Í næstu viku (20. – 26. júlí) er stefnt að því fara í viðgerð á Þorsteinsgötu og á svæði fyrir framan íþróttamiðstöð. Meðan á viðgerð stendur og skamma stund á eftir verður lokað fyrir bílaumferð um Þorsteinsgötu. Ef svo ber undir gæti þurft að biðja fólk um að færa einhverja bíla sem standa við götuna.
Nákvæm tímasetning ræðst m.a. af veðri og biðjum við íbúa um að fylgjast með heimasíðu Borgarbyggðar.
Beðist er velvirðingar á raski sem fylgir framkvæmdum.
Leið um Skallagrímsgötu að íþróttamannvirkjum verður eftir sem áður opin.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.