13. mars, 2025
Fréttir

Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum.

Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða stiga að grunnskólanum. Frá Íþróttamiðstöð verður gangandi vegfarendum beint um Skallagrímsgarð eða niður á íþróttavöll.

Við gönguleið að grunnskólanum, sem þverar aðkomuveg við UMSB húsið (Skallagrímsgata 7a), verður sett upp tvöfalt hlið sem afmarkar gönguleiðina frá akandi umferð að framkvæmdasvæði fjölnotahúsnæðis. Þá verður akstursleið inn á Skallagrímsgötu frá Borgarbraut þrengd við tónlistarskólann og við gangbrautir móts við Íþróttamiðstöð.

 

Verkeftirlitsmaður framkvæmdarinnar er Orri Jónsson hjá Eflu. Ábendingar eða athugasemdir um öryggismál skal senda á netfangið orri.jons@efla.is

 

Framkvæmdaraðilar hvetja íbúa til að kynna sér vel breytingar á umferðarleiðum og leggja áherslu á að upplýsa börn og ungmenni sérstaklega um þær.

Tengdar fréttir

1. júlí, 2025
Fréttir

Álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …