
Fyrirtækið Alternance sem hefur yfirumsjón með verkefninu Sögutorgin óska eftir þátttöku í spurningakönnun um Sögutorgin í miðbæ Borgarness.
Könnunin er aðgengileg til og með 5. júní nk.
Íbúar eru hvattir til að taka þátt og segja sögur, koma með tillögur eða svara spurningum.
Verkefnið Sögutorgin felur í sér forhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Heimasíða verkefnisins er www.sogutorgin.is.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.
Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn
Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.