2. febrúar, 2024
Fréttir

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna.
Hér er hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig hjá sveitarfélaginu eða alla saman ásamt því að getað séð hvernig var hjá öðrum sveitarfélögum og borið sig saman við þau: Microsoft Power BI. Einnig er hægt að sjá magn hvers flokks, magn kemur frá heimilum og  magnur frá mótttökustöðvum.

Hér er svo hægt að lesa meira um sérstaka söfnun sveitarfélaganna Leita á vefnum | Vöruflokkar | Úrvinnslusjóður (urvinnslusjodur.is)

Mjög ánægjulegt er að sjá ef sveitarfélagið er borið saman við önnur sveitarfélög, er varðar íbúafjölda, þá hafa íbúar staðið sig mjög vel í flokkun og eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram sínu góða starfi þar.

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …