Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Nýjum flokk hefur verið bætt við til reynslu þar sem óskað er eftir tilnefningum um snyrtilegt umhverfi sem hefur verið vel við haldið. Flokkurinn er ætlaður tilnefningum sem falla ekki undir hinar hefðbundnu umhverfisviðurkenningar. Horft er þá til almennrar umhirðu, umgengni og heildarásýndar.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:
- Snyrtilegt bændabýli
- Falleg lóð við íbúðarhús
- Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
- Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og skal senda tilnefningu eigi síðar en 30. september 2024.
Tengdar fréttir

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …

Opið hús í Varmalandi
Fimmtudaginn 30. október frá kl. 14:00–16:00 bjóða GBF Varmalandsdeild og leikskólinn Hraunborg öllum í heimsókn.Gestum gefst tækifæri til að skoða afrakstur verkefna nemenda sem unnin hafa verið í tengslum við fjölmenningu.Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér fjölbreytt og öflugt starf skólanna.