7. október, 2024
Fréttir

Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.

Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimila o.s.frv.

Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2025.

Fundirnir munu fara fram á fimm stöðum í sveitarfélaginu á eftirfarandi tímum og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.

  • 15. október kl. 17:00 Hjálmaklettur
  • 15. október kl. 20:00 Þinghamar
  • 17. október kl. 20:00 Lindartunga
  • 21. október kl. 20:00 Landbúnaðarháskólinn
  • 22. október kl. 20:00 Logaland

Tengdar fréttir

6. október, 2025
Fréttir

Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …

3. október, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 3. október vegna viðgerða á húsnæði

Aldan er lokuð í dag, föstudaginn 3.október vegna viðgerða á húsnæði. Við þökkum sýndan skilning og stefnum á að opna aftur á mánudaginn ef viðgerðir ganga vel.