2. febrúar, 2024
Fréttir

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna.
Hér er hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig hjá sveitarfélaginu eða alla saman ásamt því að getað séð hvernig var hjá öðrum sveitarfélögum og borið sig saman við þau: Microsoft Power BI. Einnig er hægt að sjá magn hvers flokks, magn kemur frá heimilum og  magnur frá mótttökustöðvum.

Hér er svo hægt að lesa meira um sérstaka söfnun sveitarfélaganna Leita á vefnum | Vöruflokkar | Úrvinnslusjóður (urvinnslusjodur.is)

Mjög ánægjulegt er að sjá ef sveitarfélagið er borið saman við önnur sveitarfélög, er varðar íbúafjölda, þá hafa íbúar staðið sig mjög vel í flokkun og eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram sínu góða starfi þar.

Tengdar fréttir

6. júní, 2023
Fréttir

241. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Fundarboð

6. júní, 2023
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.