18. febrúar, 2025
Fréttir

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi

Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu.
Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar.

Núna er komið að þeim tímapunkti að búið er að leiðrétta allar villur sem upp hafa komið.

Við viljum enn og aftur biðjast afsökunar á þessu og biðja þá sem óska eftir nánari upplýsingum að hafa samband í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

3. febrúar – Fasteignagjöld

  • Vakin var athygli á því að nýtt bókhaldkerfi hafði verið tekið í notkun.
  • Upp kom kerfisvilla sem olli því að greiðsluseðlar í banka vegna fasteignagjalda bárust sumum fasteignaeigendum tvisvar sinnum.

 

4. febrúar – Töf á útsendingu reikninga

  • Vegna bilunar í tölvukerfum Borgarbyggðar varð töf á útsendingu reikninga frá sveitarfélaginu.
  • Um var að ræða reikninga vegna leikskólagjalda, húsaleigu og annarrar þjónustu.
  • Bent var á að eindagi reikninga væri samt sem áður vera 30 dagar.

7. febrúar – Tvöfaldar kröfur vegna fasteignagjalda

  • Starfsmenn héldu áfram vinnu að laga bilun í bókhaldkerfi sveitarfélagsins.
  • Fasteignaeigendur sem höfðu greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og óskuðu eftir endurgreiðslu voru beðnir um að hafa samband.
  • Ef ekki var óskað eftir endurgreiðslu myndi inneign ganga upp í næstu kröfu vegna fasteignagjalda, með gjalddaga þann 15. febrúar og eindaga 17. mars 2025.

13. febrúar – Vandamál með kreditkortagreiðslur fyrir fasteignagjöld

  • Til þeirra sem höfðu óskað eftir að fasteignagjöld yrðu skuldfærð af kreditkortum var bent á að því miður hefði ekki tekist að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma.
  • Þess vegna voru bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili.
  • Janúar gjalddaginn var þegar kominn á kortið, en febrúargjalddaginn var færður 17. febrúar.

Tengdar fréttir

16. september, 2025
Fréttir

Snyrting á trjám og runnum við götur og gangstéttir

Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu. Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni …

16. september, 2025
Fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof