8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!

Tengdar fréttir

25. apríl, 2025
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn

Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.

25. apríl, 2025
Fréttir

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Íbúar eru hvattir til að plokka í sínu nærumhverfi. Ef fólk vill safnast saman þá munu félagar í Rotary vera við Hjálmaklett í …