16. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. 

Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.  

Hafa í huga:  

  • Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.   
  • Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).  
  • Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.  
  • Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.   

Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér  

 

Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og er síðasti fundurinn í kvöld 22.október kl. 20.00 í Logalandi.

 

Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða.

 

Vonandi sjáum við sem flesta.  

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.