
Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður.
Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar.
Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en fylgst verður með því hvort opna megi aftur eftir klukkan 13:00 á morgun (6. febrúar). Nánari upplýsingar verða teknar með Óðal þegar líður á daginn.
Íþróttamiðstöðvarnar verða einnig lokaðar til klukkan 13:00, nema annað breytist.
Frá og með klukkan 16 í dag (5.feb) er íþróttahúsið í Borgarnesi lokað og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu.
Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …