Í næstu viku (20. – 26. júlí) er stefnt að því fara í viðgerð á Þorsteinsgötu og á svæði fyrir framan íþróttamiðstöð. Meðan á viðgerð stendur og skamma stund á eftir verður lokað fyrir bílaumferð um Þorsteinsgötu. Ef svo ber undir gæti þurft að biðja fólk um að færa einhverja bíla sem standa við götuna.
Nákvæm tímasetning ræðst m.a. af veðri og biðjum við íbúa um að fylgjast með heimasíðu Borgarbyggðar.
Beðist er velvirðingar á raski sem fylgir framkvæmdum.
Leið um Skallagrímsgötu að íþróttamannvirkjum verður eftir sem áður opin.
Tengdar fréttir
Framkvæmdir við Vallarás
Kæru íbúar Framundan eru gatnaframkvæmdir sem hefjast þann 22.janúar við Vallarás. Koma á fyrir ræsum og þar af leiðandi þarf að loka fyrir umferð á meðan framkvæmdum standa yfir. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í 4 vikur. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, og Borgarbyggð og …
Nú er hægt að bóka símtal og viðtal á vef Borgarbyggðar!
Íbúar geta nú bókað símtöl og viðtöl hjá ráðgjöfum og fulltrúum Borgarbyggðar beint í gegnum heimasíðuna. Tímabókunarhnappurinn, merktur „Bóka viðtal“, er staðsettur ofarlega, vinstra megin á vefnum. Við hvetjum íbúa eindregið til að nýta sér þessa einföldu þjónustu. Smelltu hér til að bóka tíma: