28. ágúst, 2024
Fréttir

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Nýjum flokk hefur verið bætt við til reynslu þar sem óskað er eftir tilnefningum um snyrtilegt umhverfi sem hefur verið vel við haldið. Flokkurinn er ætlaður tilnefningum sem falla ekki undir hinar hefðbundnu umhverfisviðurkenningar. Horft er þá til almennrar umhirðu, umgengni og heildarásýndar.

 

Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:

  1. Snyrtilegt bændabýli
  2. Falleg lóð við íbúðarhús
  3. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
  4. Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála

Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og skal senda tilnefningu eigi síðar en 30. september 2024.

 

Senda inn tilnefningu hér

 

Tengdar fréttir

17. desember, 2024
Fréttir

Mokstur gatna og gangstétta á Þorsteinsgötu og Kjartansgötu

Íbúar Þorsteinsgötu og Kjartansgötu eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum þar sem má leggja og þannig að hægt sé að moka greiðlega götur og gangstéttar.

16. desember, 2024
Fréttir

Opnunartími yfir hátíðarnar á móttökustöðinni fyrir úrgang að Sólbakka 12

24., 25., 26. desember er lokað 31. desember lokað 1. janúar lokað Venjuleg opnun aðra daga.