
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024!
Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug.
Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna!
Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu þátttakendur rúmlega 26.862 km – komumst lengra í ár og syndum saman í kringum Ísland!
- Hver getur tekið þátt? Allir! Hvatt er til þátttöku skóla, sundfélaga og almennings.
- Hvernig tek ég þátt? Skráðu þig inn á www.syndum.is, fylgstu með heildarsundmetrum þjóðarinnar, og sjáðu hversu marga hringi við getum synt í kringum landið.
Sund er fyrir alla, óháð aldri og líkamlegu ástandi. Það styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur þol, og er skemmtileg tómstundaiðja fyrir alla fjölskylduna.
Skráðu þig núna á www.syndum.is og láttu hvern metra telja!
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …