Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka 10. bekkjar kennslustofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Í gær var síðan ákveðið að loka stofum sem staðsettar eru fyrir neðan umræddu stofur sem voru innsiglaðar í síðustu viku vegna lyktar sem fundist hefur þar. Sýni verða tekin á allra næstu dögum og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu tveimur til þremur vikum.
Starfsfólk grunnskólans hefur unnið hörðum höndum við að finna lausnir og endurskipuleggja skólastarfið til þess að bregðast við ástandinu. Skólastjórnendur leggja áherslu á að halda börnum á skólasvæðinu til að lágmarka rask í skólastarfi.
Það skal taka fram að ekki er búið að staðfesta myglu í húsnæðinu en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax. Öryggi nemenda og starfsfólks er ávallt í fyrirrúmi og því ekki forsvaranlegt að vera með kennslu í stofunum þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Stjórnendur eru einnig að kortleggja sviðsmyndir ef í ljós kemur að umræddar stofur verða lokaðar í vetur.
Borgarbyggð þakkar foreldrum og forráðamönnum fyrir skilninginn undanfarna daga.
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026
Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …