
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026
Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026
Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með
snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan
þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst
verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka en slíkt telst til
undantekningartilfella.
Afhending gagna hefst 20.08.2024 kl 11:00 og má nálgast útboðsgögn á útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour:
Áætlaðar magntölur:
Snjómokstur gatna með traktorsgröfu og fjölplóg: 200 klst.
Mokstur á snjó sem flytja á burt: 20 klst.
Akstur með snjó á vörubíl sem flytja á burt: 20 klst.
Tilboðum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 11.9.2024 fyrir kl 11:00 í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …