30. október, 2024
Tilkynningar

Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.  

Lýsing á verkinu: 

  • Lýsing á stíg sem er 3 km langur 
  • Tenging strengs við spennistöð Rarik. 
  • Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik. 
  • Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum. 
  • Söndun undir og yfir alla strengi, lokin á skurði og frágangur. 
  • Uppsetning á ljósastaurum, tengiskápum og lömpum. 

Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef Ajour á vefslóðinni  https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ . Vefslóð verður opnuð kl.12, miðvikudaginn 30.október 2024. 

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl.12, miðvikudaginn 20.nóvember 2024 og verða tilboð opnuð kl.13 sama dag. 

 

Tengdar fréttir

15. október, 2025
Fréttir

Lokun Hringvegar og rafmagnslaust, fimmtudaginn 16. október

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda fimmtudaginn 16. október verða bæði tímabundin lokun á Hringvegi 1 og rafmagnsrof á afmörkuðu svæði í Borgarfirði. Sjá tilkynningar frá Rarik og Vegargerðinni. Fimmtudaginn 16. október, milli klukkan 08:00-18:00, verður Hringvegur 1 norðan við Borgarnes lokaður vegna malbikunarframkvæmda. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut sunnan við Borgarfjarðarbrú og gatnamótum við Baulu. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða …

13. október, 2025
Fréttir

Starfamessa 2025

Starfamessa er viðburður þar sem fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynna störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum grunn- og framhaldsskóla og öðrum áhugasömum. Slíkar messur hafa verið vinsælar meðal grunn- og framhaldsskólanema sem vilja kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf. Fyrirtæki og stofnanir nota messuna til að kynna starfsemi sína. Markmið Starfamessu: Að kynna fjölbreytt námstækifæri á Vesturlandi …