8. desember, 2023
Fréttir

Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun.

Í janúar á næsta ári stendur íbúum í Borgarbyggð til boða að sækja viðtöl hjá ráðgjafa Bjarkahlíðar. Viðtölin fara fram í Borgarnesi. Þjónustan stendur þolendum ofbeldis af öllum kynjum til boða sem eru 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, https://bjarkarhlid.is/.

Frekari upplýsingar veitir einnig Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, netfang erlabjorg@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100 og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is eða í síma 553-3000

Tengdar fréttir

13. janúar, 2026
Fréttir

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn, 15. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: —————— 273. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Streymi frá fundinum má finna hér.

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …