2. febrúar, 2024
Fréttir

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu.
Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna.
Hér er hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig hjá sveitarfélaginu eða alla saman ásamt því að getað séð hvernig var hjá öðrum sveitarfélögum og borið sig saman við þau: Microsoft Power BI. Einnig er hægt að sjá magn hvers flokks, magn kemur frá heimilum og  magnur frá mótttökustöðvum.

Hér er svo hægt að lesa meira um sérstaka söfnun sveitarfélaganna Leita á vefnum | Vöruflokkar | Úrvinnslusjóður (urvinnslusjodur.is)

Mjög ánægjulegt er að sjá ef sveitarfélagið er borið saman við önnur sveitarfélög, er varðar íbúafjölda, þá hafa íbúar staðið sig mjög vel í flokkun og eru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram sínu góða starfi þar.

Tengdar fréttir

27. október, 2025
Fréttir

Opið hús í Varmalandi

Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.

27. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir áfram lokaður að hluta

Framkvæmdir  við Einkunnir halda áfram,  27. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá afleggjara við sánugusu að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og geta vegfarendur átt von á að koma að lokuðum vegi, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því …