
Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli.
Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.
Vettvangsskoðun verður mánudaginn 24. febrúar 2025 kl. 13:00. Mæting á Brákarbraut 25.
Nokkrar stærðir mannvirkja: Gólfflötur 3.200 m2, Gler og steinefni 2.400 kg, Asbest 3.000 kg, Málmur 43.500 kg.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá fimmtudeginum 14. febrúar 2025 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ .
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 19. mars 2025.
Heimild: Borgarbyggð
Tengdar fréttir

Lausar lóðir sýnilegar í kortasjá Borgarbyggðar
Sveitarfélagið hefur undanfarin misseri unnið að því að gera lausar lóðir aðgengilegar í kortasjá og er afraksturinn nú sýnilegur notendum. Með þessari lausn geta áhugasamir litið yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og fengið allar helstu upplýsingar í gegnum vefinn. Kortasjáin er uppfærð jafnóðum og breytingar verða á lóðaframboði, þannig að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Ef notandi vill nýta sér …

Sveitarfélög á Vesturlandi óska eftir fundi vegna ástands í vegamálum
Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra formlegt bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna alvarlegs ástands í vegamálum á svæðinu. Í erindinu er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum til að ræða skipun viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa Vesturlands …