13. mars, 2025
Fréttir

Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum.

Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða stiga að grunnskólanum. Frá Íþróttamiðstöð verður gangandi vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða niður á íþróttavöll.

Við gönguleið að grunnskólanum, sem þverar aðkomuveg við UMSB húsið (Skallagrímsgata 7a), verður sett upp tvöfalt hlið sem afmarkar gönguleiðina frá akandi umferð að framkvæmdasvæði fjölnotahúsnæðis. Þá verður akstursleið inn á Skallagrímsgötu frá Borgarbraut þrengd við tónlistarskólann og við gangbrautir móts við Íþróttamiðstöð.

 

Verkeftirlitsmaður framkvæmdarinnar er Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir um öryggismál skal senda á netfangið orri.jons@efla.is

 

Framkvæmdaraðilar hvetja íbúa til að kynna sér vel breytingar á umferðarleiðum og leggja áherslu á að upplýsa börn og ungmenni sérstaklega um þær.

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …