
Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka 10. bekkjar kennslustofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Í gær var síðan ákveðið að loka stofum sem staðsettar eru fyrir neðan umræddu stofur sem voru innsiglaðar í síðustu viku vegna lyktar sem fundist hefur þar. Sýni verða tekin á allra næstu dögum og munu niðurstöður liggja fyrir á næstu tveimur til þremur vikum.
Starfsfólk grunnskólans hefur unnið hörðum höndum við að finna lausnir og endurskipuleggja skólastarfið til þess að bregðast við ástandinu. Skólastjórnendur leggja áherslu á að halda börnum á skólasvæðinu til að lágmarka rask í skólastarfi.
Það skal taka fram að ekki er búið að staðfesta myglu í húsnæðinu en nauðsynlegt er að grípa til aðgerða strax. Öryggi nemenda og starfsfólks er ávallt í fyrirrúmi og því ekki forsvaranlegt að vera með kennslu í stofunum þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Stjórnendur eru einnig að kortleggja sviðsmyndir ef í ljós kemur að umræddar stofur verða lokaðar í vetur.
Borgarbyggð þakkar foreldrum og forráðamönnum fyrir skilninginn undanfarna daga.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …