
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi
Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu.
Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar.
Núna er komið að þeim tímapunkti að búið er að leiðrétta allar villur sem upp hafa komið.
Við viljum enn og aftur biðjast afsökunar á þessu og biðja þá sem óska eftir nánari upplýsingum að hafa samband í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
3. febrúar – Fasteignagjöld
- Vakin var athygli á því að nýtt bókhaldkerfi hafði verið tekið í notkun.
- Upp kom kerfisvilla sem olli því að greiðsluseðlar í banka vegna fasteignagjalda bárust sumum fasteignaeigendum tvisvar sinnum.
4. febrúar – Töf á útsendingu reikninga
- Vegna bilunar í tölvukerfum Borgarbyggðar varð töf á útsendingu reikninga frá sveitarfélaginu.
- Um var að ræða reikninga vegna leikskólagjalda, húsaleigu og annarrar þjónustu.
- Bent var á að eindagi reikninga væri samt sem áður vera 30 dagar.
7. febrúar – Tvöfaldar kröfur vegna fasteignagjalda
- Starfsmenn héldu áfram vinnu að laga bilun í bókhaldkerfi sveitarfélagsins.
- Fasteignaeigendur sem höfðu greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og óskuðu eftir endurgreiðslu voru beðnir um að hafa samband.
- Ef ekki var óskað eftir endurgreiðslu myndi inneign ganga upp í næstu kröfu vegna fasteignagjalda, með gjalddaga þann 15. febrúar og eindaga 17. mars 2025.
13. febrúar – Vandamál með kreditkortagreiðslur fyrir fasteignagjöld
- Til þeirra sem höfðu óskað eftir að fasteignagjöld yrðu skuldfærð af kreditkortum var bent á að því miður hefði ekki tekist að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma.
- Þess vegna voru bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili.
- Janúar gjalddaginn var þegar kominn á kortið, en febrúargjalddaginn var færður 17. febrúar.
Tengdar fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …