3. júlí, 2024
Tilkynningar

Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi

Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst óveruleg og var málsmeðferðin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til varðveislu og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulagsbreyting í skipulagsgátt

Tengdar fréttir

16. desember, 2025
Fréttir

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.  

15. desember, 2025
Fréttir

Ráðuneytið staðfestir lögmæti íbúakosninga um sameiningu

Föstudaginn 12. desember bárust Borgarbyggð og Skorradalshreppi niðurstöður innviðaráðuneytis varðandi kærur tveggja sveitarstjórnarmanna í Skorradalshreppi varðandi undirbúning og framkvæmd íbúakosninga um sameiningu sveitarfélaganna sem fram fóru 5.-20. september sl. Niðurstaða ráðuneytisins er að framkvæmdin hafi ekki verið haldin neinum þeim ágöllum sem varðað geta ógildingu kosninganna. Íbúakosningarnar og niðurstöður þeirra teljast því fullgildar. Þar með er staðfest að íbúar Borgarbyggðar …