18. febrúar, 2025
Fréttir

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi

Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu.
Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar.

Núna er komið að þeim tímapunkti að búið er að leiðrétta allar villur sem upp hafa komið.

Við viljum enn og aftur biðjast afsökunar á þessu og biðja þá sem óska eftir nánari upplýsingum að hafa samband í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

3. febrúar – Fasteignagjöld

  • Vakin var athygli á því að nýtt bókhaldkerfi hafði verið tekið í notkun.
  • Upp kom kerfisvilla sem olli því að greiðsluseðlar í banka vegna fasteignagjalda bárust sumum fasteignaeigendum tvisvar sinnum.

 

4. febrúar – Töf á útsendingu reikninga

  • Vegna bilunar í tölvukerfum Borgarbyggðar varð töf á útsendingu reikninga frá sveitarfélaginu.
  • Um var að ræða reikninga vegna leikskólagjalda, húsaleigu og annarrar þjónustu.
  • Bent var á að eindagi reikninga væri samt sem áður vera 30 dagar.

7. febrúar – Tvöfaldar kröfur vegna fasteignagjalda

  • Starfsmenn héldu áfram vinnu að laga bilun í bókhaldkerfi sveitarfélagsins.
  • Fasteignaeigendur sem höfðu greitt kröfu vegna fasteignagjalda tvisvar og óskuðu eftir endurgreiðslu voru beðnir um að hafa samband.
  • Ef ekki var óskað eftir endurgreiðslu myndi inneign ganga upp í næstu kröfu vegna fasteignagjalda, með gjalddaga þann 15. febrúar og eindaga 17. mars 2025.

13. febrúar – Vandamál með kreditkortagreiðslur fyrir fasteignagjöld

  • Til þeirra sem höfðu óskað eftir að fasteignagjöld yrðu skuldfærð af kreditkortum var bent á að því miður hefði ekki tekist að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma.
  • Þess vegna voru bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili.
  • Janúar gjalddaginn var þegar kominn á kortið, en febrúargjalddaginn var færður 17. febrúar.

Tengdar fréttir

12. mars, 2025
Fréttir

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með dyggri aðstoð góðra bakhjarla. Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt …

11. mars, 2025
Fréttir

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars nk., kl. 16 á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar.  Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 262 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér