1. nóvember, 2023
Tilkynningar

Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023.

Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.

Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka verður sambærilegt því sem hefur verið í gert síðustu ár. Íbúar geta óskað eftir hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn.
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeymar
  • Rafmótorar
  • Hjólbarðar

Íbúar safna efninu saman á einn stað þar sem það er sótt. Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
  • Áætlað magn

Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 13. nóvember 2023

Skráning hér

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór í síma 894 4238 hjá Furu ehf.

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.

22. október, 2025
Fréttir

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …