Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum.
Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða stiga að grunnskólanum. Frá Íþróttamiðstöð verður gangandi vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða niður á íþróttavöll.
Við gönguleið að grunnskólanum, sem þverar aðkomuveg við UMSB húsið (Skallagrímsgata 7a), verður sett upp tvöfalt hlið sem afmarkar gönguleiðina frá akandi umferð að framkvæmdasvæði fjölnotahúsnæðis. Þá verður akstursleið inn á Skallagrímsgötu frá Borgarbraut þrengd við tónlistarskólann og við gangbrautir móts við Íþróttamiðstöð.
Verkeftirlitsmaður framkvæmdarinnar er Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir um öryggismál skal senda á netfangið orri.jons@efla.is
Framkvæmdaraðilar hvetja íbúa til að kynna sér vel breytingar á umferðarleiðum og leggja áherslu á að upplýsa börn og ungmenni sérstaklega um þær.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.