28. maí, 2025
Tilkynningar

Consensa fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu.
Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir
sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar.

Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í einstaka samningshluta útboðsins eða alla
samningshluta.
Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum www.tendsign.is
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en kl. 12:00 þann 27. júní 2025

Nánari upplýsingar má finna á hér, á vef Consensa

Tengdar fréttir

28. maí, 2025
Fréttir

Kristján Gíslason lætur af störfum hjá Borgarbyggð

Kristján Þormar Gíslason lætur af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur starfað hjá Borgarbyggð í 27 ár, eða frá árinu 1998. Kristján hefur gegnt margvíslegum störfum, meðal annars sem skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi, skjalavörður í Ráðhúsi Borgarbyggðar og nú síðast sem þjónustufulltrúi. Við viljum þakka Kristjáni fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis láta eftirfarandi starfsmenn …

20. maí, 2025
Fréttir

Breytingar á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti í gær breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs Borgarbyggðar. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa, til áhaldahúss og …