
Það er öllum mikilvægt að geta komist örugglega og greiðlega um götur, gangstéttar og stíga bæjarins. Á sumum stöðum nær trjágróður út fyrir lóðarmörk og veldur vandræðum fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Í sumum tilvikum skyggir hann jafnvel á umferðarmerki, götuheiti eða lýsingu.
Lóðarhafa er skylt samkvæmt gr. 7.2.2. í byggingarreglugerð að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.
Vaxi gróður út fyrir lóðarmörk þarf að vera 2,8 metra lágmarkshæð undir hann frá gangstétt eða gangstíg. Lágmarkshæð yfir akbraut þarf að vera 4,2 metrar.
Íbúar Borgarbyggðar eru því hvattir til að huga vel að lóðum sínum og snyrta trjá- og runnagróður reglulega, svo allir geti notið öruggs og snyrtilegs umhverfis.
Tengdar fréttir

Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrum þann 17.9.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof