
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026
Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026
Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með
snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan
þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst
verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka en slíkt telst til
undantekningartilfella.
Afhending gagna hefst 20.08.2024 kl 11:00 og má nálgast útboðsgögn á útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour:
Áætlaðar magntölur:
Snjómokstur gatna með traktorsgröfu og fjölplóg: 200 klst.
Mokstur á snjó sem flytja á burt: 20 klst.
Akstur með snjó á vörubíl sem flytja á burt: 20 klst.
Tilboðum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 11.9.2024 fyrir kl 11:00 í gegnum útboðsvef Borgarbyggðar á Ajour.
Tengdar fréttir

Þrívíddarmyndir af fjölnota íþróttahúsi
Myndbandið gefur nokkra mynd á útlit fjölnota íþróttahússins. Fyrsta skóflustungan mun svo fara fram á fimmtudaginn, þann 20.03 en dagskrá hefst kl.17:00. Það er okkur mikil ánægja og heiður að sýna íbúum umræddar þrívíddarmyndir af húsinu.

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum
Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu. Úthlutanir styrkja …