30. maí, 2023
Fréttir

Fyrirtækið Alternance sem hefur yfirumsjón með verkefninu Sögutorgin óska eftir þátttöku í spurningakönnun um Sögutorgin í miðbæ Borgarness. 

Könnunin er aðgengileg til og með 5. júní nk.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt og segja sögur, koma með tillögur eða svara spurningum.

Könnunina má nálgast hér

Verkefnið Sögutorgin felur í sér forhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðilaHeimasíða verkefnisins er www.sogutorgin.is.

 

Tengdar fréttir

29. apríl, 2025
Fréttir

Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.

Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …

25. apríl, 2025
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn

Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.