26. október, 2023
Fréttir

Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka 10. bekkjar kennslustofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Í gær var síðan ákveðið að loka stofum sem staðsettar eru fyrir neðan umræddu stofur sem voru innsiglaðar í síðustu viku vegna lyktar sem fundist hefur þar. Sýni verða tekin á allra næstu dögum og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu tveimur til þremur vikum.

Starfsfólk grunnskólans hefur unnið hörðum höndum við að finna lausnir og endurskipuleggja skólastarfið til þess að bregðast við ástandinu. Skólastjórnendur leggja áherslu á að halda börnum á skólasvæðinu til að lágmarka rask í skólastarfi.

Það skal taka fram að ekki er búið að staðfesta myglu í húsnæðinu en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax. Öryggi nemenda og starfsfólks er ávallt í fyrirrúmi og því ekki forsvaranlegt að vera með kennslu í stofunum þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Stjórnendur eru einnig að kortleggja sviðsmyndir ef í ljós kemur að umræddar stofur verða lokaðar í vetur.

Borgarbyggð þakkar foreldrum og forráðamönnum fyrir skilninginn undanfarna daga.

Tengdar fréttir

10. desember, 2025
Fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð

Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur  á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð.  Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …

10. desember, 2025
Fréttir

Munum endurskinsmerkin

Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …