Fyrir skömmu gerðist það að vegna viðgerða á Borgarbraut urðu spennubreytingar á ljósastaurum á hluta Borgarbrautar, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu sem leiddi til þess að lampar sprungu í ljósastaurum. Verkið er í höndum RARIK. Lagfæringum lauk að mestu daginn eftir en því miður er lýsing ekki komin í samt lag að fullu, sérstaklega á Borgarbraut. Nýjir lampar komu í gær og viðgerðamenn komnir á stað, því lýkur viðgerð vonandi von bráðar.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …