Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi
Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst óveruleg og var málsmeðferðin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til varðveislu og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …