Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti þann 27. júní 2024 eftirfarandi tillögu samkvæmt 42. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Deiliskipulagsbreyting – Skólasvæði, Þ3, grunnskólinn í Borgarnesi
Deiliskipulagsbreytingin tekur til minnkunar á skipulagssvæði sem nemur lóð Skallagrímsgötu 7a og stigann niður að íþróttasvæðinu. Breytingin er gerð samhliða nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði Borgarness og er einnig gerð aðalskipulagsbreyting samhliða. Breytingin telst óveruleg og var málsmeðferðin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til varðveislu og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.
Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.
Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …