Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun.
Í janúar á næsta ári stendur íbúum í Borgarbyggð til boða að sækja viðtöl hjá ráðgjafa Bjarkahlíðar. Viðtölin fara fram í Borgarnesi. Þjónustan stendur þolendum ofbeldis af öllum kynjum til boða sem eru 18 ára og eldri.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, https://bjarkarhlid.is/.
Frekari upplýsingar veitir einnig Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, netfang erlabjorg@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100 og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is eða í síma 553-3000
Tengdar fréttir

Borgarbyggð innleiðir stafrænt vinnuafl
Nýlega hóf sveitarfélagið Borgarbyggð innleiðingu á stafrænu vinnuafli til að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og auka skilvirkni í þjónustu. Um er að ræða eins konar stafræna gervigreind sem vinnur verkefni í kerfum sveitarfélagsins. Fyrstu verkefni stafræna vinnuaflsins hjá Borgarbyggð er afstemmning lánadrottna og kröfuvöktun. Kostir innleiðingar stafræns vinnuafls eru meðal annars: Ávinningur kemur strax fram – þetta er í raun nýr …

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þar sem kynnt verður tillaga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2026 og framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára. Tillagan hefur þegar farið í gegn um fyrri umræðu í sveitarstjórn og áætlað er að taka hana til síðari umræðu 13. desember nk. Á fundinum verður farið yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og helstu áherslur komandi árs. Sveitarstjóri mun …