2. febrúar, 2024
Fréttir

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna.
Hér er hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig hjá sveitarfélaginu eða alla saman ásamt því að getað séð hvernig var hjá öðrum sveitarfélögum og borið sig saman við þau: Microsoft Power BI. Einnig er hægt að sjá magn hvers flokks, magn kemur frá heimilum og  magnur frá mótttökustöðvum.

Hér er svo hægt að lesa meira um sérstaka söfnun sveitarfélaganna Leita á vefnum | Vöruflokkar | Úrvinnslusjóður (urvinnslusjodur.is)

Mjög ánægjulegt er að sjá ef sveitarfélagið er borið saman við önnur sveitarfélög, er varðar íbúafjölda, þá hafa íbúar staðið sig mjög vel í flokkun og eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram sínu góða starfi þar.

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðkurkenning veitt  fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir ung Borgfirsk sviðlistakona sem steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir það hóf hún framhaldsnám við Söngskólann í …

16. júní, 2025
Fréttir

Þakkir við starfslok

Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …