16. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. 

Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.  

Hafa í huga:  

  • Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.   
  • Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).  
  • Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.  
  • Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.   

Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér  

Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og eru næstu fundir þann

17. október kl. 20.00 í Lindartungu, 21. október kl. 20.00 í Landbúnaðarháskólanum, Hvanneyri og 22.október kl. 20.00 í Logalandi.

Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða. Vonandi sjáum við sem flesta.  

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.