
Á morgun, 6. febrúar verða allar skólastofnanir, þar á meðal Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar, Hnoðraból, Hraunborg, Andabær, Klettaborg og Ugluklettur, lokaðar. Listaskólinn verður einnig lokaður.
Aldan verður lokuð, en Búsetan verður opin, rétt er að benda á að líklega verði skert þjónusta. Safnahús Borgarfjarðar mun svo opna 13:00 þann 6. febrúar.
Tómstundir: Að svo stöddu verður frístund lokuð en fylgst verður með því hvort opna megi aftur eftir klukkan 13:00 á morgun (6. febrúar). Nánari upplýsingar verða teknar með Óðal þegar líður á daginn.
Íþróttamiðstöðvarnar verða einnig lokaðar til klukkan 13:00, nema annað breytist.
Frá og með klukkan 16 í dag (5.feb) er íþróttahúsið í Borgarnesi lokað og búið er að fella niður allar æfingar á stundatöflu.
Íbúar eru hvattir til að fara varlega og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir.
Tengdar fréttir

Sveitarfélög á Vesturlandi óska eftir fundi vegna ástands í vegamálum
Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra formlegt bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna alvarlegs ástands í vegamálum á svæðinu. Í erindinu er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum til að ræða skipun viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa Vesturlands …

Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …