Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.
Lýsing á verkinu:
- Lýsing á stíg sem er 3 km langur
- Tenging strengs við spennistöð Rarik.
- Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik.
- Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum.
- Söndun undir og yfir alla strengi, lokin á skurði og frágangur.
- Uppsetning á ljósastaurum, tengiskápum og lömpum.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef Ajour á vefslóðinni https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ . Vefslóð verður opnuð kl.12, miðvikudaginn 30.október 2024.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl.12, miðvikudaginn 20.nóvember 2024 og verða tilboð opnuð kl.13 sama dag.
Tengdar fréttir

Ráðstöfun frístundastyrks fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð
Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert. Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og …

Munum endurskinsmerkin
Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …