
Fyrir skömmu gerðist það að vegna viðgerða á Borgarbraut urðu spennubreytingar á ljósastaurum á hluta Borgarbrautar, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu sem leiddi til þess að lampar sprungu í ljósastaurum. Verkið er í höndum RARIK. Lagfæringum lauk að mestu daginn eftir en því miður er lýsing ekki komin í samt lag að fullu, sérstaklega á Borgarbraut. Nýjir lampar komu í gær og viðgerðamenn komnir á stað, því lýkur viðgerð vonandi von bráðar.
Tengdar fréttir

Starfamessa 2025
Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …

270. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, þriðjudaginn 14. október 2025 og hefst kl. 17:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 270. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.