2. febrúar, 2024
Fréttir

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna.
Hér er hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig hjá sveitarfélaginu eða alla saman ásamt því að getað séð hvernig var hjá öðrum sveitarfélögum og borið sig saman við þau: Microsoft Power BI. Einnig er hægt að sjá magn hvers flokks, magn kemur frá heimilum og  magnur frá mótttökustöðvum.

Hér er svo hægt að lesa meira um sérstaka söfnun sveitarfélaganna Leita á vefnum | Vöruflokkar | Úrvinnslusjóður (urvinnslusjodur.is)

Mjög ánægjulegt er að sjá ef sveitarfélagið er borið saman við önnur sveitarfélög, er varðar íbúafjölda, þá hafa íbúar staðið sig mjög vel í flokkun og eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram sínu góða starfi þar.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …