Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum.
Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða stiga að grunnskólanum. Frá Íþróttamiðstöð verður gangandi vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða niður á íþróttavöll.
Við gönguleið að grunnskólanum, sem þverar aðkomuveg við UMSB húsið (Skallagrímsgata 7a), verður sett upp tvöfalt hlið sem afmarkar gönguleiðina frá akandi umferð að framkvæmdasvæði fjölnotahúsnæðis. Þá verður akstursleið inn á Skallagrímsgötu frá Borgarbraut þrengd við tónlistarskólann og við gangbrautir móts við Íþróttamiðstöð.
Verkeftirlitsmaður framkvæmdarinnar er Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir um öryggismál skal senda á netfangið orri.jons@efla.is
Framkvæmdaraðilar hvetja íbúa til að kynna sér vel breytingar á umferðarleiðum og leggja áherslu á að upplýsa börn og ungmenni sérstaklega um þær.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.