30. október, 2024
Tilkynningar

Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.  

Lýsing á verkinu: 

  • Lýsing á stíg sem er 3 km langur 
  • Tenging strengs við spennistöð Rarik. 
  • Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik. 
  • Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum. 
  • Söndun undir og yfir alla strengi, lokin á skurði og frágangur. 
  • Uppsetning á ljósastaurum, tengiskápum og lömpum. 

Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef Ajour á vefslóðinni  https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ . Vefslóð verður opnuð kl.12, miðvikudaginn 30.október 2024. 

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl.12, miðvikudaginn 20.nóvember 2024 og verða tilboð opnuð kl.13 sama dag. 

 

Tengdar fréttir

11. september, 2025
Fréttir

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar  Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

10. september, 2025
Fréttir

Rannís á Vesturlandi 16 og 17 september n.k.

Mennta- og menningarsvið Rannís sækir Vesturland heim dagana 16. – 17. september. 17. septemberKl. 12:00 – 13:15 – Opinn kynningarfundur í Borgarnesi. Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Bjarnabraut 8. Léttar hádegisveitingar. Markmiðið er að kynna tækifæri sem bjóðast innan evrópskra og norrænna styrkjaáætlana. Erasmus+, áætun ESB fyrir öll skólastig, æskulýðsmál og íþróttir Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar Uppbyggingarsjóð …