26. október, 2023
Fréttir

Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka 10. bekkjar kennslustofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Í gær var síðan ákveðið að loka stofum sem staðsettar eru fyrir neðan umræddu stofur sem voru innsiglaðar í síðustu viku vegna lyktar sem fundist hefur þar. Sýni verða tekin á allra næstu dögum og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu tveimur til þremur vikum.

Starfsfólk grunnskólans hefur unnið hörðum höndum við að finna lausnir og endurskipuleggja skólastarfið til þess að bregðast við ástandinu. Skólastjórnendur leggja áherslu á að halda börnum á skólasvæðinu til að lágmarka rask í skólastarfi.

Það skal taka fram að ekki er búið að staðfesta myglu í húsnæðinu en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax. Öryggi nemenda og starfsfólks er ávallt í fyrirrúmi og því ekki forsvaranlegt að vera með kennslu í stofunum þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Stjórnendur eru einnig að kortleggja sviðsmyndir ef í ljós kemur að umræddar stofur verða lokaðar í vetur.

Borgarbyggð þakkar foreldrum og forráðamönnum fyrir skilninginn undanfarna daga.

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …