8. desember, 2023
Fréttir

Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun.

Í janúar á næsta ári stendur íbúum í Borgarbyggð til boða að sækja viðtöl hjá ráðgjafa Bjarkahlíðar. Viðtölin fara fram í Borgarnesi. Þjónustan stendur þolendum ofbeldis af öllum kynjum til boða sem eru 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, https://bjarkarhlid.is/.

Frekari upplýsingar veitir einnig Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, netfang erlabjorg@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100 og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is eða í síma 553-3000

Tengdar fréttir

15. október, 2025
Fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

13. október, 2025
Fréttir

Starfamessa 2025

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …