22. október, 2025
Fréttir

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum.

Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var meðal fundargesta um mikilvægi þess að þjónusta Borgarbyggðar sé bæði skilvirk, aðgengileg og taki mið af fjölbreyttum þörfum íbúa í öllum póstnúmerum sveitarfélagsins.

Íbúar lögðu fram fjölmargar gagnlegar ábendingar og hugmyndir sem nýtast nú við áframhaldandi vinnu við gerð þjónustustefnu Borgarbyggðar.

Borgarbyggð þakkar öllum þeim sem mættu og tóku virkan þátt í samtalinu um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Niðurstöður fundanna munu mynda mikilvægan grunn að áframhaldandi stefnumótunarvinnu.

Senda má inn frekari athugasemdir á borgarbyggd@borgarbyggd.is til 1. nóvember nk.
Drög af þjónustustefnu Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.