Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2025
2407054
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2025 sem nú stendur yfir. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri Borgarbyggðar kom til fundarins.
Drög að áætlun um rekstur 2025 og fjárfestingar 2025-2028 rædd og kynnt. Lagt til álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt milli ára 14,97%. Frekari vinna er framundan við mat á tekju-, gjalda- og fjárfestingarliðum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn fer fram 14. nóvember næst komandi. Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
2401306
Tillaga um viðbætur við viðauka VI við fjárhagsáætlun 2024 en í henni felst að fjárheimildir við deiliskipulag eru hækkaðar um 5 m.kr. en vöru- og þjónustukaup á skrifstofu lækka um samsvarandi upphæð. Hrein áhrif á fjárheimildir ársins í skipulags- og byggingamálum eru því engin.
Samþykkt að vísa framlagðri tillögu um viðbætur til viðauka VI við fjárhagsáætlun 2024 með fyrirvara um fullnaðarsamþykkt sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Eiríkur Ólafsson vék af fundi.
3. Tillaga um endurbætur á reiðhöllinni - anddyri
2411003
Framlagt erindi frá stjórn Reiðhallarinnar Vindási í samstarfi við Hestamannafélagið Borgfirðing um byggingu á anddyri við reiðhöllina. Farið fram á þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu.
Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í erindinu að bygging anddyris er til þess fallin að bæta verulega aðgengi og þar með nýtingu hússins fyrir hestamenn og aðra. Hestamennska er bæði mikilvæg afþreying og ekki síður atvinnugrein í Borgarbyggð og framundan fjórðungsmót vestlenskra hestamanna í júlí 2025. Byggðarráð tekur því vel í það erindi að Borgarbyggð taki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Sveitarstjóra falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um að gera ráð fyrir þátttöku sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
4. Sorpútboð 2024
2406059
Afgreiðsla frá 70. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar: "Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn með tilliti til þeirra breytinga sem voru gerðar á fundinum og leggur til við byggðarráð að fram fari útboð á grundvelli þeirra.
Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð útboðsgögn og leggur til við sveitarstjórn að fram fari útboð á grundvelli þeirra.
Samþykkt samhljóða.
5. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047
Framlögð opnunarskýrsla vegna tilboða í gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs niðurrifs og ráðgjafar á framkvæmdatíma.
Skýrsla framlögð og byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga á grundvelli niðurstöðu tilboða að öllum skilyrðum uppfylltum.
Samþykkt samhljóða.
6. Fjölnota íþróttahús - Knatthús
2303105
Framlagt bréf frá stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi vegna deiliskipulags íþróttasvæðisins í Borgarnesi og fyrirhugaðrar uppbyggingar knatthúss/fjölnota íþróttahúss.
Bréf framlagt og sveitarstjóra falið að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í erindinu.
Samþykkt samhljóða.
7. Hitaveita Varmalands
2112004
Farið yfir þróun og stöðu máls. Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hitaveituna.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
8. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
2406016
Beiðni frá stjórn Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar um vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Borgarbyggð veiti vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.
9. Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
2401226
Framlögð fundargerð 953. fundar stjórnar Sambandsins frá 25.okt 2024.
Framlagt
10. Fundagerðir 2024 - Hafnasamband Íslands.
2401300
Framlögð til kynningar fundagerð 466.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands miðvikud.23.október 2024.
Framlagt
11. Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
2409326
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd Borgarbyggðar en um er að ræða nýja nefnd en í henni er áformað að sameina verkefni fræðslunefndar og velferðarnefndar sbr. afgreiðslu fundar velferðarnefndar nr. 153 og fræðslunefndar nr. 236 sem fram fóru í október.
Framlagt, sveitarstjóra falið að ljúka vinnu við uppfærslu á samþykktum sveitarfélagsins sem m.a. munu fela í sér sameiningu velferðarnefndar og fræðslunefndar í fjölskyldunefnd.
Samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.