Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.
Lýsing á verkinu:
- Lýsing á stíg sem er 3 km langur
- Tenging strengs við spennistöð Rarik.
- Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik.
- Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum.
- Söndun undir og yfir alla strengi, lokin á skurði og frágangur.
- Uppsetning á ljósastaurum, tengiskápum og lömpum.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef Ajour á vefslóðinni https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ . Vefslóð verður opnuð kl.12, miðvikudaginn 30.október 2024.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl.12, miðvikudaginn 20.nóvember 2024 og verða tilboð opnuð kl.13 sama dag.
Tengdar fréttir

Í skóginum búa litlar verur
Barnó! – Barnamenningarhátíð á Vesturlandi var í ár haldin í fyrsta sinn sem sameiginlegt verkefni allra sveitarfélaga á Vesturlandi. Hátíðin stóð yfir frá 9. október til 14. nóvember og bauð upp á fjölbreytta dagskrá; sirkuslistir, tónlist, bókmenntir, myndlist, leiklist, auk ýmissa smiðja og sýninga þar sem börn tóku sjálf virkan þátt. Í Skallagrímsgarði var meðal annars sett upp skemmtileg listasýning …

Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð
Ormahreinsun hunda og katta í Borgarbyggð fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. 24. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl.16:30-19:00. Fyrir ketti kl. 19:15-20:15. 25. nóvember Hvanneyri í “gamla BÚT-húsinu“ Klukkan 16:30-19:00. 2. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Klukkan 17:00-19:00. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir þá sem …