
Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun.
Í janúar á næsta ári stendur íbúum í Borgarbyggð til boða að sækja viðtöl hjá ráðgjafa Bjarkahlíðar. Viðtölin fara fram í Borgarnesi. Þjónustan stendur þolendum ofbeldis af öllum kynjum til boða sem eru 18 ára og eldri.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, https://bjarkarhlid.is/.
Frekari upplýsingar veitir einnig Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, netfang erlabjorg@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100 og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is eða í síma 553-3000
Tengdar fréttir

Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Talning atkvæða fer fram þegar að öllum kjörstöðum hefur verið lokað þann 20.september 2025 og búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði. Taling hefst kl 19 í Hjálmakletti þann sama dag. Úrslit verða birt að talningu lokinni.

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.