
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024!
Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug.
Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna!
Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu þátttakendur rúmlega 26.862 km – komumst lengra í ár og syndum saman í kringum Ísland!
- Hver getur tekið þátt? Allir! Hvatt er til þátttöku skóla, sundfélaga og almennings.
- Hvernig tek ég þátt? Skráðu þig inn á www.syndum.is, fylgstu með heildarsundmetrum þjóðarinnar, og sjáðu hversu marga hringi við getum synt í kringum landið.
Sund er fyrir alla, óháð aldri og líkamlegu ástandi. Það styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur þol, og er skemmtileg tómstundaiðja fyrir alla fjölskylduna.
Skráðu þig núna á www.syndum.is og láttu hvern metra telja!
Tengdar fréttir

Laus störf hjá Borgarbyggð
Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær
Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …