8. desember, 2023
Fréttir

Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun.

Í janúar á næsta ári stendur íbúum í Borgarbyggð til boða að sækja viðtöl hjá ráðgjafa Bjarkahlíðar. Viðtölin fara fram í Borgarnesi. Þjónustan stendur þolendum ofbeldis af öllum kynjum til boða sem eru 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, https://bjarkarhlid.is/.

Frekari upplýsingar veitir einnig Erla Björg Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, netfang erlabjorg@borgarbyggd.is, eða í síma 433-7100 og Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, netfang: jenny@bjarkarhlid.is eða í síma 553-3000

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.