
Sveitarfélagið hefur undanfarin misseri unnið að því að gera lausar lóðir aðgengilegar í kortasjá og er afraksturinn nú sýnilegur notendum.
Með þessari lausn geta áhugasamir litið yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og fengið allar helstu upplýsingar í gegnum vefinn.
Kortasjáin er uppfærð jafnóðum og breytingar verða á lóðaframboði, þannig að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum.
Ef notandi vill nýta sér þessa lausn og sjá lausar lóðir á kortasjánni þarf að haka við „Lausar lóðir“ á valmyndinni sem birtist hæra meginn á skjánum. Þegar smellt er á einstaka lóð opnast spjald með öllum upplýsingum um hana, svo sem tegund, stærð, leyfilegt byggingarmagn og gatnagerðargjöld. Einnig er þar hægt að hlaða niður lóðablaði og senda fyrirspurn.
Sömuleiðis er að finna hlekk á umsókn um lóðina beint í kortasjánni, en allar umsóknir þurfa að berast í gegnum Mínar síður.
Með þessari nýjung verður ferlið aðgengilegra og öflugra fyrir alla þá sem hyggjast sækja um lóðir. Hvetjum við áhugasama til að kynna sér kortasjána og nýta sér þær upplýsingar sem þar er að finna.
Kortasjá Borgarbyggðar má finna hér.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.
Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn
Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.