20. febrúar, 2025
Fréttir

Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63

Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag.

Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar munu verða fyrir áhrifum. Til að afmarka vinnusvæðið og tryggja öryggi verður aðkoma að HVE og Brákarhlíð þrengd tímabundið, og opnað verður fyrir einstefnuumferð um hjáleið að Kveldúlfsgötu.

Ekki er heimilt fyrir þungaflutninga að fara um hjáleiðina, en hún er ætluð fólksbílum og til að greiða leið sjúkrabíla.

Þessar breytingar á aðkomu og öryggisráðstafanir eru í samræmi við tilkynningu sem birtist á heimasíðu Borgarbyggðar í október síðastliðnum en þá var vonast til að vinna hæfist fljótlega.

Helstu breytingar á aðkomu:

• Aðkoman að heilsugæslu frá Borgarbraut verður einbreið. 
• Opnað verður fyrir hjáleið í gegnum Kveldúlfsgötu til að bæta aðgengi út frá öryggissjónarmiðum.
• Vinnubúðir verktaka verða staðsettar á bílastæði við HVE og Brákarhlíð næstu mánuði, með leyfi frá heilsugæslunni.

Gert er ráð fyrir að þrengingar við Borgarbraut og hjáleið um Kveldúlfsgötu verði í gildi til 1. júní 2025.

Verktaki vill vekja athygli á því að öryggisráðstafanir hafa verið settar upp á vinnusvæðinu í samræmi við hefðbundnar verklagsreglur. Þær fela meðal annars í sér vinnugirðingu umhverfis svæðið til að tryggja öryggi allra.

Framkvæmdaaðilar bera ábyrgð á að tryggja öryggi á svæðinu með merkingum, leiðbeiningum og lokunum fyrir akandi og gangandi umferð.

Helstu tengiliðir vegna framkvæmdanna:

Viggó Örn Guðbjartsson frá Atlas verktökum

Dýrfinna Arnardóttir frá Dynju

Ljóst er að þessar framkvæmdir valda töluverðu raski fyrir íbúa og vegfarendur á svæðinu. Íbúar eru beðnir um að sýna aðstæðunum skilning og fara með gát um svæðið.

 

Tengdar fréttir

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðinn. Með þessum …

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …