20. ágúst, 2024
Tilkynningar

Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026

Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026

Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með
snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan
þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst
verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka en slíkt telst til
undantekningartilfella.

Afhending gagna hefst 20.08.2024 kl 11:00 og má nálgast útboðsgögn á útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour:

 

Áætlaðar magntölur:

Snjómokstur gatna með traktorsgröfu og fjölplóg: 200 klst.

Mokstur á snjó sem flytja á burt: 20 klst.

Akstur með snjó á vörubíl sem flytja á burt: 20 klst.

Tilboðum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 11.9.2024 fyrir kl 11:00 í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour.

Tengdar fréttir

2. janúar, 2026
Fréttir

Þrettándagleði í Borgarnesi

18. desember, 2025
Fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar

Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …