
Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum.
Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.
Hafa í huga:
- Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.
- Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).
- Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.
- Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.
Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér
Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og er síðasti fundurinn í kvöld 22.október kl. 20.00 í Logalandi.
Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Tengdar fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …