26. október, 2023
Fréttir

Sveitarfélagið leitar til landeigenda og ábúenda um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum við vinnu endurskoðun aðalskipulags.

Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags hefur verið auglýst og verður í auglýsingu til 11 .september 2023

Vefkönnun – Staða og þróun landnotkunar í dreifbýli hefur verið sett í loftið og verða svör vefkönnunarinnar höfð til hliðsjónar við stefnumótun skipulags í bæði dreifbýli og þéttbýli, því er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að sem flestir komi fram með sínar skoðanir.

Taka þátt hér

Með von um góða þátttöku.

Tengdar fréttir

14. nóvember, 2025
Fréttir

Borgarbyggð eflir mál og læsi í leikskólum með nýju samstarfi

Borgarbyggð og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Mál og læsi: Snemmtæk íhlutun í leikskólum. Markmið verkefnisins er að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og grunnþætti læsis og fyrirbyggja eða draga þannig úr líkum á að þau glími við lestrarerfiðleika seinna meir. Einnig er markmiðið að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna …

13. nóvember, 2025
Fréttir

Söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð

Á næstu vikum mun fara fram söfnun á rúlluplasti í Borgarbyggð. Bændur sem vilja að sótt verði plast til þeirra eru vinsamlegast beðnir um að senda inn upplýsingar á netfangið ulm@borgarbyggd.is. Beiðnir þurfa að berast í síðasta lagi 20. nóvember. Við hvetjum alla til að hafa plastið sé vel frá gengið til þess að auðvelda söfnun.