
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.
Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimila o.s.frv.
Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2025.
Fundirnir munu fara fram á fimm stöðum í sveitarfélaginu á eftirfarandi tímum og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.
- 15. október kl. 17:00 Hjálmaklettur
- 15. október kl. 20:00 Þinghamar
- 17. október kl. 20:00 Lindartunga
- 21. október kl. 20:00 Landbúnaðarháskólinn
- 22. október kl. 20:00 Logaland
Tengdar fréttir

framkvæmdir við göngustíg í kirkjuvoginum
Vinna við malbikun á göngustíg í kirkjuvoginum, hefst fimmtudaginn 4. september og munu framkvæmdir standa fram yfir næstu viku. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja settum merkingum og keilum á vettvangi svo að tryggja megi öryggi allra. Við þökkum íbúum og vegfarendum kærlega fyrir skilning og samvinnu meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða framkvæmdir á göngustíg við kirkjugarðinn …

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025
Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof