Vegna framkvæmda á Borgarbraut er meiri umferð um Þorsteinsgötu og þar af leiðandi við íþróttahúsið. Gestir íþróttahússins sem eru að sækja eða skilja eftir aðila eru beðin um að stoppa ekki við eða á gangbrautinni sem er framan við íþróttahúsið. Við það geta skapast raðir bíla og þá hættu fyrir börn sem ganga yfir gangbrautina, þar sem kyrrstæðu ökutækin skyggja á þau er þau ganga yfir gangbrautina.
Einnig er vert að nefna að þegar bílum er ekið af Þorsteinsgötu og inn á Borgarbraut og Böðvarsgötu gildir biðskylda. Umferðareglur er varðar akstur á þessari leið hefur ekki breyst þó svo að Þorsteinsgatan sé lokuð til suðurs.
Tengdar fréttir

Störf laus til umsóknar í Borgarbyggð
Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2025. Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal …

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.