
Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf.
Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins og ber ábyrgð á þeim. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á framsetningu vefsíða, samfélagsmiðla og annarra miðla sveitarfélagsins og innleiðingu nýrra lausna hvað varðar upplýsingamál með áherslu á starfræna þróun og lausnir.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Stefnumótun í upplýsinga- og kynningarmálum í samráði við stjórnendur.
- Leiðir stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og stafrænnar upplýsingamiðlunar.
- Umsjón með upplýsingamiðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins til innri og ytri viðskiptavina.
- Gerð auglýsinga og kynningar- og markaðsefnis, útgáfa og dreifing.
- Skipulagning, framkvæmd viðburða og hátíða á vegum sveitarfélagsins.
- Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining.
- Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn, sem og samskipti við fjölmiðla.
- Fulltrúi sveitarfélagsins í málefnum varðandi ferðaþjónustu og uppbyggingu þar að lútandi.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er kostur.
- Góð þekking á upplýsingakerfum, vefumsjónarkerfum, myndvinnslu, samfélagsmiðlum og almennri tölvukunnáttu.
- Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
- Gott vald á íslenskri tungu í mæltu og rituðu máli. Mikil færni og reynsla í textagerð.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni.
- Sveigjanlegur vinnutími
- Stytting vinnuvikunnar
- Heilsustyrkur til starfsmanna
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …