Vegna framkvæmda á Borgarbraut er meiri umferð um Þorsteinsgötu og þar af leiðandi við íþróttahúsið. Gestir íþróttahússins sem eru að sækja eða skilja eftir aðila eru beðin um að stoppa ekki við eða á gangbrautinni sem er framan við íþróttahúsið. Við það geta skapast raðir bíla og þá hættu fyrir börn sem ganga yfir gangbrautina, þar sem kyrrstæðu ökutækin skyggja á þau er þau ganga yfir gangbrautina.
Einnig er vert að nefna að þegar bílum er ekið af Þorsteinsgötu og inn á Borgarbraut og Böðvarsgötu gildir biðskylda. Umferðareglur er varðar akstur á þessari leið hefur ekki breyst þó svo að Þorsteinsgatan sé lokuð til suðurs.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …
