Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum.
Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.
Hafa í huga:
- Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.
- Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).
- Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.
- Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.
Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér
Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og er síðasti fundurinn í kvöld 22.október kl. 20.00 í Logalandi.
Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.