Velferðarnefnd Borgarbyggðar
154. fundur
5. nóvember 2024 kl. 10:30 - 12:00
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Guðveig Eyglóardóttir - formaður
Kristín Erla Guðmundsdóttir - aðalmaður
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - aðalmaður
Starfsmenn
Hlöðver Ingi Gunnarsson - sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Erla Björg Kristjánsdóttir - félagsmálastjóri
Dagskrá
1. Trúnaðarbók 2024
2401105
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Fjárhagsáætlun 2025
2407054
Vinna við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 stendur yfir. Ráðgert er að leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 14. nóvember næst komandi.
Fjárhagsrammi málaflokksins lagður til kynningar. Velferðarnefnd telur mikilvægt að skoða þá kostnaðarliði er lúta að samræmdri mótttöku flóttamanna og þeirri þjónustu sem veitt er í ljósi þess að samningur um umsækjendur um alþjóðlega vernd mun hætta um áramót. Þá liggur fyrir að kostnaður til málaflokksins er að aukast og slíkt mun leiða til frekari útjgalda af hálfu sveitarfélagsins.
3. Samstarfssamningur á sviði endurhæfingar
2411004
þann 31.10.24 var undirritaður samningur um samstarf á sviði endurhæfingar milli Tryggingastofnunar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs ses., Vinnumálastofnunar og heilsugæslustöðva, sjá meðfylgjandi. Samningurinn tekur gildi 01.09.25 og er mikilvægur liður í innleiðingu viðamikilla breytinga á örorkulífeyriskerfinu samkv. lögum sem öðlast gildi á sama tíma.
Helstu markmið samningsins eru:
- Að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu.
- Að undirbúningur að endurkomu á vinnumarkað hefjist eins fljótt og hægt er þegar heilsubrests verður vart, með snemmtækri íhlutun.
- Að einstaklingum sé fylgt eftir milli þjónustukerfa þurfi þeir þjónustu fleiri en eins kerfis, ljóst sé hvernig ábyrgðin færist á milli þeirra og að hlutverk hvers þjónustuveitanda sé skýrt.
- Að miðlun upplýsinga verði stafræn og fari fram í gegnum örugga þjónustugátt milli þeirra sem veita þjónustuna til aukins hagræðis fyrir notendur þjónustunnar.
Þannig munu samhæfingarteymi, sem gert er ráð fyrir að starfi á grundvelli samningsins, einungis vera vettvangur fyrir faglegt samstarf en ekki taka ákvarðanir um málefni þjónustunotenda hjá sveitarfélögunum
Velferðarnefnd fagnar að búið sé að formfesta samstarf á milli ofangreindra þjónustuveitenda. Með því er stuðlað að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu. Samningur verður lagður fram til kynningar hjá Byggðarráði.
Fundi slitið - kl. 12:00