16. október, 2024
Fréttir

Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. 

Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir varðandi einstaka þjónustuliði eða málaflokka og senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 1. nóvember.  

Hafa í huga:  

  • Ef þið upplifið eða hafið upplifað þjónustuna öðruvísi en kemur fram í stefnu.   
  • Ef þið hafið þurft að sækja þjónustuna annað ( þá hvert og hvers vegna).  
  • Ef þið eruð með útfærslu á þjónustunni sem að ykkar mati gengi betur.  
  • Annað sem þið viljið koma á framfæri varðandi þjónustu sveitarfélagsis.   

Nánari upplýsingar um þjónustustefnuna má nálgast hér  

 

Fundarröð samráðsfunda stendur nú yfir og er síðasti fundurinn í kvöld 22.október kl. 20.00 í Logalandi.

 

Sveitarstjóri og kjörnir fulltrúar verða til skrafs og ráðagerða.

 

Vonandi sjáum við sem flesta.  

Tengdar fréttir

20. janúar, 2026
Fréttir

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar

Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …

19. janúar, 2026
Fréttir

Klippikort vegna gámastöðvar

Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.