
Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður.
Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar.
Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en fylgst verður með því hvort opna megi aftur eftir klukkan 13:00 á morgun (6. febrúar). Nánari upplýsingar verða teknar með Óðal þegar líður á daginn.
Íþróttamiðstöðvarnar verða einnig lokaðar til klukkan 13:00, nema annað breytist.
Frá og með klukkan 16 í dag (5.feb) er íþróttahúsið í Borgarnesi lokað og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu.
Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.
Tengdar fréttir

Hönnun og skipulag á parkethúsi
Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …