16. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. 

Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.  

Hafa í huga:  

  • Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.   
  • Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).  
  • Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.  
  • Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.   

Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér  

 

Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og er síðasti fundurinn í kvöld 22.október kl. 20.00 í Logalandi.

 

Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða.

 

Vonandi sjáum við sem flesta.  

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …