7. október, 2024
Fréttir

Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins.

Markmið lagabreytinganna er að styðja við svæði þar sem til staðar er viðkvæmari byggð í víðfeðmum sveitarfélögum og að stefna sveitarstjórna um þjónustustig á slíkum svæðum verði skýr og komi til sérstakrar umræðu. Er það á ábyrgð sveitarstjórna að móta heildarstefnu fyrir hvert svæði fyrir sig og gera ráð fyrir ætluðu þjónustustigi vegna einstakra verkefna sem sveitarfélagið hyggst veita á viðkomandi svæðum t.d. skólahald, skólaakstur, opnunartíma sundlauga, félagsheimila o.s.frv.

Borgarbyggð mun bjóða til fundarraðar á næstu dögum í því skyni að eiga samráð við íbúa um mótun fyrstu formlegu þjónustustefnu Borgarbyggðar en stefnan verður afgreidd í sveitarstjórn Borgarbyggðar samhliða fjárhagsáætlun 2025.

Fundirnir munu fara fram á fimm stöðum í sveitarfélaginu á eftirfarandi tímum og vonandi hafa sem flestir tök á því að koma og eiga samtal um þetta mikilvæga málefni.

  • 15. október kl. 17:00 Hjálmaklettur
  • 15. október kl. 20:00 Þinghamar
  • 17. október kl. 20:00 Lindartunga
  • 21. október kl. 20:00 Landbúnaðarháskólinn
  • 22. október kl. 20:00 Logaland

Tengdar fréttir

12. desember, 2025
Fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025

Nú er komið að því – leitin að jólahúsi og jólagötu Borgarbyggðar árið 2025 er hafin! Í fyrra var það Smiðjuholt í Reykholti sem hlaut nafnbótina Jólahús Borgarbyggðar 2025 og Kvíaholt í Borgarnesi var svo valin jólalegasta gatan. Viltu tilnefna jólalegasta húsið og jólalegustu götuna? Ábendingar þurfa að berast fyrir 23. desember. Ábendingar má senda inn hér. Sigurvegarar verða svo …

10. desember, 2025
Fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur  á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð.  Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …