30. október, 2024
Tilkynningar

Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.  

Lýsing á verkinu: 

  • Lýsing á stíg sem er 3 km langur 
  • Tenging strengs við spennistöð Rarik. 
  • Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik. 
  • Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum. 
  • Söndun undir og yfir alla strengi, lokin á skurði og frágangur. 
  • Uppsetning á ljósastaurum, tengiskápum og lömpum. 

Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef Ajour á vefslóðinni  https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ . Vefslóð verður opnuð kl.12, miðvikudaginn 30.október 2024. 

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl.12, miðvikudaginn 20.nóvember 2024 og verða tilboð opnuð kl.13 sama dag. 

 

Tengdar fréttir

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …