24. júlí, 2024
Fréttir

Framundan er viðgerð á Þorsteinsgötu og á hluta af svæði fyrir framan íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Í dag, miðvikudag hefst undirbúningur en vinna mun hefjast að krafti á morgun, fimmtudag við að fræsa og gera við. Á mánudag er síðan áætlað að leggja malbik yfir götuna. Ekki er reiknað með að götunni verði lokað fyrr en kemur að malbikun á mánudag. Framkvæmdinni fylgir rask og eru íbúar, gestir og aðrir vegfarendur beðnir um að sýna þolinmæði og skilning. Framkvæmd og frágangi á að vera að fullu lokið áður en gestir Unglingalandsmóts UMFÍ taka að streyma að í seinni hluta næstu viku. Verkið er unnið af Malbiksstöðinni.

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!