28. ágúst, 2024
Fréttir

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Nýjum flokk hefur verið bætt við til reynslu þar sem óskað er eftir tilnefningum um snyrtilegt umhverfi sem hefur verið vel við haldið. Flokkurinn er ætlaður tilnefningum sem falla ekki undir hinar hefðbundnu umhverfisviðurkenningar. Horft er þá til almennrar umhirðu, umgengni og heildarásýndar.

 

Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:

  1. Snyrtilegt bændabýli
  2. Falleg lóð við íbúðarhús
  3. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
  4. Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála

Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og skal senda tilnefningu eigi síðar en 30. september 2024.

 

Senda inn tilnefningu hér

 

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …