28. desember, 2023
Tilkynningar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf.

Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.

Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins og ber ábyrgð á þeim. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á framsetningu vefsíða, samfélagsmiðla og annarra miðla sveitarfélagsins og innleiðingu nýrra lausna hvað varðar upplýsingamál með áherslu á starfræna þróun og lausnir.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun í upplýsinga- og kynningarmálum í samráði við stjórnendur.
  • Leiðir stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og stafrænnar upplýsingamiðlunar.
  • Umsjón með upplýsingamiðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins til innri og ytri viðskiptavina.
  • Gerð auglýsinga og kynningar- og markaðsefnis, útgáfa og dreifing.
  • Skipulagning, framkvæmd viðburða og hátíða á vegum sveitarfélagsins.
  • Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining.
  • Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn, sem og samskipti við fjölmiðla.
  • Fulltrúi sveitarfélagsins í málefnum varðandi ferðaþjónustu og uppbyggingu þar að lútandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er kostur.
  • Góð þekking á upplýsingakerfum, vefumsjónarkerfum, myndvinnslu, samfélagsmiðlum og almennri tölvukunnáttu.
  • Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
  • Gott vald á íslenskri tungu í mæltu og rituðu máli. Mikil færni og reynsla í textagerð.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni.
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.