19. júlí, 2024
Tilkynningar

Í næstu viku (20. – 26. júlí) er stefnt að því fara í viðgerð á Þorsteinsgötu og á svæði fyrir framan íþróttamiðstöð. Meðan á viðgerð stendur og skamma stund á eftir verður lokað fyrir bílaumferð um Þorsteinsgötu. Ef svo ber undir gæti þurft að biðja fólk um að færa einhverja bíla sem standa við götuna.

Nákvæm tímasetning ræðst m.a. af veðri og biðjum við íbúa um að fylgjast með heimasíðu Borgarbyggðar.

Beðist er velvirðingar á raski sem fylgir framkvæmdum.

Leið um Skallagrímsgötu að íþróttamannvirkjum verður eftir sem áður opin.

Tengdar fréttir

5. janúar, 2026
Fréttir

Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2025

Jólahús Borgarbyggðar 2025 er Garðavík 9 í Borgarnesi. Það er niðurstaða jólaleiks sem stóð yfir á heimasíðu Borgarbyggðar í desember. Þar búa hjónin Dóra Gísladóttir og Jakob Guðmundsson, en húsið þeirra, gluggar og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði.  Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn í Garðavík. Við óskum þeim innilega til hamingju …

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi