3. júlí, 2024
Tilkynningar

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi

Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst óveruleg og var málsmeðferðin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til varðveislu og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagsbreyting í skipulagsgátt

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …