Dagskrá
1. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Lambhús
2405001
Á 40. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26.9.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á lóðinni Lambhús (lnr. 231621) í landi Lunda 2. Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 30. september til og með 30. október 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Mávaklettur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2408189
Á 40. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 26.9.2024. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóð Mávakletts 14 (lnr. 135759). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 10. september til og með 10. október 2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Draumaland L231301 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2201140
Á 68. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9.9.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi fyrir nýtt atvinnuhúsnæði á landareigninni Draumaland (lnr. 231301). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 25.09.2024 til og með 24.10.2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Svöluklettur 3
2407069
Á 68. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 6.9.2024 var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugað byggingarleyfi á stækkun núverandi íbúðarhúss á Svölukletti 3 (lnr. 139385). Grenndarkynnt var fyrir nágrönnum sem hagsmuna eiga að gæta og óskað eftir umsögnum í gegnum skipulagsgátt. Kynningartíminn var frá 24.9.2024 til og með 23.10.2024. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, heimilar byggingarfulltrúa að taka til afgreiðslu byggingaráform þar sem grenndarkynning hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Birkilundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2409332
Lagðir eru fram uppfærðir aðaluppdrættir þar sem fjarlægð byggingar frá lóðamörkum kemur fram.
Sótt er um byggingarleyfi fyrir 123,1m2 sumarhúsi á lóðinni Birkilundur 8 (lnr. 192049) í Húsafelli. Engin mannvirki eru þegar til staðar. Um er að ræða frístundahús á einni hæð, byggt úr timburgrind með einhalla timburþaki. Lóðin er skilgreind sem sumarbústaðaland og á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi, frístundabyggð Húsafelli 2 og 3 (F127).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir landeigendum frístundasvæðis og sumarbústaðaeigendum Birkilundar 5, 6, 7, 9, 18 og 20.
6. Birkilundur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2410096
Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir 54,4fm stækkun á þegar byggðum sumarbústað á lóðinni Birkilundur 2 (lnr. 134546). Sumarbústaður er nú 51,4fm að stærð og verður því 105,8fm eftir stækkun. Viðbygging er einnig hærri en eldra hús og fer upp í rúma 5 metra. Ekkert deiliskipulag er af svæðinu. Lóðin er skilgreind sumarbústaðalóð í Frístundabyggð Húsafells 2 og 3 (F127).
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir landeiganda frístundasvæðis og sumarbústaðaeigendum Birkilundar 1, 3, 4, 22 og 24.
7. Baula Borgarlandi (lnr. 134873)_Fyrirspurn um skipulagsmál
2410287
Lögð er fram fyrirspurn fh. Orkunnar IS ehf. um hvort fyrihuguð uppsetning á rafhleðslustöðvum og töfluhúsi á lóð Baulu sé framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd. Fyrirhugað er að setja upp 8 hleðslustöðvar en áður voru 2 hleðslustöðvar á vegum ON sem nú hafa verið fjarlægðar. Með erindinu fylgir yfirlitsteikning af staðsetningu stöðva og á nýju töfluhúsi dags. 31.10.2024.
Skipulagsfulltrúi tekur jákvætt í erindið og leyfir endurnýjun á þeim stöðvum sem þegar voru til staðar án framkvæmdaleyfis. Ef að fara á í frekari uppbyggingu á svæðinu þarf að deiliskipuleggja svæðið áður.
8. Túngata - umsókn um framkvæmdarleyfi - Svæði við enda götunnar ( sjá mynd)
2411022
Lögð fram umsókn fh. Dengsa ehf., dags. 5.11.2024 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á biðskýli á Hvanneyri. Lögð er fram verklýsing þar sem m.a. fyrirhuguð staðsetning skýlis er tiltekin.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að taka til afgreiðslu framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á biðskýli á Hvanneyri að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum í gegnum skipulagsgátt fyrir fasteignaeigendum Túngötu 15 og 16.