
Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum.
Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða stiga að grunnskólanum. Frá Íþróttamiðstöð verður gangandi vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða niður á íþróttavöll.
Við gönguleið að grunnskólanum, sem þverar aðkomuveg við UMSB húsið (Skallagrímsgata 7a), verður sett upp tvöfalt hlið sem afmarkar gönguleiðina frá akandi umferð að framkvæmdasvæði fjölnotahúsnæðis. Þá verður akstursleið inn á Skallagrímsgötu frá Borgarbraut þrengd við tónlistarskólann og við gangbrautir móts við Íþróttamiðstöð.
Verkeftirlitsmaður framkvæmdarinnar er Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir um öryggismál skal senda á netfangið orri.jons@efla.is
Framkvæmdaraðilar hvetja íbúa til að kynna sér vel breytingar á umferðarleiðum og leggja áherslu á að upplýsa börn og ungmenni sérstaklega um þær.
Tengdar fréttir

framkvæmdir við göngustíg í kirkjuvoginum
Vinna við malbikun á göngustíg í kirkjuvoginum, hefst fimmtudaginn 4. september og munu framkvæmdir standa fram yfir næstu viku. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja settum merkingum og keilum á vettvangi svo að tryggja megi öryggi allra. Við þökkum íbúum og vegfarendum kærlega fyrir skilning og samvinnu meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða framkvæmdir á göngustíg við kirkjugarðinn …

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025
Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof