5. febrúar, 2025
Tilkynningar

Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður.

Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar.

Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en fylgst verður með því hvort opna megi aftur eftir klukkan 13:00 á morgun (6. febrúar). Nánari upplýsingar verða teknar með Óðal þegar líður á daginn.

Íþróttamiðstöðvarnar verða einnig lokaðar til klukkan 13:00, nema annað breytist.
Frá og með klukkan 16 í dag (5.feb) er íþróttahúsið í Borgarnesi lokað og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu. 

 

Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.

Tengdar fréttir

12. ágúst, 2025
Fréttir

Kubb-völlur í Skallagrímsgarði

Nú er búið að setja upp Kubb-völl í Skallagrímsgarði og verður hann opinn fram eftir hausti, eftir því sem veður og vindar leyfa. Við hvetjum fjölskyldur og vini til að hittast í garðinum, spila Kubb, taka með sér nesti og eiga notalega stund saman. Í Skallagrímsgarði er oft gott skjól og veður, sem gerir hann að frábærum stað til útiveru. …

11. ágúst, 2025
Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni

Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort …