
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Nýjum flokk hefur verið bætt við til reynslu þar sem óskað er eftir tilnefningum um snyrtilegt umhverfi sem hefur verið vel við haldið. Flokkurinn er ætlaður tilnefningum sem falla ekki undir hinar hefðbundnu umhverfisviðurkenningar. Horft er þá til almennrar umhirðu, umgengni og heildarásýndar.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:
- Snyrtilegt bændabýli
- Falleg lóð við íbúðarhús
- Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
- Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og skal senda tilnefningu eigi síðar en 30. september 2024.
Tengdar fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …