19. nóvember, 2024
Tilkynningar

Við alþingiskosningar laugardaginn 30. nóvember 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:

Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00

Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00

Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00

Kleppjárnsreykjakjördeild í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Bæjarsveitar, Lundarreykjadals,
Flókadals, Reykholtsdals, Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00

Kjósendur athugi að kjördeildirnar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum
loka kl. 22 en aðrar kl. 20.

Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga
að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands kosning.is geta kjósendur kannað
hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar

Á kjördag verður yfirkjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur
í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími formanns er 862-1270.

Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

14. nóvember, 2025
Fréttir

Ráð gert fyrir 234 m.kr. afgangi af rekstri Borgarbyggðar 2026 og framkvæmt samkvæmt áætlun

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var afgreidd frá fyrri umræðu í sveitarstjórn í gær. Á árinu 2026 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi af A-hluta að fjárhæð 234 m.kr. og að veltufé frá rekstri verði 727 m.kr. sem samsvarar 9,8% framlegð en tekjur eru áætlaðar 7.441 m.kr. Fjárfestingar Borgarbyggðar hafa verið miklar eins og gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir síðastliðin …

14. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …