20. ágúst, 2024
Tilkynningar

Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026

Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026

Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með
snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan
þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst
verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka en slíkt telst til
undantekningartilfella.

Afhending gagna hefst 20.08.2024 kl 11:00 og má nálgast útboðsgögn á útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour:

 

Áætlaðar magntölur:

Snjómokstur gatna með traktorsgröfu og fjölplóg: 200 klst.

Mokstur á snjó sem flytja á burt: 20 klst.

Akstur með snjó á vörubíl sem flytja á burt: 20 klst.

Tilboðum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 11.9.2024 fyrir kl 11:00 í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour.

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.