Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024!
Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug.
Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna!
Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu þátttakendur rúmlega 26.862 km – komumst lengra í ár og syndum saman í kringum Ísland!
- Hver getur tekið þátt? Allir! Hvatt er til þátttöku skóla, sundfélaga og almennings.
- Hvernig tek ég þátt? Skráðu þig inn á www.syndum.is, fylgstu með heildarsundmetrum þjóðarinnar, og sjáðu hversu marga hringi við getum synt í kringum landið.
Sund er fyrir alla, óháð aldri og líkamlegu ástandi. Það styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur þol, og er skemmtileg tómstundaiðja fyrir alla fjölskylduna.
Skráðu þig núna á www.syndum.is og láttu hvern metra telja!
Tengdar fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …