Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf.
Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með upplýsinga- og kynningarmálum sveitarfélagsins og ber ábyrgð á þeim. Upplýsingafulltrúi ber ábyrgð á framsetningu vefsíða, samfélagsmiðla og annarra miðla sveitarfélagsins og innleiðingu nýrra lausna hvað varðar upplýsingamál með áherslu á starfræna þróun og lausnir.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
- Stefnumótun í upplýsinga- og kynningarmálum í samráði við stjórnendur.
- Leiðir stefnumótun varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og stafrænnar upplýsingamiðlunar.
- Umsjón með upplýsingamiðlum, heimasíðum og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins til innri og ytri viðskiptavina.
- Gerð auglýsinga og kynningar- og markaðsefnis, útgáfa og dreifing.
- Skipulagning, framkvæmd viðburða og hátíða á vegum sveitarfélagsins.
- Móttaka viðskiptavina, afgreiðsla og leiðbeining.
- Upplýsingagjöf og aðstoð við viðskiptavini og starfsmenn, sem og samskipti við fjölmiðla.
- Fulltrúi sveitarfélagsins í málefnum varðandi ferðaþjónustu og uppbyggingu þar að lútandi.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er kostur.
- Góð þekking á upplýsingakerfum, vefumsjónarkerfum, myndvinnslu, samfélagsmiðlum og almennri tölvukunnáttu.
- Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
- Gott vald á íslenskri tungu í mæltu og rituðu máli. Mikil færni og reynsla í textagerð.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfni, vandvirkni og nákvæmni.
- Sveigjanlegur vinnutími
- Stytting vinnuvikunnar
- Heilsustyrkur til starfsmanna
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.