17. apríl, 2024
Fréttir
STÓRI PLOKK DAGURINN
Verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næst komandi og eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka þátt og hreinsa til í sínu nærumhverfi.
Opið er á gámastöðinni í Borgarnesi milli klukkan 14:00 og 18:00 sunnudaga til föstudags,
og milli klukkan 10:00 og 14:00 á laugardögum.
Vakin er athygli á að lokað er 1. maí.
Á heimasíðunni https://plokk.is/ er að finna hagnýtar upplýsingar um plokk á Íslandi.

 

Tengdar fréttir

14. janúar, 2025
Fréttir

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …

8. janúar, 2025
Fréttir

Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!