Umhverfis- og landbúnaðarnefnd

70. fundur

5. nóvember 2024 kl. 08:00 - 10:30

í fundarsal að Digranesgötu 2


Nefndarmenn

Sigrún Ólafsdóttir - formaður
Þórður Brynjarsson boðaði forföll og Davíð Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað
Þorsteinn Eyþórsson - aðalmaður
Kristján Ágúst Magnússon - aðalmaður

Starfsmenn

Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir - deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála

Dagskrá

1. Sorpútboð 2024
2406059

Farið yfir uppfærð gögn.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn með tilliti til þeirra breytinga sem voru gerðar á fundinum og leggur til við byggðarráð að fram fari útboð á grundvelli þeirra.



Samþykkt samhljóða.



2. Fjárhagsáætlun 2025 - umhverfis- og landbúnaðardeild
2409299

Umhverfis- og landbúnaðardeild fer yfir fjárhagsáætlun næsta árs.

Farið yfir helstu liði fjárhagsáætlunar 2025 er snúa að umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

Eiríkur Ólafsson sat undir þessum lið.



3. Umsókn um grænt svæði í fóstur
2102007

Lagður er fram samningur um grænt svæði í fóstur sem var tekin fyrir á 24.fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar og samþykktur á 215.fundi sveitarstjórnar. Samningur endurnýjaðist sjálfkrafa um eitt ár þann 1.maí 2024 en er uppsegjanlegur með 3 mánaða fyrirvara.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppsögn á samning við Drop Inn ehf. sem tekur til græns svæðis í fósturs, á þeim grundvelli að í gildi er deiliskipulag sem nær yfir samningssvæðið með fyrirhugaðri uppbyggingu sem þjónar Grunnskóla Borgarfjarðar og almenning.



Samþykkt samhljóða.



4. Umhverfisviðurkenningar 2024
2408203

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar.

Fjölmargar tilnefningar bárust í öllum flokkum.

Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:

Snyrtilegt bændabýli 2024:Sámsstaðir í Hvítársíðu

Falleg lóð við íbúðarhúsnæði:Túngata 16

Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði:Orka náttúrunnar Digranesgötu 4

Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi:Arnbjargarlækur

Samfélagsviðurkenning umhverfis-og landbúnaðarnefndar:Guðríður Ebba Pálsdóttir



Samþykkt samhljóða.



Fundi slitið - kl. 10:30