1. nóvember, 2023
Tilkynningar

Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023.

Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.

Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka verður sambærilegt því sem hefur verið í gert síðustu ár. Íbúar geta óskað eftir hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum:

  • Bílflök og annað almennt brotajárn.
  • Ryðfrítt stál og ál
  • Rafgeymar
  • Rafmótorar
  • Hjólbarðar

Íbúar safna efninu saman á einn stað þar sem það er sótt. Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

  • Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
  • Áætlað magn

Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 13. nóvember 2023

Skráning hér

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór í síma 894 4238 hjá Furu ehf.

Tengdar fréttir

18. febrúar, 2025
Fréttir

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi

Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu. Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar. Núna er komið að …

18. febrúar, 2025
Fréttir

Vetrarfrí í heimabyggð

Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman. Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum. Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar …