19. júlí, 2024
Tilkynningar

Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá frá 22. júlí – 6. ágúst nk.

Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera 30 dagar.

Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er er því föstudagurinn 19.júlí, síminn opnar kl. 9.30 en móttaka gesta kl. 10.00 – 14.00. Skrifstofan verður opnuð að nýju þriðjudaginn 6. ágúst, síminn frá kl. 9.30 og móttaka gesta frá 10.00 – 15.00

ATH: Tilkynningarhnappur barnaverndar er og verður áfram opinn og hann má nálgast hér. Eins verður áfram hægt að senda póst á netfangið barnavernd@borgarbyggd.is.

Tengdar fréttir

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …