
Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023.
Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.
Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka verður sambærilegt því sem hefur verið í gert síðustu ár. Íbúar geta óskað eftir hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum:
- Bílflök og annað almennt brotajárn.
- Ryðfrítt stál og ál
- Rafgeymar
- Rafmótorar
- Hjólbarðar
Íbúar safna efninu saman á einn stað þar sem það er sótt. Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:
- Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
- Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
- Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
- Áætlað magn
Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 13. nóvember 2023
Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór í síma 894 4238 hjá Furu ehf.
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …