6. desember, 2023
Fréttir

Fyrir skömmu gerðist það að vegna viðgerða á Borgarbraut urðu spennubreytingar á ljósastaurum á hluta Borgarbrautar, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu sem leiddi til þess að lampar sprungu í ljósastaurum. Verkið er í höndum RARIK. Lagfæringum lauk að mestu daginn eftir en því miður er lýsing ekki komin í samt lag að fullu, sérstaklega á Borgarbraut. Nýjir lampar komu í gær og viðgerðamenn komnir á stað, því lýkur viðgerð vonandi von bráðar.

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.