Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá frá 22. júlí – 6. ágúst nk.
Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera 30 dagar.
Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er er því föstudagurinn 19.júlí, síminn opnar kl. 9.30 en móttaka gesta kl. 10.00 – 14.00. Skrifstofan verður opnuð að nýju þriðjudaginn 6. ágúst, síminn frá kl. 9.30 og móttaka gesta frá 10.00 – 15.00
ATH: Tilkynningarhnappur barnaverndar er og verður áfram opinn og hann má nálgast hér. Eins verður áfram hægt að senda póst á netfangið barnavernd@borgarbyggd.is.
Tengdar fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka
Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.