskipulags íþróttasvæðisins í Borgarnesi og fyrirhugaðrar uppbyggingar fjölnota íþróttahúss, knatthúss.
Drög að svari framlagt. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna og senda formanni stjórnar foreldrafélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl