
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi
Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu.
Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar.
Núna er komið að þeim tímapunkti að búið er að leiðrétta allar villur sem upp hafa komið.
Við viljum enn og aftur biðjast afsökunar á þessu og biðja þá sem óska eftir nánari upplýsingum að hafa samband í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
3. febrúar – Fasteignagjöld
- Vakin var athygli á því að nýtt bókhaldkerfi hafði verið tekið í notkun.
- Upp kom kerfisvilla sem olli því að greiðsluseðlar í banka vegna fasteignagjalda bárust sumum fasteignaeigendum tvisvar sinnum.
4. febrúar – Töf á útsendingu reikninga
- Vegna bilunar í tölvukerfum Borgarbyggðar varð töf á útsendingu reikninga frá sveitarfélaginu.
- Um var að ræða reikninga vegna leikskólagjalda, húsaleigu og annarrar þjónustu.
- Bent var á að eindagi reikninga væri samt sem áður vera 30 dagar.
7. febrúar – Tvöfaldar kröfur vegna fasteignagjalda
- Starfsmenn héldu áfram vinnu að laga bilun í bókhaldkerfi sveitarfélagsins.
- Fasteignaeigendur sem höfðu greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og óskuðu eftir endurgreiðslu voru beðnir um að hafa samband.
- Ef ekki var óskað eftir endurgreiðslu myndi inneign ganga upp í næstu kröfu vegna fasteignagjalda, með gjalddaga þann 15. febrúar og eindaga 17. mars 2025.
13. febrúar – Vandamál með kreditkortagreiðslur fyrir fasteignagjöld
- Til þeirra sem höfðu óskað eftir að fasteignagjöld yrðu skuldfærð af kreditkortum var bent á að því miður hefði ekki tekist að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma.
- Þess vegna voru bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili.
- Janúar gjalddaginn var þegar kominn á kortið, en febrúargjalddaginn var færður 17. febrúar.
Tengdar fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …