Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður.
Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar.
Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en fylgst verður með því hvort opna megi aftur eftir klukkan 13:00 á morgun (6. febrúar). Nánari upplýsingar verða teknar með Óðal þegar líður á daginn.
Íþróttamiðstöðvarnar verða einnig lokaðar til klukkan 13:00, nema annað breytist.
Frá og með klukkan 16 í dag (5.feb) er íþróttahúsið í Borgarnesi lokað og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu.
Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.