17. apríl, 2024
Fréttir
STÓRI PLOKK DAGURINN
Verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næst komandi og eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka þátt og hreinsa til í sínu nærumhverfi.
Opið er á gámastöðinni í Borgarnesi milli klukkan 14:00 og 18:00 sunnudaga til föstudags,
og milli klukkan 10:00 og 14:00 á laugardögum.
Vakin er athygli á að lokað er 1. maí.
Á heimasíðunni https://plokk.is/ er að finna hagnýtar upplýsingar um plokk á Íslandi.

 

Tengdar fréttir

3. nóvember, 2025
Fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

31. október, 2025
Fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 6. nóvember nk. kl.17.00, verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en …